„Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. desember 2020 20:01 Bubbi Morthens er ósáttur við fordóma gagnvart skrif- og lesblindum en biður fólk um að láta ekkert stoppa sig. Vísir/Egill Of miklir fordómar eru gagnvart skrifblindum í samfélaginu, segir Bubbi Morthens, sem hefur hafið sölu á listaverkum sem unnin eru út frá frumtextum á hans þekktustu lögum. Hann hvetur fólk til að óttast ekkert og leyfa náðargáfunni að skína. Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Hugmyndin kom eftir að rykfallnir pappakassar fundust á háalofti Bubba, með fjöldanum öllum af ritverkum sem hann hefur skrifað í gegnum tíðina. Hann lýsir textunum sem skrifblindum, hráum og nöktum - vitnisburð um hugrekki í landi sem telur æðstu dyggð að skrifa rétt, líkt og hann sjálfur orðar það. „Málið er orðið þannig að fólk er haldið málótta of fólk þorir ekki að skrifa. Og ef það er að tala þá er það svo hrætt um að gera einhver mistök, beygi einhverjar setningar vitlaust og það sem gerist er það að þú ert tekinn niður. Enn í dag ertu tekinn niður yfir því hvernig þú talar eða hvernig þú skrifar. Þetta er svo galið.“ Bubbi segist nánast daglega fá athugasemdir út á skrif sín á netinu. „Það er hópur þarna úti sem þorir ekki að skrifa, hefur verið að glíma við skrifblinduna og allt þetta. Ég segi bara: Stígið þið fram. Skapið. Verið óhrædd. Skrifið með hjartanu og við munum skilja ykkur.“ Hann viðurkennir að hann hefði líklega ekki farið út í þessa vinnu ef hann hefði fengið að sinna tónlistinni meira undanfarið ár, en verkin eru á til sölu á Facebook- síðu Bubba. „Neyðin kennir nöktum Bubba að spinna. Það er bara svoleiðis!“ Hann hvetur fólk til að láta ekkert stoppa sig. „Ég veit það er fólk þarna úti sem er stútfullt af hæfileikum og hefur ekki þorað að koma fram. Stígið fram. Skrifið, semjið. Geggjað.“ Lengri útgáfu af viðtalinu við Bubba í dag má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan.
Myndlist Íslenska á tækniöld Tónlist Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira