Sex ástæður fyrir því að vinna launalaust Inga Auðbjörg K. Straumland skrifar 5. desember 2020 13:15 Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Inga Auðbjörg K. Straumland Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á hverju ári starfa þúsundir einstaklinga algjörlega launalaust í hjálparsveitum, æskulýðssamtökum, stjórnmálahreyfingum, skátafélögum, hjálparstarfi, íþróttafélögum, rótarýklúbbum, kvenfélögum, hagsmunasamtökum, aktívisma, nemendaráðum, náttúruverndarfélögum, áhugaklúbbum og alls konar öðrum félögum þar sem starfsemin er borin uppi af gjafmildi sjálfboðaliða sem gefa tíma sinn í þágu starfsins. Líklegt er að flestir Íslendingar hafi starfað í sjálfboðaliðasamtökum á einhverjum tímapunkti og í tilefni dagsins langar mig að telja upp nokkrar jákvæðar ástæður þess að starfa sem sjálfboðaliði. Ein af ástæðunum fyrir því að ég legg líf mitt undir sjálfboðaliðastarf, er því... ...þú nærist á ástríðunni Flest sjálfboðaliðastörf eru tengd ástríðu einstaklingsins. Störfin stjórnast ekki af fjárhagslegum hvötum eða skipunum að ofan, heldur færðu rými til að elta það sem þú brennur fyrir. Sjálf brenn ég fyrir veraldlegu samfélagi jafnréttis og jafnra tækifæra og finn mér því farveg innan samtaka sem styðja þessi hugðarefni mín. Sem sjálfboðaliði fæ ég kikk út úr því að vinna að verkefnum þar sem unnið er að þeim markmiðum sem ég hef og ánægjunni sem fylgir því að ná árangri. Það eru næg laun fyrir mig. Að leggja hönd á plóg fyrir samfélagslega mikilvæg verkefni er gott fyrir hjartað, en það er líka gott... ...fyrir ferilskrána Ég held að fólk átti sig illa á því hvað sjálfboðaliðastörf eru veigamikill þáttur í hæfileikum og reynslu þeirra sem hafa tekið þau að sér. Ég lærði ekki á pivot-töflur í Excel í skólakerfinu heldur í skátastarfi. Launalaust hef ég skipulagt viðburði með þúsundum þátttakenda, lært markaðsfræði af hagsmunabaráttu og kosningaherferðum, starfað í teymum, byggt upp skipuheildir, lært að sigla um ólgusjó innri pólitíkur í félagasamtökum, skapað, skrifað og skolfið í skátaskálum með ungmennum yfir heila helgi. Atvinnulífið sér þetta stundum einungis sem áhugamál og áttar sig ekki á því hvaðan allir hæfileikar launþegans koma, en þeir eiga nefnilega oft uppruna sinn í áralangri reynslu af sjálfboðastörfum. En starf sjálfboðaliðans er ólíkt launaðri vinnu að því leyti að… ...sjálfboðaliðum má mistakast Sjálfboðaliðar hafa meira rými en launþegar til þess að taka að sér verkefni sem eru utan þess hæfnisviðs sem þeir eru vanir að starfa á og ögra þannig sjálfum sér til þess að læra nýja hluti með því einfaldlega að framkvæma þá. Þó þetta geri mannauðsstjórnun sjálfboðaliða oft talsvert flóknari en mannauðsstjórnun í hefðbundnu fyrirtæki, þá er þetta ótrúlega verðmætt tækifæri fyrir sjálfboðaliðann til að þroska hæfileika sína, finna sín mörk og prófa sig áfram. Þá fær sjálfboðaliðinn að nota skapandi hæfileika sína og hafa áhrif á verkefnin. Yfirleitt eru sjálfboðaliðastörf öruggt rými, þar sem þú finnur fyrir stuðningi jafningja en þarft ekki að keppa við árangursmælikvarða og efnahagslega pressu eins og í atvinnulífinu, því sjálfboðaliðasamtök gefa þér færi á… ...að tilheyra Í sjálfboðaliðasamtökum færð þú tækifæri til að umgangast fólk sem deilir sömu gildum og þú; fólk sem vill stefna að sömu markmiðum og gefa af sínum dýrmæta tíma til þess að vinna að verkefnum sem bæta samfélagið. Öll félög hafa sína menningu og sérkenni sem skapar ákveðna hópeflistilfinningu sem er svo mikilvæg. Í hópnum verða til ákveðin viðmið og þú þarft ekki lengur að vera vör um þig til að falla inn í hópinn; þú tilheyrir. Þó að félagið deili markmiðum og gildum þýðir það þó ekki að hópurinn sé ekki fjölbreyttur sem félaginu tilheyrir. Leiðirnar að markmiðunum eru margar og alls konar skoðanir rúmast innan félagasamtaka. En það að stefna að sama marki skapar tækifæri til að kynnast einstaklingum sem þú myndir annars ekki kynnast. Og það hefur óneitanlega í för með sér að… ...tengslanetið stækkar Þau eru óteljandi, tækifærin sem ég hef fengið í gegnum tengslanet mitt úr sjálfboðaliðasamtökum. Atvinnutilboð, verkefni, utanlandsferðir, stuðningur og ráðgjöf. Í stað þess að tengslanetið mitt afmarkist við fólk á mínu reki, í sömu mengjum samfélagsins og ég, hef ég átt þess kost að vinna verkefni með reynslumiklum ellilífeyrisþegum, hálaunuðum lögfræðingum, hugmyndaríkum öryrkjum, opinberum persónum, drífandi innflytjendum, eldklárum útlendingum og bara alls konar fólki sem ég myndi ekki endilega hafa tækifæri til að umgangast í mínu daglega lífi. Og það er einmitt það allra, allra besta við sjálfboðaliðastarf, því þar eignast þú… ...vini fyrir lífstíð Í þeim sjálfboðaliðasamtökum sem ég hef starfað hef ég fundið mína nánustu vini. Þar er fólkið sem ég hringi í þegar ég er leið og hóa saman þegar ég vil fagna. Þar er fólkið sem ég býð í brúðkaupið mitt, sem krefur mig um myndir af syni mínum, sem ég ferðast þúsundir kílómetra til að hitta; fólkið sem styður mig þegar ég er ráðalaus og sem ég elska mest í þessum heimi. Án sjálfboðaliðastarfs hefði ég sennilega aldrei hitt margt af þessu fólki og þetta eitt hefur breytt lífi mínu. Höfundur er verkefnastjóri fyrir skátahreyfinguna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun