Afneitun Helfararinnar er hættuleg samfélaginu Menachem Z. Rosensaft skrifar 3. desember 2020 11:26 Líkt og þeir sem álíta að jörðin sé flöt neita helfararafneitarar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann. Fregnir herma að þegar Samuel Shenton, formanni Flat Earth Society, var sýnd gervitunglamynd sem sýndi að jörðin væri hnöttur, hafi hann svarað: “Það er augljóst hvernig svona ljósmynd gæti platað þá sem ekki vita betur.” Það var á svipuðum nótum sem Arthur R. Butz, þekktur sem einn alræmasti afneitari helfararinnar, kallaði útrýmingu nasista á milljónum gyðinga í seinni heimstyrjöldinni „áróðursbragð“ í bók sinni Tröllasaga 20. Aldarinnar: Rökin gegn meintri útrýmingu evrópskra gyðinga (e. The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry). Butz hafnar því einnig að gasklefarnir sem notaðir voru til að myrða hundruðir þúsunda gyðinga hafi nokkurn tíma verið til í Auschwitz, Treblinka eða öðrum útrýmingabúðum og vísar til gasklefa sem „áróðurs og hugaróra á stríðstímum“. Á meðan þeir sem álíta að jörðin sé flöt eru að flestra mati meinlausir vitleysingar, eru skoðanir helfararafneitara hættulegar því þær eru almennt notaðar í viðleitni til að verja og hvítþvo Adolf Hitler, nasisma og Þriðja ríkið með öfgafullu, og oftar en ekki, meinvirku gyðingahatri. Þess vegna ofbauð World Jewish Congress þegar fregnir bárust að ný íslensk þýðing á bók Butz hafi verið kynnt í Bókatíðindum. Viðbrögðin voru enn skelfilegri þegar Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, lét þau orð falla að birting kynningartexta um bókina í Bókatíðindum sé frumforsenda prent- og tjáningarfrelsis. Trölladaga 20. aldarinnar, sem var fyrst gefin út árið 1976, er talin til „klassískra verka gyðingahaturs“ og hefur Butz starfað að efldri umræðu um helfararafneitun á ólíkum vettvöngum í meira en 40 ár. Bókin byggir á þeirri ógeðfeldri samsæriskenningu að helförin hafi ekki átt sér stað heldur sé áróðursbragð sem gyðingasamtök hafi búið til til að koma eigin málefnum á framfæri. Því er óneitanlega óþefur gyðingahaturs af bókinni og er hún tilraun til að vegsama útrýmingu gyðinga. . Síðan bókin kom út hafa sagnfræðingar í áraraðir bent á að hún byggir á ótal staðreyndarvillum. Sem dæmi má nefna sagnfræðinginn Deborah Lipstadt sem hefur sagt að útskýringar Butz á hvarfi miljóna gyðinga séu svo fáránlegar að þær væru sprenghlægilegar ef viðfangsefnið væri ekki grafalvarlegt. Í Kanada var bókin dæmd siðlaus og smekklaus uppreisnaráróður samkvæmt lögum og því bönnuð. Í Þýskalandi er bannað að auglýsa bókina eða stilla henni fram á nokkurn hátt. Vefverslunarrisinn Amazon hefur fjarlægt bókina úr vefverslunum sínum í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Í almennum hegningalögum lagasafns Íslands segir í grein 233a að: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu […] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum“. Þar sem greinin vísar ekki sérstaklega til helfararafneitunar má benda á að helfararafneitun er víðaséð sem birtingarmynd gyðingahaturs. Skemmst er frá því að segja að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur nú bannað birtingu á efni sem neitar eða dregur úr þeirri staðreynd að helförin hafi átt sér stað. Mark Zuckerberg, framkvæmdarstjóri Facebook, segir ákvörðunina tengjast „auknu ofbeldi sem tengist gyðingahatri“. Bók Butz ætti án efa að flokkast sem ærumeiðandi tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs. Kynning og sala bókarinnar ætti því einnig að líta á sem tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs og gengur þvert á lýðræðisleg gildi. Helförin er ekki getgáta heldur sagnfræðileg staðreynd. Helfararafneitun er ekki spurning um skoðanafrelsi heldur er það meinfýsin og illgjörn bjögun á sannleika og staðreyndum sem hafa ekkert með tjáningarfrelsi eða prentfrelsi að gera. Þess vegna er boðskapur bókarinnar hættulegur. Þó það sé ekki bannað samkvæmt lögum á Íslandi að gefa út efni með hatursorðræðu og skoðanamótun, hafa útgefendur Bókatíðinda siðferðislega skyldu til að hvorki lögmæta né gæða þau sjónarmið lífi sem koma fram í bókinni. Tjáningarfrelsi á ekki að rugla saman við frelsi í almennum skilningi, og því má ekki nýta tjáningarfrelsi sem rétt til að segja hvað sem er sem getur svert mannorð eða minningu fórnarlamba helfararinnar. Þessi bók er efnislega eins andstyggileg og gróft klám eða aðrar birtingarmyndir kynþáttarhaturs og ofstæki. Bókina ætti að fordæma og útskúfa sem ærumeiðandi hatursorðræðu í garð gyðinga. Menachem Z. Rosensaft er varaforseti og yfirlögfræðingur World Jewish Congress. Hann kennir lögfræði þjóðarmorða við lögfræðideildir háskólanna Columbia og Cornell. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bókaútgáfa Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Líkt og þeir sem álíta að jörðin sé flöt neita helfararafneitarar hreinlega að horfast í augu við raunveruleikann. Fregnir herma að þegar Samuel Shenton, formanni Flat Earth Society, var sýnd gervitunglamynd sem sýndi að jörðin væri hnöttur, hafi hann svarað: “Það er augljóst hvernig svona ljósmynd gæti platað þá sem ekki vita betur.” Það var á svipuðum nótum sem Arthur R. Butz, þekktur sem einn alræmasti afneitari helfararinnar, kallaði útrýmingu nasista á milljónum gyðinga í seinni heimstyrjöldinni „áróðursbragð“ í bók sinni Tröllasaga 20. Aldarinnar: Rökin gegn meintri útrýmingu evrópskra gyðinga (e. The Hoax of the Twentieth Century: The Case Against the Presumed Extermination of European Jewry). Butz hafnar því einnig að gasklefarnir sem notaðir voru til að myrða hundruðir þúsunda gyðinga hafi nokkurn tíma verið til í Auschwitz, Treblinka eða öðrum útrýmingabúðum og vísar til gasklefa sem „áróðurs og hugaróra á stríðstímum“. Á meðan þeir sem álíta að jörðin sé flöt eru að flestra mati meinlausir vitleysingar, eru skoðanir helfararafneitara hættulegar því þær eru almennt notaðar í viðleitni til að verja og hvítþvo Adolf Hitler, nasisma og Þriðja ríkið með öfgafullu, og oftar en ekki, meinvirku gyðingahatri. Þess vegna ofbauð World Jewish Congress þegar fregnir bárust að ný íslensk þýðing á bók Butz hafi verið kynnt í Bókatíðindum. Viðbrögðin voru enn skelfilegri þegar Heiðar Ingi Svansson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, lét þau orð falla að birting kynningartexta um bókina í Bókatíðindum sé frumforsenda prent- og tjáningarfrelsis. Trölladaga 20. aldarinnar, sem var fyrst gefin út árið 1976, er talin til „klassískra verka gyðingahaturs“ og hefur Butz starfað að efldri umræðu um helfararafneitun á ólíkum vettvöngum í meira en 40 ár. Bókin byggir á þeirri ógeðfeldri samsæriskenningu að helförin hafi ekki átt sér stað heldur sé áróðursbragð sem gyðingasamtök hafi búið til til að koma eigin málefnum á framfæri. Því er óneitanlega óþefur gyðingahaturs af bókinni og er hún tilraun til að vegsama útrýmingu gyðinga. . Síðan bókin kom út hafa sagnfræðingar í áraraðir bent á að hún byggir á ótal staðreyndarvillum. Sem dæmi má nefna sagnfræðinginn Deborah Lipstadt sem hefur sagt að útskýringar Butz á hvarfi miljóna gyðinga séu svo fáránlegar að þær væru sprenghlægilegar ef viðfangsefnið væri ekki grafalvarlegt. Í Kanada var bókin dæmd siðlaus og smekklaus uppreisnaráróður samkvæmt lögum og því bönnuð. Í Þýskalandi er bannað að auglýsa bókina eða stilla henni fram á nokkurn hátt. Vefverslunarrisinn Amazon hefur fjarlægt bókina úr vefverslunum sínum í Bandaríkjunum og í Bretlandi. Í almennum hegningalögum lagasafns Íslands segir í grein 233a að: „Hver sem opinberlega hæðist að, rógber, smánar eða ógnar manni eða hópi manna með ummælum eða annars konar tjáningu […] skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum“. Þar sem greinin vísar ekki sérstaklega til helfararafneitunar má benda á að helfararafneitun er víðaséð sem birtingarmynd gyðingahaturs. Skemmst er frá því að segja að samfélagsmiðlarisinn Facebook hefur nú bannað birtingu á efni sem neitar eða dregur úr þeirri staðreynd að helförin hafi átt sér stað. Mark Zuckerberg, framkvæmdarstjóri Facebook, segir ákvörðunina tengjast „auknu ofbeldi sem tengist gyðingahatri“. Bók Butz ætti án efa að flokkast sem ærumeiðandi tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs. Kynning og sala bókarinnar ætti því einnig að líta á sem tilraun til að breiða út boðskap gyðingahaturs og gengur þvert á lýðræðisleg gildi. Helförin er ekki getgáta heldur sagnfræðileg staðreynd. Helfararafneitun er ekki spurning um skoðanafrelsi heldur er það meinfýsin og illgjörn bjögun á sannleika og staðreyndum sem hafa ekkert með tjáningarfrelsi eða prentfrelsi að gera. Þess vegna er boðskapur bókarinnar hættulegur. Þó það sé ekki bannað samkvæmt lögum á Íslandi að gefa út efni með hatursorðræðu og skoðanamótun, hafa útgefendur Bókatíðinda siðferðislega skyldu til að hvorki lögmæta né gæða þau sjónarmið lífi sem koma fram í bókinni. Tjáningarfrelsi á ekki að rugla saman við frelsi í almennum skilningi, og því má ekki nýta tjáningarfrelsi sem rétt til að segja hvað sem er sem getur svert mannorð eða minningu fórnarlamba helfararinnar. Þessi bók er efnislega eins andstyggileg og gróft klám eða aðrar birtingarmyndir kynþáttarhaturs og ofstæki. Bókina ætti að fordæma og útskúfa sem ærumeiðandi hatursorðræðu í garð gyðinga. Menachem Z. Rosensaft er varaforseti og yfirlögfræðingur World Jewish Congress. Hann kennir lögfræði þjóðarmorða við lögfræðideildir háskólanna Columbia og Cornell.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun