Rjúpnaveiði lítil í vetur: Formaður Skotvís telur líklegt að fálkadauða megi rekja til rjúpnaleysis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. desember 2020 17:49 Rjúpnaveiði hefur verið lítil í vetur. Vísir/Vilhelm Rjúpnaveiði hefur verið fremur lítil í vetur og segir formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, að það sem bjargi jólamatnum á mörgum heimilum séu rjúpur í frystinum frá síðasta vetri. Veiðin rétt dugi fyrir jólamatnum. „Tilfinningin er sú að þetta sé svipað og var 2011, þá voru þetta um 30 þúsund rjúpur. Það er alveg nóg í jólamatinn en ekki mikið meira,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, en hann ræddi rjúpnaveiðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni seinni partinn í dag. Veiðin hafi verið mjög misjöfn á milli landshluta, og jafnvel innan þeirra líka. „Sumir voru bara með nokkra kílómetra milli hvors annars, annar fékk slatta en hinn ekki neitt,“ segir Áki. Vandamálið megi rekja til þess að rjúpnaungum fari fækkandi á hverja hænu. Áður fyrr hafi um 8,6 rjúpnaungar fylgt hverri hænu í upphafi skotveiðitímabilsins en nú séu þeir um 6,5. Vandamálið hefur þó ekki aðeins áhrif á jólamat landsmanna, heldur á fálka, en þeirra helsta fæða eru rjúpur. Sex dauðir eða deyjandi fálkar fundust hér á landi í nóvember og telur fuglafræðingur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Þrír fálkanna voru fullorðnir en óvenjulegt er að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Áki segir mjög líklegt að rekja megi dauða fálkanna til rjúpnaleysis. „Mjög líklega, það er bara gangur náttúrunnar að þegar rjúpnastofninn fer niður þá fækkar í fálkastofninum. Hjá fálkunum nær það lágmarki svona tveimur árum eftir lágmarki hjá rjúpunni,“ segir Áki. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áka í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Skotveiði Dýr Reykjavík síðdegis Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40 Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
„Tilfinningin er sú að þetta sé svipað og var 2011, þá voru þetta um 30 þúsund rjúpur. Það er alveg nóg í jólamatinn en ekki mikið meira,“ sagði Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, en hann ræddi rjúpnaveiðina í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni seinni partinn í dag. Veiðin hafi verið mjög misjöfn á milli landshluta, og jafnvel innan þeirra líka. „Sumir voru bara með nokkra kílómetra milli hvors annars, annar fékk slatta en hinn ekki neitt,“ segir Áki. Vandamálið megi rekja til þess að rjúpnaungum fari fækkandi á hverja hænu. Áður fyrr hafi um 8,6 rjúpnaungar fylgt hverri hænu í upphafi skotveiðitímabilsins en nú séu þeir um 6,5. Vandamálið hefur þó ekki aðeins áhrif á jólamat landsmanna, heldur á fálka, en þeirra helsta fæða eru rjúpur. Sex dauðir eða deyjandi fálkar fundust hér á landi í nóvember og telur fuglafræðingur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. Þrír fálkanna voru fullorðnir en óvenjulegt er að stálpaðir fálkar finnist dauðir. Áki segir mjög líklegt að rekja megi dauða fálkanna til rjúpnaleysis. „Mjög líklega, það er bara gangur náttúrunnar að þegar rjúpnastofninn fer niður þá fækkar í fálkastofninum. Hjá fálkunum nær það lágmarki svona tveimur árum eftir lágmarki hjá rjúpunni,“ segir Áki. Hægt er að hlusta á viðtalið við Áka í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Skotveiði Dýr Reykjavík síðdegis Rjúpa Fuglar Tengdar fréttir Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26 Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40 Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna umferðarslyss í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Sjá meira
Telur fálkadauða mega rekja til rjúpnaleysis Sex dauðir eða deyjandi fálkar hafa fundist hér á landi í nóvember. Þrír ungar og þrír fullorðnir. Tveir þeirra hafa fundist á Akureyri. Fuglafræðingur telur góðar líkur á því að rjúpnaleysi sé um að kenna. 30. nóvember 2020 08:26
Síðasta helgin framundan til rjúpnaveiða Næsta helgi er síðasta helgin þar sem heimilt er að veiða rjúpur en tímabilið hefur verið æði misjafnt hjá mönnum. 26. nóvember 2020 10:40
Gæslan kölluð út vegna rjúpnaskyttu sem veiktist utan alfaraleiðar Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um klukkan tvö í dag til að sækja rjúpnaskyttu sem hafði veikst utan alfaraleiðar vestur af Kirkjubæjarklaustri. 21. nóvember 2020 17:10