Arteta ýtti meiddum Partey aftur inn á völlinn: Áttaði sig ekki á alvarleika málsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. desember 2020 11:30 Mikel Arteta ræðir við Thomas Partey. EPA-EFE/Michael Regan Arsenal tapaði ekki bara nágrannaslagnum á móti Tottenham í gær heldur missti liðið einnig miðjumanninn Thomas Partey meiddan af velli. Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020 Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Útlitið er ekki bjart hjá Arsenal liðinu í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir tap á móti Tottenham í gær en eftir þetta tap er liðið í fimmtánda sæti deildarinnar. Meiðsli eins lykilmanns eru síðan aðeins til að bæta gráu ofan á svart nú þegar þétt leikjadagskrá er framundan yfir hátíðirnar. Thomas Partey meiddist skömmu áður en Tottenham skoraði seinna markið sitt í 2-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær Arsenal eyddi fimmtíu milljónum punda í Thomas Partey í haust en það lítur út fyrir að Ganamaðurinn eigi erfitt með að halda sér heilum. Thomas Partey pulled up injured before the second goal... Arteta wasn't having any of it as he appears to push him back onto the pitch https://t.co/Qpo0PYLHmM— SPORTbible (@sportbible) December 6, 2020 Partey meiddist aftan í læri í síðasta mánuði og snéri aftur á móti Tottenham en entist ekki út fyrri hálfleikinn. Kringumstæðurnar þegar hann meiddist urðu líka Arsenal liðinu afdrifaríkar. Arsenal var búið að vera í stórsókn þegar Thomas Partey meiddist og haltraði út að hliðarlínu. Tottenham fékk þá skyndisókn sem endaði með því að Harry Kane kom liðinu í 2-0. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, reyndi að ýta Thomas Partey aftur inn á völlinn en Partey var of seinn og líka í engu ástandi til að hlaupa uppi sóknarmenn Spurs. „Ég var að reyna að ýta honum aftur inn á völlinn en ég held að hann hafi ekki áttað sig á alvarleika málsins þegar hann yfirgaf stöðuna sína. Það var líklega af því að hann fann fyrir miklum sársauka,“ sagði Mikel Arteta eftir leikinn. Arteta on Partey: "I was trying to push him. I don't think he realised the gravity of the situation when he left his position. It was too quick. I think it was a four against three situation for us and suddenly they are coming to us and Thomas was walking to me."— Charles Watts (@charles_watts) December 6, 2020 „Allt í einu eru þeir komnir í skyndisókn og Thomas kemur gangandi til mín. Ég var að reyna að ýta honum. Ég hef ekki talað við hann þannig að ég veit ekki alveg hvað gerðist eða hvort að hann telji þetta vera mjög alvarlegt,“ sagði Arteta. Thomas Partey missti af deildarleikjum á móti Leeds og Wolves eftir að hann meiddist í leik á móti Aston Villa í byrjun nóvember. Þar fór hann af velli í hálfleik. Arsenal vann 1-0 sigur á Manchester United í síðasta leik sem Partey kláraði 90 mínútur. Mikel Arteta accused Thomas Partey of failing to grasp the gravity of the situation after he left the field injured in the build-up to Spurs' second goal.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 6, 2020
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn