Ítalska félagið staðfestir þetta á Twitter reikningi sínum í dag.
Guðný, sem er tvítug, verður lánuð til Napoli til loka yfirstandandi leiktíðar en Napoli leikur í ítölsku úrvalsdeildinni, líkt og AC Milan. AC Milan er að berjast við Juventus um toppsætið en Napoli er í botnbaráttunni.
Guðný lék 16 leiki með Val í Pepsi Max deildinni síðasta sumar en hún lék áður með FH. Hún á átta landsleiki að baki fyrir A-landslið Íslands.
#ACMilan has signed Icelandic footballer Guðný Árnadóttir. The defender will play on loan with Napoli Femminile this season
— AC Milan (@acmilan) December 5, 2020
AC Milan ha tesserato la calciatrice islandese Guðný Árnadóttir. Il difensore per questa stagione giocherà in prestito con il Napoli Femminile pic.twitter.com/wSLeeyAf2h