Arteta ýtti meiddum Partey aftur inn á völlinn: Áttaði sig ekki á alvarleika málsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 11:30 Mikel Arteta ræðir við Thomas Partey. EPA-EFE/Michael Regan Arsenal tapaði ekki bara nágrannaslagnum á móti Tottenham í gær heldur missti liðið einnig miðjumanninn Thomas Partey meiddan af velli. Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Sjá meira
Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Fleiri fréttir Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Liverpool gæti misst Mo Salah í sex leiki Bernardo Silva nýr fyrirliði Manchester City Liverpool byrjar titilvörnina á móti Bournemouth „Ég vil líka skora mörk“ Kæra Coote vegna ummæla sinna um Jürgen Klopp Sjá meira