Kjartan mátti ekki borða með liðsfélögunum og var látinn æfa með U19-ára liðinu Anton Ingi Leifsson skrifar 4. desember 2020 07:00 Úr viðtalinu við Kjartan Henry sem var frumsýnt á Kanal 9 um helgina. KANAL 9 SKJÁSKOT Það gekk mikið á þegar Kjartan Henry Finnbogason skipti frá Vejle til Horsens, að minnsta kosti í aðdragandanum. Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020 Danski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Kjartan er nú kominn aftur til Horsens í dönsku úrvalsdeildina eftir að hafa leikið með Vejle í bæði efstu og næstefstu deild. Brottför hans frá Vejle var ekki eins falleg og hann hafði mögulega vonast eftir. Kjartan raðaði inn mörkum fyrir Vejle á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins er liðið fór upp úr B-deildinni. Eftir viðtal sem tekið var við hann eftir leik Vejle gegn AGF á þessari leiktíð spilaði hann hins vegar ekki meira og ákvað hann svo að fara frá liðinu. KR-ingnum var bannað að æfa með aðalliðinu eftir umdeilt viðtal eftir leik gegn AGF snemma á tímabilinu. Í viðtali við Kian Fonoudi á Kanal9 fyrir leik Horsens gegn Vejle um helgina opnaði hann á síðustu dagana hjá síðarnefnda félaginu. Jeg er bare i chok. Kjartan Finnbogason fortæller om sin afsked med Vejle, hvor den tidligere topscorer skulle træne med U19-holdet og ikke måtte spise med sine holdkammerater. Se hele indslaget på https://t.co/DBlTNuHdqD #sldk— Canal9 (@Canal9dk) November 30, 2020 „Ég er með metnað fyrir því að spila og æfa fótbolta, svo ég spurði: Hvar á ég að æfa? Hvað á ég að gera? Þeir eiga að hafa einhverjar æfingar fyrir mig. Ég get ekki bara verið á hlaupabrettinu eða á hjólinu,“ sagði Kjartan. „Svo átti ég að æfa með U19-liðinu og það var klukkan 7.30 um morguninn því ungu strákarnir voru svo á leiðinni í skólann.“ En hvað gerðist svo? „Þetta er vinnan mín svo ég mæti tveimur dögum eftir að hafa fengið skilaboðin og fer í æfingarsalinn. Svo fer ég og borða í mötuneytinu, sem ég hafði borgað fyrir, með vinum mínum og liðsfélögum.“ Sú máltíð átti eftir að draga dilk á eftir sér. „Ég fæ símtal frá einum í stjórninni þar sem hann segir að ég eigi ekki að koma upp og borða með liðinu því ég truflaði þá.“ Kjartani fannst þetta kjánalegt. „Ég hló bara. Ég var bara í áfalli,“ sagði Kjartan. Skemmst er frá því að segja að Kjartan skoraði eitt marka Horsens í 3-1 sigrinum á Vejle um helgina. Þetta var fyrsti sigur Horsens í dönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni. #erviderbjerne pic.twitter.com/eFnzXTSeCi— AC Horsens (@AC_Horsens) November 29, 2020
Danski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti