Fjárfesting sonarins þrefaldaðist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. desember 2020 09:01 Georg Lúðvíksson er einn stofnenda Meniga og í dag forstjóri fyrirtækisins. Georg Lúðvíksson, forstjóri Meniga, segir ótrúlegt að fólk sé til í að ræða kynlíf, geðsjúkdóma og alls kyns aðra hluti við börnin sín en sleppi oft að ræða við þau um fjármál heimilisins. Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Georg er einn stofnanda fjártæknifyrirtækisins Meniga en hann var gestur Gunnars Dofra Ólafssonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Leitin að peningunum þar sem rabbað er um fjármál einstaklinga. Georg segir ekki mælanleg tensl milli þess að eiga peninga og vera hamingjusamur. Hins vegar séu tengsl milli þess hvernig við förum með peningana okkar, til dæmis að fjárfesta í upplifunum, og aukinnar hamingju. Þá sé gott að vera alltaf vera með plan B og eiga varasjóð og borð fyrir báru. Hamingjuna að finna í fjárhagslegu frelsi „Fjárhagsáhyggjur eru eitt stærsta andlega vandamál í flestum löndum. Helsta ástæða sambandsvandamála, stress og að þú missir úr vinnu eru fjárhagsáhyggjur.“ Hann bendir á að fjárhagslegt frelsi eða fjárhagslegt sjálfstæði sé eitt það mikilvægasta sem við eigum að stefna að. Hann stefnir sjálfur að því að vera hluti af FIRE hreyfingunni (Financial Independence, Retire Early) ásamt konu sinni þar sem umtalsverður hluti tekna er lagður fyrir þannig að þau geti valið að hætta að vinna fyrr en ella. Rannsóknir hafa sýnt að börn sem rætt er við um fjármál í uppeldi eru mun ólíklegri til að lenda í fjárhagsvandræðum síðar á lífsleiðinni. Georg leggur því mikla áherslu á að synir sínir fái fjárhagslegt uppeldi og segir að það geti verið skemmtilegt og spennandi, ein konar leikur. Hann nefnir sem dæmi að hann hafi gefið sonum sínum smávægilega upphæð á síðasta ári. Hlutbréfin ruku upp Elsti sonurinn fékk það verkefni að leggja til fjárfestingar í hlutabréfum fyrir sinn hluta. Hann sagðist hafa leyft syni sínum að hafa frjálsar hendur þegar kæmi að fjárfestingum nema að hann hefði neitunarvald ef honum fyndist hann vera að fara að gera einhverja vitleysu. Spurður hvort til þess hefði komið sagði Georg. „Nei ekki enn þá en ég var nálægt því þegar hann ætlaði að kaupa hlutabréf í Tesla í vor þegar ég gaf þeim þetta. Ég sagði já, Tesla er mjög gott fyrirtæki en það er hins vegar ansi dýrt hlutabréfaverðið. Ég er ekki viss um að það sé frábær fjárfesting.“ Georg samþykkti fjárfestinguna og hugsaði þetta getur verið dýrmæt lexía ef hlutabréfaverðið hrynur en það öfuga gerðist. Hlutabréfi í Tesla sem kostaði um 900 dollara hefur þrefaldast að virði síðan frá í vor. Fjármálahegðun hafi breyst í Covid Georg segir að hjá Meniga sjái þau töluverðar breytingar á fjármálahegðun ungs fólks á aldrinum 16-24 ára nú á tímum kórónuveirunnar. Útgjöld í frítíma og afþreyingu hafa hrunið en á sama tíma hefur sparnaður aukist heilmikið. Margir upplifa þó óöryggi sem getur haft áhrif á sparnað sökum óvissu. Heyra má viðtalið við Georg í heild hér að neðan. Hlaðvarpið er framleitt af umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Klippa: Georg Lúðvíksson - Hamingjuna finnur maður í fjárhagslegu frelsi
Markaðir Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Leitin að peningunum Fjártækni Mest lesið Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Neytendur Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur „Ég einfaldlega spurði kennarann: Ertu ekki að djóka?!“ Atvinnulíf Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Hinn almenni borgari þurfi ekki að dæla í sig steinefnum Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira