Vöðvaðir fætur Haaland vöktu mikið umtal Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2020 08:16 Erling Braut Haaland hefur raðað inn mörkum með liði Borussia Dortmund. Getty/Mario Hommes Erling Braut Haaland var að láta aðdáendur sína vita af því að hann væri ekki eins mikið meiddur og óttast var í fyrstu en myndin sem hann birti á samfélagsmiðlum fékk flesta til að gapa. Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland) Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira
Það vita það flestir sem hafa séð norska framherjann Erling Braut Haaland spila fótbolta að þar er á ferðinni mjög hraustur strákur. Hinn tvítugi Erling Braut Haaland hefur farið á kostum með Borussia Dortmund, bæði í þýsku deildinni sem og í Meistaradeildinni. Erling Haaland hefur skorað 33 mörk í fyrstu 32 leikjum sínum með þýska liðinu þar af átta mörk í sex leikjum í Meistaradeildinni. Áhugi stóru félaga heimsins var mikill á meðan Erling Braut Haaland var hjá Red Bull Salzburg en hann hefur bara aukist eftir spilamennsku hans með Borussia Dortmund. Like you needed more proof that Erling Haaland is not your average 20-year-old https://t.co/1ORRLRRMIy— SPORTbible (@sportbible) December 3, 2020 Það þýðir að fætur hans eru á góðri leið með að verða þeir verðmætustu í fótboltaheiminum enda verður strákurinn ekki þrítugur fyrr en árið 2030. Það ættu því að vera mörg frábær ár fram undan hjá honum. Mynd Erling Braut Haaland af þessum verðmætu og vöðvuðu fótum fékk marga til þess að gapa en myndina má sjá hér fyrir neðan. Fæturnir eru hreinlega að springa af vöðvum og það er því ekkert skrýtið að svaka sprettir og þrumuskot geri mótherjum hans jafnan lífið leitt. Óttast var í fyrstu að Erling Braut Haaland hefði spilað sinn síðasta leik á árinu 2020 eftir að hann meiddist í Meistaradeildarleik á móti Lazio á þriðjudagskvöldið en Haaland fullvissaði fylgjendur sína með færslunni að tognunin væri ekki eins slæm og óttast væri. „Talaði við læknana mína og kem fljótt til baka,“ skrifaði Erling Braut Haaland við myndina eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Erling Braut Haaland (@erling.haaland)
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Enduðu árið með stæl Enski boltinn Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Sjá meira