Sakfelldur fyrir manndráp af gáleysi en heldur ökuréttindum fyrir mistök Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. desember 2020 16:31 Síðan slysið varð hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð. Vísir/Egill Landsréttur staðfesti í dag dóm yfir karlmanni fyrir manndráp af gáleysi í október 2018. Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut í Hafnarfirði með þeim afleiðingum að árekstur varð við bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Farþegi í bíl mannsins lést í árekstrinum. Hann þarf að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglu barst tilkynning á sjötta tímanum að morgni 28. október. Árekstur jepplings og fólksbíls varð á Reykjanesbraut til móts við verslun Bónus í Vallahverfinu. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hinn látni hefði verið erlendur ferðamaður. Ákærði sagðist við lögreglu á vettvangi hafa sofnað við aksturinn og ekki vaknað fyrr en áreksturinn varð. Hann vildi ekki staðfesta þá frásögn sína fyrir dómi. Þar kom fram að sannað þótti, með ljósmyndum og skýrslu tæknideildar, að hann hefði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming. Hélt ökuréttindum Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bílnum án nægilegrar varúðar og þannig á sig kominn að vera ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega með þeim afleiðingum að ökutækið fór á rangan vegarhelming. Þar lenti það í árekstri með þeim afleiðingum að einn lést. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi ökumanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti ökuréttindum í hálft ár. Landsréttur staðfesti refsinguna en þar sem ríkissaksóknari vék hvergi að kröfu um sviptingu ökuréttar fyrir Landsrétti eða rökstuðningi fyrir þeirri kröfu þótti dómnum ekki ástæða til að svipta hann ökurétti. Reykjanesbrautin var á þessum tíma með eina akrein í hvora átt en síðan hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð. Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Farþegi í bíl mannsins lést í árekstrinum. Hann þarf að greiða ökumanni hins bílsins 600 þúsund krónur í miskabætur. Lögreglu barst tilkynning á sjötta tímanum að morgni 28. október. Árekstur jepplings og fólksbíls varð á Reykjanesbraut til móts við verslun Bónus í Vallahverfinu. Fram kom í fréttum á þeim tíma að hinn látni hefði verið erlendur ferðamaður. Ákærði sagðist við lögreglu á vettvangi hafa sofnað við aksturinn og ekki vaknað fyrr en áreksturinn varð. Hann vildi ekki staðfesta þá frásögn sína fyrir dómi. Þar kom fram að sannað þótti, með ljósmyndum og skýrslu tæknideildar, að hann hefði ekið bíl sínum yfir á rangan vegarhelming. Hélt ökuréttindum Var hann sakfelldur fyrir að hafa ekið bílnum án nægilegrar varúðar og þannig á sig kominn að vera ekki fær um að stjórna ökutækinu örugglega með þeim afleiðingum að ökutækið fór á rangan vegarhelming. Þar lenti það í árekstri með þeim afleiðingum að einn lést. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi ökumanninn í 30 daga skilorðsbundið fangelsi og svipti ökuréttindum í hálft ár. Landsréttur staðfesti refsinguna en þar sem ríkissaksóknari vék hvergi að kröfu um sviptingu ökuréttar fyrir Landsrétti eða rökstuðningi fyrir þeirri kröfu þótti dómnum ekki ástæða til að svipta hann ökurétti. Reykjanesbrautin var á þessum tíma með eina akrein í hvora átt en síðan hefur Reykjanesbraut verið tvöfölduð.
Dómsmál Samgönguslys Hafnarfjörður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira