Ryanair kaupir 210 Boeing 737 Max vélar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 22:50 Ryanair hefur fest kaup á 210 Boeing 737 Max flugvélum. Getty/Nik Oiko Írska flugfélagið Ryanair hefur skrifað undir samning um kaup á 75 Boeing 737 Max flugvélum til viðbótar við 135 sem félagið hafði þegar keypt. Flugbanni, sem sett var á eftir tvö mannskæð flugslys, verður líklega létt í Evrópu í janúar. Ryanair hefur þegar skrifað undir kaupsamning á 135 flugvélum. Vélarnar 75 sem bætt hefur verið við munu hækka kaupverðið upp í 22 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.800 milljörðum íslenskra króna. Nýlega afléttu eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum flugbanninu eftir 20 mánaða langt flugbann vélanna. Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins á enn eftir að aflétta banninu en talið er að það gæti gerst í janúar næstkomandi. Ryanair vonast til þess að það geti tekið við nýju flugvélunum á fyrri hluta næsta árs. Boeing neyddist til þess að taka hönnun vélanna til skoðunar eftir að tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. 346 dóu í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra. Boeing Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ryanair hefur þegar skrifað undir kaupsamning á 135 flugvélum. Vélarnar 75 sem bætt hefur verið við munu hækka kaupverðið upp í 22 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 2.800 milljörðum íslenskra króna. Nýlega afléttu eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum flugbanninu eftir 20 mánaða langt flugbann vélanna. Flugöryggisstofnun Evrópusambandsins á enn eftir að aflétta banninu en talið er að það gæti gerst í janúar næstkomandi. Ryanair vonast til þess að það geti tekið við nýju flugvélunum á fyrri hluta næsta árs. Boeing neyddist til þess að taka hönnun vélanna til skoðunar eftir að tvær vélar af 737 Max gerð hröpuðu í Indónesíu og Eþíópíu árin 2018 og 2019. 346 dóu í slysunum. Í kjölfarið vöknuðu upp spurningar um öryggi vélanna og voru þær settar í flugbann á meðan gerðar voru grundvallabreytingar á hönnun þeirra.
Boeing Fréttir af flugi Írland Tengdar fréttir Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36 Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48 MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33 Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður líklega aflétt í janúar Flugbanni Boeing 737 Max vélanna verður aflétt í janúar. Eftirlitsyfirvöld í Bandaríkjunum bundu í síðustu viku endi á 20 mánaða langt flugbann vélanna eftir að tvær slíkar vélar hröpuðu. 21. nóvember 2020 23:36
Senda teymi til að sækja MAX-vélarnar úr eyðimörkinni Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines hefur sent teymi flugvirkja í eyðimörkina við Victorville í Kaliforníu þar sem flugfélagið geymir 34 af Boeing 737 MAX-flugvélum sínum. 19. nóvember 2020 15:48
MAX-vélar Icelandair teknar í notkun næsta vor Forstjóri Icelandair Group segir að miðað við fjölda flugferða í núverandi ástandi sé Icelandair með nægilega margar vélar til að anna áætluninni. Bandarísk flugmálayfirvöld gáfu MAX-vélunum grænt ljós til að fljúga á ný í gær. 19. nóvember 2020 07:33