RAX Augnablik: „Ég óð bara út í ána í öllum fötunum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 6. desember 2020 07:00 Kristinn fjallkóngur á sundreið í Rangá. Í dag 6. desember á hann afmæli og er viðeigandi að birta þáttinn á þessum degi. RAX Kristinn Guðnason í Skarði hefur verið fjallkóngur í smalamennsku á Landmannaafrétti í fjörutíu ár. Ragnar Axelsson fór fyrst og myndaði fjallmennina við leitir árið 1989. „Þetta var bara eins og að vera í himnaríki. Ef himnaríki er svona þá væri bara í lagi að fara strax,“ segir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina hans frægu af Kristni fjallkóngi. Aðstæðurnar á þessu augnabliki voru nefnilega ekki fullkomnar þó að myndin hafi heppnast fullkomlega. Þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér fyrir neðan. Aldrei bölvað eins mikið „Það var ein mynd sem ég vildi ná og vildi alls ekki missa af, það var þegar þeir sundriðu Eystri Rangá. Þetta var svona líklega í síðasta skipti sem það var gert, svo kom brú og þeir þurftu ekki að reka yfir ána lengur. Þannig að þetta var eiginlega síðasti séns.“ RAX hafði ætlað að bíða í flotbúningi úti í á eftir að Kristinn og hópurinn færu þar yfir, en það plan fór út um gluggann. Ástæðan var að Árni Johnsen samstarfsfélagi hans vildi stoppa á leiðinni til að taka bensín. „Ég held að ég hafi aldrei bölvað eins mikið,“ segir RAX um augnablikið þegar þeir komu að ánni. Adrenalínið spilaði svo stórt hlutverk í atburðarásinni sem fylgdi í kjölfarið. Hægt er að hlusta á söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Sundreið í Rangá er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Sundreið í Rangá Skrautleg fyrstu kynni Myndir RAX af fjallkónginum birtust meðal annars í bókinni Fjallaland og urðu til þess að mikil aðsókn var í að fara með í smalamennsku á Landmannaafrétti. Áður hafði verið erfitt að ná saman mannskap en allt í einu var ástandið þannig að færri komust að en vildu. Myndin af Kristni fjallkóngi á sundreið í Rangá þykir einkennandi fyrir þennan merkilega mann. Í níunda þætti af RAX Augnablik sagði ljósmyndarinn frá því þegar hann hitti fjallkónginn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa sett allt í uppnám við að reyna að ná góðri mynd, var RAX fljótt fyrirgefið og er hann nú einn af hópnum. Í áratugi hefur hann slegist í för með hópnum og ljósmyndað leitirnar við allar hugsanlegar aðstæður hvort sem er í hríð, úrhelli eða um sólbjartan dag. „Þegar maður fer á fjöll með þeim þá þarf maður eiginlega að klípa sig til að athuga hvort maður sé á lífi, þetta er svo stórkostlegt líf að vera á fjöllum með þeim.“ Hægt er að horfa á þáttinn Komið af fjöllum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Réttir Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
„Þetta var bara eins og að vera í himnaríki. Ef himnaríki er svona þá væri bara í lagi að fara strax,“ segir RAX. Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina hans frægu af Kristni fjallkóngi. Aðstæðurnar á þessu augnabliki voru nefnilega ekki fullkomnar þó að myndin hafi heppnast fullkomlega. Þátturinn í heild sinni er í spilaranum hér fyrir neðan. Aldrei bölvað eins mikið „Það var ein mynd sem ég vildi ná og vildi alls ekki missa af, það var þegar þeir sundriðu Eystri Rangá. Þetta var svona líklega í síðasta skipti sem það var gert, svo kom brú og þeir þurftu ekki að reka yfir ána lengur. Þannig að þetta var eiginlega síðasti séns.“ RAX hafði ætlað að bíða í flotbúningi úti í á eftir að Kristinn og hópurinn færu þar yfir, en það plan fór út um gluggann. Ástæðan var að Árni Johnsen samstarfsfélagi hans vildi stoppa á leiðinni til að taka bensín. „Ég held að ég hafi aldrei bölvað eins mikið,“ segir RAX um augnablikið þegar þeir komu að ánni. Adrenalínið spilaði svo stórt hlutverk í atburðarásinni sem fylgdi í kjölfarið. Hægt er að hlusta á söguna í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og Sundreið í Rangá er um fjórar mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Sundreið í Rangá Skrautleg fyrstu kynni Myndir RAX af fjallkónginum birtust meðal annars í bókinni Fjallaland og urðu til þess að mikil aðsókn var í að fara með í smalamennsku á Landmannaafrétti. Áður hafði verið erfitt að ná saman mannskap en allt í einu var ástandið þannig að færri komust að en vildu. Myndin af Kristni fjallkóngi á sundreið í Rangá þykir einkennandi fyrir þennan merkilega mann. Í níunda þætti af RAX Augnablik sagði ljósmyndarinn frá því þegar hann hitti fjallkónginn í fyrsta skipti. Þrátt fyrir að hafa sett allt í uppnám við að reyna að ná góðri mynd, var RAX fljótt fyrirgefið og er hann nú einn af hópnum. Í áratugi hefur hann slegist í för með hópnum og ljósmyndað leitirnar við allar hugsanlegar aðstæður hvort sem er í hríð, úrhelli eða um sólbjartan dag. „Þegar maður fer á fjöll með þeim þá þarf maður eiginlega að klípa sig til að athuga hvort maður sé á lífi, þetta er svo stórkostlegt líf að vera á fjöllum með þeim.“ Hægt er að horfa á þáttinn Komið af fjöllum í spilaranum hér fyrir neðan. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2 Maraþon. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Réttir Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00 RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01 Mest lesið Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Lífið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Oprah sú valdamesta Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands Lífið Fleiri fréttir Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Sjá meira
RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. 29. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: Flugu ofan í gíginn og treystu á Guð og flugvélamótorinn Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir Ragnar Axelsson frá sögunum á bak við ljósmyndirnar hans af Gjálpargosinu í Vatnajökli árið 1996. Myndirnar voru teknar rétt áður en gosið kom upp. 22. nóvember 2020 07:00
RAX Augnablik: „Þeir þögðu bara og horfðu á hafið“ Í nýjasta þættinum af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson söguna á bak við myndirnar af bræðrunum Friðriki og Sófusi. RAX hitti bræður í heimsókn sinni í þorpið Elduvík í Færeyjum árið 1997. 15. nóvember 2020 07:01