Þjóðgarður er tækifæri Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. desember 2020 15:15 Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Þjóðgarðar Hálendisþjóðgarður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við stöndum nú frammi fyrir því einstaka tækifæri að geta komið á þjóðgarði á hálendinu. Unnið hefur verið að málinu árum saman. Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur sammæltust um það í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur að á kjörtímabilinu yrði komið á miðhálendisþjóðgarði. Unnið hefur verið að því allt kjörtímabilið og skilaði þverpólitísk nefnd, með fulltrúum allra flokka, af sér tillögum fyrir sléttu ári, í desember 2019. Aðeins fulltrúi Miðflokksins studdi þær ekki. Tækifærin í stofnun þjóðgarðs eru mýmörg. Aðdráttarafl þjóðgarðsins verður mikið, ein stærstu óbyggðu víðerni Evrópu verða innan hans, og það skapar Íslandi sérstöðu, styrkir ímynd þess og dregur að gesti. Þjóðgarður styður við ferðaþjónustu í landinu og byggðir í jaðri hans. Þjóðgarður skapar fjölda starfa í dreifðari byggðum landsins. Sem dæmi má nefna að í Vatnajökulsþjóðgarði voru samtals 34 ársverk fastra starfsmanna haustið 2020, þar af 30 á starfssvæðum þjóðgarðsins en fjögur á höfuðborgarsvæðinu. Þá voru 114 einstaklingar við sumarstörf í þjóðgarðinum sl. sumar, allt störf úti á landsbyggðinni. Þjóðgarður skapar tekjur fyrir nærumhverfi sitt, eins og allar rannsóknir sýna. Þjóðgarður stuðlar að rannsóknum og fræðslu um miðhálendið. Þjóðgarður bætir aðgengi og stuðlar að því að almenningur geti stundað útivist innan hans í sátt við náttúruna. Þjóðgarður tryggir skýra aðkomu hagaðila að þjóðlendum og að stefnumótun svæðisins. Þjóðgarður yrði stærsta framlag Íslands til náttúruverndar í heiminum hingað til. Við, sem stöndum frammi fyrir þessu tækifæri, þurfum að standa undir þeirri ábyrgð að fylgja þeirri góðu stefnumótun sem unnið hefur verið að öll þessi ár. Málið þarf að komast sem fyrst til nefndar og til umsagnar, svo öll þau fjölmörgu sem hafa á því skoðun hafi vettvang til að koma henni á framfæri. Það er bjargföst trú mín að þegar búið er að skilja að allar þær rangfærslur og misskilning sem uppi eru í umræðunni, sé aðeins ein niðurstaða möguleg þeim sem nálgast málið faglega; Hálendisþjóðgarður skapar ótal tækifæri sem vítavert væri að nýta ekki. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun