Líf eða dauði hjá Man. United í orkudrykkjalandi Anton Ingi Leifsson skrifar 8. desember 2020 12:01 Það er pressa á Norðmanninum í kvöld. Matthew Peters/Getty Manchester United þarf að minnsta kosti jafntefli gegn Leipzig til að komast áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira
Það er allt undir hjá Manchester United í síðustu umferð H-riðils Meistaradeildar Evrópu en liðið mætir RB Leipzig í Þýskalandi í kvöld. Liðinu sem er kennt við orkudrykkjaframleiðandann Red Bull en sömu eigendur eiga Leipzig og eiga Red Bull. United verður án bæði Anthony Martial og Edinson Cavani sem meiddust í leiknum gegn Southampton um helgina. Í þokkabót kom umboðsmaður Paul Pogba fram í gær og sagði að hann ætti að yfirgefa félagið. Líklega ekki undirbúningurinn sem Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær hafði hugsað sér fyrir leikinn í kvöld en United er áður en flautað til leiks á toppi riðilsins. United er með bestu markatöluna, sex mörk í plús en United, PSG og Leipzig eru öll með níu stig. Istanbul Basaksehir er svo á botni riðilsins með þrjú stig en þeir heimsækja PSG, sem United einmitt tapaði fyrir í síðustu umferð. Liðin þrjú berjast um tvö sæti í 16-liða úrslitunum. Our final group-stage game of the 2020/21 Champions League campaign come on United! #MUFC #UCL— Manchester United (@ManUtd) December 8, 2020 Eftir góðan útisigra á Leipzig og PSG þá tapaði United í Istanbul og tapaði einnig á heimavelli gegn PSG í síðustu umferð í leik sem hefði getað fallið báðu megin. Því er liðið með bakið upp við vegg í Þýskalandi í kvöld. Jafntefli mun duga United í kvöld þar sem þá heldur enska stórliðið Leipzig fyrir aftan sig en Julian Nagelsmann, stjóri Leipzig, hefur væntanlega lært af útreiðinni sem þeir þýsku fengu í fyrri leiknum á Old Trafford sem þeir töpuðu 5-0. Staða liðanna í deildunum heima fyrir er ekki svo ólík. Leipzig er í þriðja sætinu í Þýskalandi, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern, en United er í sjötta sætinu á Englandi fimm stigum á eftir Tottenham. Sem sagt; eru að elta toppliðin en hafa hópana í að gera tilkall. Head coach Julian #Nagelsmann and @angel_tasende69 preview tomorrow's huge game #RBLeipzig #RBLMUN #UCL pic.twitter.com/9ypsACU5hP— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) December 7, 2020 Leikurinn á Red Bull Arena í kvöld hefst klukkan 20.00 og er að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. Hitað verður upp fyrir leikinn frá klukkan 19.30 og öllum leikjum kvöldsins verður svo gerð góð skil í Meistaradeildarmörkunum með Gumma Ben er þeim lýkur. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Mahrez batt enda á bið Alsíringa Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Sjá meira