Klopp: Eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2020 12:31 Jürgen Klopp fór beint til markvarðarins Caoimhin Kelleher í leikslok og gaf honum eitt gott Klopp knús. AP/Michael Regan Jürgen Klopp brosti sínu breiðasta eftir sigurinn á Ajax í gær og ungu strákarnir fengu sérstakt knús í leikslok enda stóðu þeir sig mjög vel í leiknum. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var heldur betur ánægður eftir sigur liðsins á Ajax í Meistaradeildinni í gær en með honum tryggði Liverpool sér sæti í sextán liða úrslitunum og sigur í riðlinum fyrir lokaleikinn. Það hefur gengið á ýmsu hjá Liverpool að undanförnu, mikið hefur verið um meiðsli lykilmanna og liðið náði ekki góðum úrslitum í tveimur síðustu leikjum. Það var því mikill léttir fyrir þýska stjórann að fá sigur sem gefur honum tækifæri til að hvíla lykilleikmenn í næstu viku. Það mátti líka greina á orðum Klopp að sigurinn í gær skipti hann miklu máli og gleðiefni var líka frammistaða ungu strákanna. Hinn nítján ára gamli Curtis Jones skoraði nefnilega sigurmarkið eftir stoðsendingu frá jafnaldra sínum Neco Williams og þá stóð ungi markvörðurinn Caoimhin Kelleher sig vel og hélt hreinu í sínum fyrsta Meistaradeildarleik. Klopp has brought Liverpool to two Champions League finals. But tonight was one of the biggest #UCL nights! pic.twitter.com/gev3h4ooVZ— Goal (@goal) December 1, 2020 „Við höfum ekki fengið mörg tækifæri til að brosa í núverandi ástandi. Síðan við fórum að spila án áhorfenda þá var þetta mikilvægasti sigurinn, sá erfiðasti og sá besti,“ sagði Jürgen Klopp eftir leikinn. Klopp er á því að þetta hafi verið eitt besta Meistaradeildarkvöldið hans hjá Liverpool sem segir mikið til um pressuna sem var búin að myndast í öllum erfiðleikum síðustu vikna. Nú fékk Þjóðverjinn hins vegar mikilvægan sigur og jákvæð skilaboð frá mörgum ungum leikmönnum liðsins. „Curtis Jones átti þvílíkan leik. Ég er virkilega stoltur af honum. hann er mjög góður strákur, góður leikmaður og ég ánægður að hafa hann hjá okkur,“ sagði Klopp en Curtis Jones skoraði þarna sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni. Hann er aðeins þriðji táningurinn sem skorar fyrir Liverpool í Meistaradeildinni. Liverpool er án níu leikmanna aðalliðsins og það hefur opnað dyr fyrir yngri menn í leikmannahópnum. „Stundum þegar meiðsli koma upp þá skapast tækifæri og hann hefur tekið sitt,“ sagði Klopp. Það kom mörgum á óvart að sjá Adrian sitja áfram á varmannabekknum þegar aðalmarkvörðurinn Alisson Becker meiddist. Jürgen Klopp vildi frekar setja óreyndan strák í markið. 22-year-old Caoimhin Kelleher played his first Champions League game for Liverpool vs. Ajax.He made a huge late save to keep the score 1-0, and help Liverpool qualify for the last 16.Jurgen Klopp ran straight over to him at full time pic.twitter.com/dG32mkM8Ej— B/R Football (@brfootball) December 1, 2020 „Adrian hefur staðið sig mjög vel hjá okkur en við þurftum betri fótboltamann í markið og það fengum við með Caoimhin Kelleher. Hann er líka góður að verja. Við tókum þessa ákvörðun en svo veit maður aldrei hvernig menn ráða við þetta. Ég er mjög ánægður með það hversu rólegur hann var og hversu góður hann var,“ sagði Klopp. Klopp hrósaði líka bakverðinum Neco Williams sem hefur fengið á sig talsverða gagnrýni eftir að hann kom inn í liðið þegar landsliðsbakvörðurinn Trent Alexander-Arnold meiddist. „Við teljum að hann eigi meira inni en hann hefur sýnt hingað til. Tímabilið byrjaði eftir erfitt sumar og stutt undirbúningstímabil og svo dettur Trent Alexander-Arnold út. Neco var ekki í sínu besta formi en hann er á stóra sviðinu núna og í kvöld sýndi hann okkur smá brot af því sem býr í honum. Hann getur enn orðið svo miklu betri,“ sagði Jürgen Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport „Börnin mín fengu mig til að hætta með reiðiköstin“ Fótbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Vill umræðu um sniðgöngu HM vegna Trump Fótbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira