Starfsmenn Hótel Selfoss „gengu, hjóluðu og hlupu“ til Austurríkis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. desember 2020 20:08 Starfsandinn hefur eflst og þjappað hópnum eftir að hreyfiáskorunin var sett á í nóvember enda tilvalið að njóta útiveru á meðan það er lítið að gera á hótelinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsmenn Hótel Selfoss sitja ekki með hendur í skauti og bíða eftir því að heimsfaraldrinum ljúki því þeir hafa nýtt tímann til að hreyfa sig og efla starfsandann. Það gerðu þeir með því að ganga, hjóla og hlaupa þrjú þúsund kílómetra í nóvember, eða vegalengdina sem samsvarar því að komast í árlega skíðaferð hópsins til Austurríkis. Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira
Á meðan það er lítið sem ekkert að gera á Hótel Selfossi eins og á öðrum hótelum landsins vegna Covid-19 þá lætur starfsfólk ekki sitt eftir liggja. Félagarnir fóru í innbyrðis heilsuáskorun þar sem fólk fer út að ganga eða hlaupa og skráir kílómetrafjöldann niður samviskusamlega hjá sér. Starfsfólkið hefur síðustu þrjú ár farið í skíðaferð í janúar til Austurríkis en nú verður ekkert af slíkri ferð. Því var ákveðið að hreyfa sig sama kílómetra fjölda og ferðin tæki á skíðastaðinn, eða um tæplega þrjú þúsund kílómetra. „Það er náttúrlega búið að vera minna að gera hjá okkur þannig að við ákváðum að hrista aðeins upp starfsandann með því að vera með hreyfiáskorun. Þetta voru nákvæmlega 2.964 kílómetrar sem okkur tókst að klára í nóvember og við erum rosalega stolt af okkur. Verkefnið var mjög skemmtilegt en á sama tíma krefjandi. Það hristi líka verulega upp í starfsandanum hjá okkur, við erum öll voðalega kát og ánægð með sjálf okkur,“ segir Karen H. Karlsdóttir Svensen hótelstjóri á Hótel Selfossi. Starfsfólkið hefur farið þrisvar sinnum í skíðaferð til Austurríkis og er þá alltaf með þessar húfur meðferðis með appelsínum gulum dúski svo þau þekkist í mannmergðinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrefna Katrínardóttir, veitingastjóri hótelsins, hélt utan um skipulag hreyfingarinnar í nóvember og á í rauninni heiðurinn af átakinu. „Já, það er þvílíkur kraftur í þessu fólk. Ég er mjög stolt af þeim. Upphaflega ákvað ég sjálf að hlaupa 100 kílómetra í október og skoraði í framhaldinu á alla að taka þátt með mér áfram í nóvember og undirtektirnar voru bara frábærar. Það er meiriháttar að vera „komin“ til Austurríkis á þennan hátt. Nú erum við byrjuð á nýrri áskorun fyrir desember“, segir Hrefna alsæl með sjálfan sig og samstarfsfólkið á Hótel Selfossi Hótel Selfoss hefur fengið að finna fyrir heimsfaraldrinum eins og önnur hótel í heiminum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Heilsa Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Sjá meira