Seiglan í íslenskri ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 4. desember 2020 14:00 Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Inga Hlín Pálsdóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Ég er stolt af því að hafa starfað með íslenskri ferðaþjónustu til fjölda ára og kynnt hana á erlendum vettvangi. Síðasta árið hef ég þó gert það með öðrum formmerkjum en áður og á þeim tíma hef ég enn betur áttað mig á því hversu mikil seigla er í því fólki sem starfar í henni á Íslandi. Í mars þegar COVID19 var að byrja var ég beðin um halda erindi erlendis um krýsustjórnun. Þar var ég sérstaklega beðin um að fjalla um það sem Ísland gerði í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli. Ég blótaði smá á þessum tímapunkti því síðustu ár í starfi mínu þá hjá Íslandsstofu hafði ég ekki tölu á þeim erindum sem ég hélt um markaðsátakið Inspired by Iceland á þeim tíma og ætlaði nú ekki að fara að syngja sama sönginn. Þegar á hólminn var komið var þó erindið í raun um allt annað. Samstaðan Í erindinu kem ég inn á af hverju var farið í markaðsátakið en jú það var út af einu svokölluðu eldgosi. Það sem gerist svo í kjölfarið er að aðilar taka sig saman og vinna að krafti að sameiginlegu verkefni – að bjarga ferðaþjónustunni það sumarið, sem tókst. Stofnaður var krýsuhópur og í framhaldinu hittust stærri hópar í ferðaþjónustunni og stilltu saman strengi. Samstarfið gekk svo næstu 10 árin og ferðaþjónustan þróaðist og samtalið með – úr varð mesta vaxtarskeið ferðaþjónustunnar á Íslandi. Þetta finnst erlendum aðilum sem ég hef kynnt fyrir stórmerkilegt að halda svona lengi út og skilja ekki hvernig það er hægt þar sem að í þeirra heimalöndum, borgum eða svæðum flosna svona verkefni yfirleitt upp eftir 2-3 ár af allskyns ástæðum s.s. áhugaleysi, virkni, þekkingarleysi og pólítík. Seiglan Ég hef notað fjögur orð sem ég hef talið einkenna íslenska ferðaþjónustu og þá sem í henni starfa það er seigla, þolinmæði, aðlögunarhæfni og ekki síst sú gleði að starfa í henni. Hugtakið seigla snýr að þeirri hæfni að standast eða styrkjast í glímu við erfiðleika eða mótlæti. Hæfnin birtist til dæmis í því að líta á krefjandi viðfangsefni þar með talið krýsu sem ögrun frekar en óleysanlegt vandamál. Íslensk ferðaþjónusta fór svo sannarlega í gegnum þennan ólgusjó á sínum tíma og horfði á þetta sem ögrun frekar en að gefast upp og áskoranirnar héldu áfram næstu 10 árin þar til ný krýsa af allt öðrum toga tók skyndilega við. Það má þó segja að seiglan dugi ekki ein til því að í umhverfi ferðaþjónustunnar eru svo margar hindranir að ómæld þolinmæði og aðlögunarhæfni þarf ekki síst að vera til staðar og hún byggir á reynslu. Þekkingin Þekking og reynsla hefur byggst upp á þessu vaxtarskeiði síðustu ára – sem má ekki hverfa og þarf að vera forgangsverkefni að passa að gerist ekki en er þó að gerast alla daga – þegar félagar í ferðaþjónustu leita nýrra tækifæra á öðrum vettvangi. Skiljanlega – það er engin störf að hafa. Það væri óskandi að hægt væri að finna leið til þess að viðhalda þekkingunni í greininni á næstu misserum og vera þannig enn þá meira tilbúin til þess að takast á við næstu áskoranir þegar hjólin fara að snúast aftur. Ég efast ekki um að það er fullt af hugmyndum þarna úti til þess. Við þurfum nefnilega að viðhalda seiglunni í ferðaþjónustunni fyrir uppbygginguna framundan. Höfundar er alþjóðlegur ráðgjafi í ferðamálum.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun