Olivier Giroud hefur heldur betur minnt á sig í síðustu leikjum Chelsea í Meistaradeildinni eftir að hafa fengið ekki mikið að spila á þessari leiktíð.
Giroud skoraði sigurmarkið á móti Rennes í síðustu viku og svo þessi fjögur mörk í leiknum á móti Sevilla í gær.
Um leið og franski framherjinn skoraði sitt þriðja marki í leiknum þá tók Olivier Giroud metið af Cristiano Ronaldo. Það er ekki á hverjum degi sem Ronaldo missir met enda miklu algengara að Portúgalinn komist yfir fleiri met.
Hér fyrir neðan má sjá þessi fjögur mörk Olivier Giroud á Spáni í gær.
Olivier Giroud er nú elsti leikmaðurinn til að skora þrennu í leik í Meistaradeildinni.
Ronaldo var 28 dögum yngri þegar hann skoraði sína síðustu þrennu í Meistaradeildinni sem var í 3-0 sigri á móti Atlético Madrid 12. mars 2019.
Ronaldo myndi auðvitað eignast metið aftur ef hann myndi skora aðra þrennu því hann er eldri en Giroud.
Giroud var auðvitað líka elsti maðurinn til að skora fernu en þar bætti hann met Slóvenans Josip Ilic um meira en tvö ár.
Oldest players to score a Champions League hat-trick:
— B/R Football (@brfootball) December 3, 2020
1. Olivier Giroud, 2020 34 years, 63 days
2. Cristiano Ronaldo, 2019 34 years, 35 days
3. Claudio Pizarro, 2012 34 years, 34 days pic.twitter.com/63fKIAMs6R
Players aged 30+ to score 4 goals in @ChampionsLeague game
— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) December 2, 2020
34y 63d OLIVIER GIROUD
32y 41d Josip Ilic
32y 20d Zlatan Ibrahimovic
31y 97d Robert Lewandowski pic.twitter.com/PGbwwy6h22
Olivier Giroud's game by numbers against Sevilla:
— Squawka Football (@Squawka) December 2, 2020
37 touches
17 total duels contested (most)
9 total aerial duels (most)
5 shots (most)
4 shots on target (most)
4 goals (most)
3 fouls won (most)
2 recoveries
1 tackle
1 clearance
Going home with the match ball. pic.twitter.com/vHkN0rghRV