Landsréttur og geðheilbrigði í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 6. desember 2020 16:31 Umræður og fréttir af nýlegum dómi Mannréttindadómstóls Evrópu hafa verið fyrirferðamiklar í fjölmiðlum að undanförnu. Heimir Már Pétursson fréttamaður fær Sigríði Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra til sín í Víglínuna í dag. Þá ræðir hann einnig við Svein Rúnar Hauksson lækni um geðheilbrigðismál en hann kallar m.a. eftir afnámi laga sem heimila að þvinga sjúklinga til að taka lyf. Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra. Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra hinn 13. mars 2019 eftir fyrri dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við landsréttarmálið.Stöð 2/Arnar Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja.Stöð 2/Arnar Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu. Víglínan Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira
Báðar deildir Mannréttindadómstólsins hafa kveðið upp dóma um hvernig staðið var að skipan dómara við Landsrétt þegar hann var skipaður í fyrsta sinn í fyrra. Fyrri dómurinn varð til þess að Sigríður sagði af sér embætti dómsmálaráðherra og setti stjórnarsamstarfið ef til vill í hættu í mars í fyrra. Sigríður Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra hinn 13. mars 2019 eftir fyrri dóm Mannréttindadómstóls Evrópu í tengslum við landsréttarmálið.Stöð 2/Arnar Sigríður verður meðal annars spurð hvort þrýst hafi verið á hana að segja af sér embætti dómsmálaráðherra. Þá verður farið yfir val hennar á dómaraefnum þegar hún breytti lista yfir fimmtán hæfustu einstaklingana til að gegna embættunum og samskipti hennar við forystufólk innan samstarfsflokka í ríkisstjórn og í stjórnarandstöðu. Geðheilbrigðismál hafa verið töluvert í umræðunni undanfarin misseri og þetta árið blandast áhrifum kórónuveirufaraldursins á þau mál. Sveinn Rúnar ræðir þessi mál opinskátt í Víglínunni. En hann hefur áratugum saman verið baráttumaður fyrir bættu geðheilbrigðiskerfi og þekkir kerfið einnig af eigin raun. Sveinn Rúnar Hauksson læknir segir að afnema þurfi lög sem heimila nauðungarvistun og lög sem heimila að gefa geðsjúkum lyf gegn þeirra vilja.Stöð 2/Arnar Hann er talsmaður þess að afnema lög sem heimila læknum að gefa sjúklingum lyf gegn þeirra vilja. Þá vill hann einnig leggja af lög sem heimila að svifta fólk sjálfræði í eigin málum til að leggja það inn á geðdeild. Víglínan er í opinni dagskrá á Stöð 2 og Vísi klukkan 17:40. Þátturinn verður síðan birtur á sjónvarpshluta Vísis fljótlega eftir útsendingu.
Víglínan Geðheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjá meira