Segir að stelpur geti nú horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en Messi eða Ronaldo Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2020 23:01 Pernille Harder vonar að aukin umfjöllun gefi ungum stelpum sem æfa fótbolta fleiri fyrirmyndir en aðeins þær sem finna má í karlaboltanum. Harriet Lander/Getty Images Pernille Harder, leikmaður Chelsea í ensku úrvalsdeildinni sem og danska landsliðsins, telur að nú geti stelpur sem æfi fótbolta loks horft upp til kvenkyns leikmanna frekar en þeirra bestu í karlaflokki. Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Harder gekk til liðs við Chelsea fyrir rúmlega 44 milljónir króna í sumar frá þýska félaginu Wolfsbug. Er það hæsta upphæð sem leikmaður hefur verið keyptur fyrir í kvennaboltanum. Hjá Wolfsburg lék Harder með Söru Björk Gunnarsdóttur, fyrirliði íslenska landsliðsins. „Þegar ég var ung var ekki möguleiki að sjá leiki úr kvennaboltanum í sjónvarpinu. Það var ekki mikil umfjöllun um kvennaboltann. Það var því erfitt að eignast kvenkyns fyrirmynd og flestar af mínum fyrirmyndum voru strákar. Marta de Silva var eina konan sem ég leit upp til, hún var stór fyrirmynd í mínu lífi. Ég horfði á klippur af henni á Youtube þegar ég gat,“ sagði Harder í viðtali á dögunum. „Á síðustu fimm árum hefur þetta aukist gífurlega og nú er fullt af leikjum í sjónvarpinu. Mikið af leikjunum okkar hér í Englandi eru sýndir í Danmörku, ég tel það jákvætt skref. Nú geta stelpur horft á okkur spila og við getum verið fyrirmyndir þeirra frekar en Lionel Messi eða Cristiano Ronaldo,“ bætti Harder við. "Girls can watch us play and now we can be their idols instead of Lionel Messi and Cristiano Ronaldo."— Sky Sports (@SkySports) November 30, 2020 Hin 28 ára gamla Harder er með betri leikmönnum heims um þessar mundir og var valin besti leikmaður Evrópu af knattspyrnusambandi álfunnar árið 2018. Afrekaskrá hennar er í lengri kantinum en Harder vann sænsku deildina með Linköpings FC árið 2016 eftir að hafa orðið sænskur bikarmeistari árin 2014 og 2015. Hún vann þýsku úrvalsdeildina alls fjórum sinnum með Wolfsburg, þýska bikarinn jafn oft ásamt því að lenda tvívegis í öðru sæti í Meistaradeild Evrópu. Sömu sögu er að segja af EM landsliða en þar lenti Danmörk í öðru sæti árið 2017.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira