Jamie Vardy tryggði Leicester mikilvæg þrjú stig í gær er liðið vann 2-1 sigur á Sheffield United á útivelli.
Leicester höfðu tapað síðustu tveimur leikjum fyrir leikinn í gær; gegn Fulham og Liverpool og því voru stigin þrjú enn mikilvægari.
Vardy slapp einn í gegn og skoraði en þetta var mögulega mikilvægara mark fyrir hann en marga leikmenn Leicester því hann var að skora gegn gömlu erkifjendunum.
Enski framherjinn var nefnilega á mála hjá grönnum Sheffield United í Sheffield Wednesday á sínum yngri árum áður en hann færði sig yfir til Stocksbridge Park Steels.
Það brutst því út enn meir tilfinningar í gær fyrir Vardy í gær er hann skoraði í gömlu heimaborginni.
— Leicester City (@LCFC) December 6, 2020
Hann straujaði nefnilega hornfánann í fagninu og braut hann en hann fékk að líta gula spjaldið frá dómara leiksins Stuart Attwell. Vardy skildi ekkert í gula spjaldinu líkt og samherjar hans.
Eftir sigurinn er Leicester í 4. sæti deildarinnar með 21 stig. Þeir hafa unnið sjö af fyrstu ellefu leikjunum og eru þremur stigum á eftir toppliði Tottenham.
Vardy hefur haldið uppteknum hætti á þessari leiktíð en hann er kominn með níu mörk í fyrstu tíu leikjum sínum. Að auki hefur hann gefið tvær stoðsendingar.