Hvaða leikmenn græða mest á því að EM fari fram ári síðar en upphaflega stóð til? [Fyrri hluti] Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 16:01 Íslenska landsliðið er á leiðinni á sitt fjórða Evrópumót í röð. Mótinu fer hins vegar ekki fram fyrr en 2022 og því gætu orðið einhverjar breytingar á liðinu miðað ef það hefði farið fram næsta sumar. KSÍ Evrópumót kvenna í knattspyrnu fer fram sumarið 2022 í Englandi. Er þetta fjórða Evrópumótið í röð sem íslenska landsliðið tekur þátt í. Hvaða leikmenn liðsins græða mest á því að mótinu sé frestað um ár? Upphaflega til stóð að mótið færi fram næsta sumar, 2021 en vegna kórónufaraldursins var mótið fært. Fresta þurfti EM karla í knattspyrnu um ár svo það færðist fram til næsta sumars. Það var ekki talið mögulegt að halda bæði EM karla og kvenna á sama tíma og því var EM kvenna fært til ársins 2022. Ísland tryggði sér sæti á EM með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra í liðinni viku. Sigurmarkið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir og var það í glæsilegri kantinum. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Ár getur verið mjög langur tími í fótbolta. Ungir leikmenn geta nýtt tækifærið og orðið fastamenn í liðum sínum, spyrjið bara Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þá gætu eldri leikmenn einnig misst dampinn sem og sæti sitt í bæði félagsliði eða landsliði. Leikmenn sem hafa verið frá vegna barnsburðar gætu grætt á slíkri frestun en þónokkuð er um slíkt í íslenska liðinu þessa dagana. Hér að neðan má sjá fyrri hluta listans en sá síðari verður birtur á morgun. Taka skal fram að listinn er aðeins getgátur og hefur ekkert að segja um skoðun blaðamanns eða Vísis á leikmönnum eða landsliðsvali Íslands. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgårdens | 35 ára markvörður Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur verið frá vegna barnsburðar undanfarna mánuði og lék til að mynda ekkert með íslenska liðinu í undankeppni EM 2021 [2022]. Þar áður var hún hins vegar aðalmarkvörður Íslands til fjölda ára. Ísland - Þýskaland. Undankeppni HM 2019 kvenna. Knattspyrna, fótbolti, sumarið 2018. Stóð Guðbjörg vaktina í marki Íslands á EM 2013 og 2017. Alls hefur hún leikið 64 leiki fyrir A-landslið Íslands Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, leysti Guðbjörgu af í undankeppni EM 2022 og stóð sig með prýði. Fékk íslenska liðið til að mynda aðeins á sig fimm mörk í átta leikjum undankeppninnar. Hin 35 ára gamla Guðbjörg var mætt aftur í mark Djurgårdens undir lok tímabilsins í Svíþjóð sem lauk nú nýverið og átti stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu í deildinni. Djurgårdens fékk ekki á sig mark í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Hefði mótið farið fram næsta sumar hefði Sandra ef til vill haldið sæti sínu en það er ljóst að Guðbjörg mun sjá til þess að Jón Þór Hauksson og Ian Jeffs, þjálfarateymi Íslands, verða með höfuðverk þegar kemur að því að velja markvörð fyrir fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Sif Atladóttir, Kristianstads | 35 ára miðvörður Sif Atladóttir, jafnaldri Guðbjargar, hefur einnig verið frá vegna barnsburðar. Eignaðist sitt annað barn nú í september. Sif lék þó með Íslandií undankeppni EM 2022 og stóð vaktina í vörninni er Ísland vann Ungverjaland 4-1 á Laugardalsvelli og Lettland ytra 6-0. Sif Atladóttir að undirbúa eitt af sínum löngu innköstum.vísir/bára Sif á að baki 82 landsleiki fyrir íslenska liðið og hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar enda það sem maður kallar varnarmann af gamla skólanum. Hún hikar ekki við að henda sér í tæklingar og svo er býr hún yfir hinu íslenska leynivopni, það er að segja löngum innköstum. Sif hefur verið atvinnumaður til fjölda ára og jafnframt fastamaður í íslenska liðinu. Hefur hún verið hluti af íslenska liðinu á öllum þremur Evrópumótunum til þessa. Hún lék hins vegar ekkert á nýafstöðnu tímabili í Svíþjóð og hefði þar af leiðandi eflaust misst af EM ef mótið færi fram næsta sumar. Í ljósi frábærrar frammistöðu Ingibjargar Sigurðardóttur í Noregi og svo Glódísar Perlu Viggósdóttur í Svíþjóð er ljóst að Sif hefði ekki getað gengið að sæti sínu í landsliðinu að vísu allavega. Áður en Sif fór í barneignarleyfi var Ingibjörg notuð í hægri bakverði landsliðsins en undanfarið hafa hún og Glódís Perla myndað einkar öflugt miðvarðarpar. Sif hefur farið mikinn utan vallar og barist fyrir réttindum leikmanna þegar kemur að barneignum. Nú loksins hefur FIFA birt tillögur þess efnis að atvinnumenn eigi rétt á bótum og samningsvernd verði þeir óléttir. Ræddi Sif það til að mynda við Fréttablaðið nýverið. Sif ræddi nýverið við Fréttablaðið um barnsburðinn og tillögur FIFA þess efnis að atvinnumenn ættu rétt á bótum er þeir yrðu óléttir. Segir hún að barnsburður hafi verið „ákveðinn dauðadómur“ fram að því enda knattspyrnukonur lítið verndaðar þegar kemur að saming Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik | 22 ára miðjumaður Ef til vill undarlegt að nefna hér leikmann sem á aðeins að baki 14 leiki fyrir A-landsliðið en Selma Sól hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár og missti til að mynda af öllum leikjum Breiðabliks í sumar. Selma Sól var hluti af íslenska liðinu í undankeppni HM 2019 og byrjaði til að mynda gegn Þýskalandi og Tékklandi, tveimur af sterkustu liðum riðilsins. Selma Sól Magnúsdóttir [t.v.] hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarið. Með henni á myndinni eru Ásta Eir Árnadóttir og Fanndís Friðiksdóttir, þær koma báðar við sögu í síðari hluta fréttarinnar sem birtur verður á morgun.Vísir/Daniel Thor Íslenska liðið hefur verið að spila 4-4-2 undanfarið með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, miðjuman að upplagi í hægri bakverði. Ef leikmannahópur Íslands í undanförnum leikjum er skoðaður er ekki mikið um hreinræktaða miðjumenn í liðinu og því ætti Selma Sól að eiga möguleika á að fara með til Englands nái hún sér af meiðslum. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttur. Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. 3. desember 2020 12:00 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Upphaflega til stóð að mótið færi fram næsta sumar, 2021 en vegna kórónufaraldursins var mótið fært. Fresta þurfti EM karla í knattspyrnu um ár svo það færðist fram til næsta sumars. Það var ekki talið mögulegt að halda bæði EM karla og kvenna á sama tíma og því var EM kvenna fært til ársins 2022. Ísland tryggði sér sæti á EM með 1-0 sigri á Ungverjalandi ytra í liðinni viku. Sigurmarkið skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir og var það í glæsilegri kantinum. JÁ JÁ JÁ! Þú verð hann ekki þarna! Stórkostlegt mark frá @berglindbjorg10 pic.twitter.com/WvLwU1sgcZ— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2020 Ár getur verið mjög langur tími í fótbolta. Ungir leikmenn geta nýtt tækifærið og orðið fastamenn í liðum sínum, spyrjið bara Sveindísi Jane Jónsdóttur. Þá gætu eldri leikmenn einnig misst dampinn sem og sæti sitt í bæði félagsliði eða landsliði. Leikmenn sem hafa verið frá vegna barnsburðar gætu grætt á slíkri frestun en þónokkuð er um slíkt í íslenska liðinu þessa dagana. Hér að neðan má sjá fyrri hluta listans en sá síðari verður birtur á morgun. Taka skal fram að listinn er aðeins getgátur og hefur ekkert að segja um skoðun blaðamanns eða Vísis á leikmönnum eða landsliðsvali Íslands. Guðbjörg Gunnarsdóttir, Djurgårdens | 35 ára markvörður Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur verið frá vegna barnsburðar undanfarna mánuði og lék til að mynda ekkert með íslenska liðinu í undankeppni EM 2021 [2022]. Þar áður var hún hins vegar aðalmarkvörður Íslands til fjölda ára. Ísland - Þýskaland. Undankeppni HM 2019 kvenna. Knattspyrna, fótbolti, sumarið 2018. Stóð Guðbjörg vaktina í marki Íslands á EM 2013 og 2017. Alls hefur hún leikið 64 leiki fyrir A-landslið Íslands Sandra Sigurðardóttir, markvörður Vals, leysti Guðbjörgu af í undankeppni EM 2022 og stóð sig með prýði. Fékk íslenska liðið til að mynda aðeins á sig fimm mörk í átta leikjum undankeppninnar. Hin 35 ára gamla Guðbjörg var mætt aftur í mark Djurgårdens undir lok tímabilsins í Svíþjóð sem lauk nú nýverið og átti stóran þátt í að liðið hélt sæti sínu í deildinni. Djurgårdens fékk ekki á sig mark í síðustu tveimur leikjum tímabilsins. Hefði mótið farið fram næsta sumar hefði Sandra ef til vill haldið sæti sínu en það er ljóst að Guðbjörg mun sjá til þess að Jón Þór Hauksson og Ian Jeffs, þjálfarateymi Íslands, verða með höfuðverk þegar kemur að því að velja markvörð fyrir fyrsta leik Íslands á EM í Englandi. Sif Atladóttir, Kristianstads | 35 ára miðvörður Sif Atladóttir, jafnaldri Guðbjargar, hefur einnig verið frá vegna barnsburðar. Eignaðist sitt annað barn nú í september. Sif lék þó með Íslandií undankeppni EM 2022 og stóð vaktina í vörninni er Ísland vann Ungverjaland 4-1 á Laugardalsvelli og Lettland ytra 6-0. Sif Atladóttir að undirbúa eitt af sínum löngu innköstum.vísir/bára Sif á að baki 82 landsleiki fyrir íslenska liðið og hefur spilað sig inn í hjörtu þjóðarinnar enda það sem maður kallar varnarmann af gamla skólanum. Hún hikar ekki við að henda sér í tæklingar og svo er býr hún yfir hinu íslenska leynivopni, það er að segja löngum innköstum. Sif hefur verið atvinnumaður til fjölda ára og jafnframt fastamaður í íslenska liðinu. Hefur hún verið hluti af íslenska liðinu á öllum þremur Evrópumótunum til þessa. Hún lék hins vegar ekkert á nýafstöðnu tímabili í Svíþjóð og hefði þar af leiðandi eflaust misst af EM ef mótið færi fram næsta sumar. Í ljósi frábærrar frammistöðu Ingibjargar Sigurðardóttur í Noregi og svo Glódísar Perlu Viggósdóttur í Svíþjóð er ljóst að Sif hefði ekki getað gengið að sæti sínu í landsliðinu að vísu allavega. Áður en Sif fór í barneignarleyfi var Ingibjörg notuð í hægri bakverði landsliðsins en undanfarið hafa hún og Glódís Perla myndað einkar öflugt miðvarðarpar. Sif hefur farið mikinn utan vallar og barist fyrir réttindum leikmanna þegar kemur að barneignum. Nú loksins hefur FIFA birt tillögur þess efnis að atvinnumenn eigi rétt á bótum og samningsvernd verði þeir óléttir. Ræddi Sif það til að mynda við Fréttablaðið nýverið. Sif ræddi nýverið við Fréttablaðið um barnsburðinn og tillögur FIFA þess efnis að atvinnumenn ættu rétt á bótum er þeir yrðu óléttir. Segir hún að barnsburður hafi verið „ákveðinn dauðadómur“ fram að því enda knattspyrnukonur lítið verndaðar þegar kemur að saming Selma Sól Magnúsdóttir, Breiðablik | 22 ára miðjumaður Ef til vill undarlegt að nefna hér leikmann sem á aðeins að baki 14 leiki fyrir A-landsliðið en Selma Sól hefur verið að glíma við mikil meiðsli undanfarin ár og missti til að mynda af öllum leikjum Breiðabliks í sumar. Selma Sól var hluti af íslenska liðinu í undankeppni HM 2019 og byrjaði til að mynda gegn Þýskalandi og Tékklandi, tveimur af sterkustu liðum riðilsins. Selma Sól Magnúsdóttir [t.v.] hefur átt erfitt uppdráttar vegna meiðsla undanfarið. Með henni á myndinni eru Ásta Eir Árnadóttir og Fanndís Friðiksdóttir, þær koma báðar við sögu í síðari hluta fréttarinnar sem birtur verður á morgun.Vísir/Daniel Thor Íslenska liðið hefur verið að spila 4-4-2 undanfarið með Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur, miðjuman að upplagi í hægri bakverði. Ef leikmannahópur Íslands í undanförnum leikjum er skoðaður er ekki mikið um hreinræktaða miðjumenn í liðinu og því ætti Selma Sól að eiga möguleika á að fara með til Englands nái hún sér af meiðslum. Sömu sögu er að segja af Dagnýju Brynjarsdóttur.
Fótbolti EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. 3. desember 2020 12:00 Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31 Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01 Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Jón Þór með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur landsliðsþjálfara Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur unnið sextíu prósent leikja sinna síðan Jón Þór Hauksson tók við því haustið 2018. Hann er bæði með besta sigurhlutfall og hlutfallsárangur þjálfara kvennalandsliðsins. 3. desember 2020 12:00
Á leiðinni á fjórða Evrópumótið í röð: Mikið vatn runnið til sjávar en sumt breytist seint Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann í gær 1-0 útisigur á Ungverjalandi og eftir að aðrir leikir kvöldsins kláruðust er ljóst að liðið er á leið á sitt fjórða Evrópumót í röð. 2. desember 2020 15:31
Elín Metta markahæst í riðlinum Elín Metta Jensen, framherji íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var markahæst í F-riðli undankeppni EM 2022 með sex mörk. 2. desember 2020 14:01
Ísland á EM Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er komið á fjórða stórmótið. Þetta varð ljóst eftir sigur Íslands á Ungverjalandi í dag og önnur úrslit féllu svo með Íslandi síðar í kvöld. 1. desember 2020 21:03