Spyr hvort eðlilegt sé að sami flokkur stýri ráðuneytinu og fari með formennsku í nefndinni Atli Ísleifsson skrifar 8. desember 2020 14:28 Kristján Guy Burgess segir að þörf sé á aukinni umræðu um utanríkismál á Alþingi. Hann segir nauðsynlegt að gera gagngerar breytingar á hlutverki og verkefnum utanríkismálanefndar. Kristján Guy Burgess, kennari í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands og fyrrverandi aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segir nauðsynlegt að ræða það á vettvangi Alþingis hvort eðlilegt sé að utanríkisráðherra, formaður utanríkismálanefndar og nú jafnframt varaformaður nefndarinnar komi öll úr sama stjórnmálaflokki. Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy. Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Spyrja megi hvort slíkt fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar og hvernig nefndin sinni hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fari með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar. Þetta segir Kristján Guy í aðsendri grein sem birtist á Vísi í morgun þar sem hann segir nauðsynlegt að utanríkismál fái aukna umræðu og umfjöllun á þinginu. Hlutverk og verkefni verði tekin til gagngerrar endurskoðunar Kristján Guy, sem var aðstoðarmaður Össurar Skarphéðinssonar þegar hann gegndi embætti utanríkisráðherra á árunum 2009 til 2013, segir þörf á því að taka bæði hlutverk og verkefni utanríkismálanefndar þingsins til gagngerrar endurskoðunar. Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson er utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra.Vísir/Vilhelm Við breytingar á þingsköpum fyrir tæpum áratug hafi orðið breytingar á hlutverki og starfi nefndarinnar sem áður hafði notið meiri sérstöðu í störfum þingsins. Áður gátu einungis þeir sem kosnir væru til setu í nefndinni setið fundi hennar og ríkari trúnaður lagður á þá. Hann segir sérstöðu nefndarinnar þó enn vera töluverða, en nefndin skal vera ríkisstjórn til ráðuneytis um meiriháttar utanríkismál, enda skuli ríkisstjórnin ávallt bera undir nefndina slík mál, jafnt á þingtíma sem í þinghléum. Óskrifuð regla um valdajafnvægi brotin Kristján Guy segir að kjörtímabilinu hafi verið óskrifuð regla á þinginu um valdajafnvægi. Þegar kemur að utanríkismálum hafi reglan hins vegar verið brotin þar sem sami flokkur hafi farið bæði með utanríkisráðuneytið og formennsku í utanríkismálanefnd. Sigríður Á. Andersen er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður utanríkismálanefndar.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðismaðurinn Guðlaugur Þór Þórðarson fer nú með embætti utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og fer samflokkskona hans, Sigríður Á. Andersen, með formennsku í utanríkismálanefnd. „Það gerðist síðast fyrir 15 árum og þá átti sami flokkur í hlut og nú. En nú er meira að segja einnig fyrsti varaformaður nefndarinnar einnig úr Sjálfstæðisflokknum [Njáll Trausti Friðbertsson]. Spyrja má hvort það fyrirkomulag sé eðlilegt út frá hlutverki nefndarinnar. Hvernig nefndin sinnir hlutverki sínu um eftirlit með framkvæmdavaldinu þegar sami flokkur fer með ráðuneytið og allt dagskrárvald nefndarinnar þarfnast umræðu á vettvangi þingsins,“ segir Kristján Guy.
Alþingi Utanríkismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira