Forsætisráðherra segir fyrrverandi dómsmálaráðherra hafa axlað ábyrgð Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2020 19:20 Miklar deilur stóðu um skipun fyrstu fimmtán dómaranna í Landsrétt árið 2017. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir dóm Mannréttindadómstólsins verða skoðaðan ítarlega af stjórnvöldum. Fyrrverandi dómsmálaráðherra hafi sagt af sér eftir fyrri dóm undirdeildar og því axlað ábyrgð á málinu, Dómsmálaráðherra segir dóminn nú ekki kalla á viðbrögð að hálfu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir yfirgripsminkinn dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum. Þáverandi dómsmálaráðherra sé gagnrýnd fyrir að færa fjóra dómara upp í hæfnisröðinni. „Alþingi er líka gagnrýnt fyrir sína afgreiðslu en ekki þó svo að það teljist ná yfir allan dómstólinn. Ég vil í því samhengi benda á að fyrrverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar undirdeild Mannréttindadómstólsins komst að sinni niðurstöðu á sínum tíma og axlaði þar með ábyrgð á þessu máli," segir Katrín. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherrasegir dóm Mannréttindadómstólsins verða tekinn til ítarlegrar skoðunar hjá stjórnvöldum.Stöð 2/Arnar Stjórnvöld hafi hins vegar ákveðið að skjóta málinu til yfirdeildar meðal annars til að fá skorið úr um ákveðin túlkunaratriði. Þá hafi ekki verið einhugur meðal dómaranna í undirdeildinni eins og nú. „Og hann fjallar fyrst og fremst um þessa fjóra dómara. Þrír af þeim hafa nú gengið í gegnum nýtt ferli og sótt um þær stöður sem hafa losnað og verið skipaðir. Það er ekki gerðathugasemd við það eftir því sem ég skil dóminn á þessum tímapunkti," segir Katrín. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir ekki farið fram á það í dómi Mannréttindadómstólsins að öll mál sem dómararnir fjórir dæmdu í séu tekin upp að nýju.Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segir dóminn ekki kalla á nein viðbrögð og engar breytingar á Landsrétti vegna hans. Ekki sé talin þörf á endurupptöku mála og ekki dæmdar bætur í prófmálinu sem dómurinn snérist um. „Það var auðvitað einstakt tilvik að skipa þurfti fimmtán dómara á einu bretti. En það er ekki verið að agnúast neitt út í lögin sem slík," segir Áslaug Arna. En ferlið sem fór af stað? Það eru vissulega gerðar athugasemdir við það, bæði hjá ráðherranum og Alþingi. „Já það eru gerðar athugasemdir við það og það er eitthvað sem hægt er að draga lærdóm af," segir dómsmálaráðherra. Það hafi verið mikill ágreiningur um lista hæfnisnefndar á sínum tíma sem nú hafi breytt vinnubrögðum sínum. Hefur þetta neikvæð áhrif á ímynd Íslands út á við? „Þetta er auðvitað aldrei jákvætt. En það er samt alveg skýrt í þessum dómi að þetta hefur ekki áhrif á niðustöðu málanna og það er mjög mikilvægt og mun ekki hafa lengri tíma áhrif á Landsrétt," segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Mannréttindadómstóll Evrópu Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsréttarmálið Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Sjá meira