Fékk „hálfgert taugaáfall“ nóttina eftir sautján tíma frelsissviptingu og barsmíðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 21:37 Árásin var gerð í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fertugsaldri, sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní, er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu gegn félaga sínum í íbúð í Bríetartúni í Reykjavík í apríl. Félaginn lýsti því fyrir dómi í síðustu viku að maðurinn hefði bundið sig, lamið með kúbeini og haldið honum föngnum í íbúðinni í rúman hálfan sólarhring. Aðalmeðferð í báðum málum gegn manninum, Þorláki Fannari Albertssyni, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Honum er annars vegar gefið að sök að hafa gert tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á leigusala sinn með hnífi í íbúð hennar við Langholtsveg í júní. Hann neitar sök í málinu og sagðist við aðalmeðferðina varla muna neitt eftir atburðarásinni vegna geðrofsástands. Ítarlegan vitnisburð leigusalans af upplifun sinni má nálgast hér fyrir neðan. Sagðist aldrei myndu ráðast á félaga sinn Þorlákur neitaði einnig sök í hinu málinu gegn honum og kvaðst ekki muna eftir neinu. Honum er gefið að sök að hafa veist að félaga sínum með ofbeldi og svipt hann frelsi í allt að 17 klukkustundir í íbúð í Bríetartúni í apríl, um tveimur mánuðum fyrir árásina á leigusalann. Árásin var hrottaleg eins og henni er lýst í ákæru og voru einstakir liðir hennar bornir undir Þorlák við aðalmeðferðina. Honum er gefið að sök að hafa kýlt félagann hnefahöggi, lamið hann í fingur með kúbeini, bundið hendur hans og fætur með dragböndum og lamið hann með kúbeininu. Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann svo losað manninn og kýlt hann, bundið fætur hans aftur, lamið aftur ítrekað með kúbeini og hótað frekari líkamsmeiðingum. Félaginn hlaut fingurbrot, mar og aðra áverka víðsvegar um líkamann við árásina. Þorlákur kvaðst ekki muna eftir neinu af þessu sem hér er lýst og sagðist hafa verið í geðrofi. Hann mundi ekki eftir því að hafa hitt manninn umrætt kvöldið. Þá hefði hann ekki reynt að rifja atburðarásina umrætt kvöld sérstaklega upp og kvaðst ekki vita hvað hann hefði verið að gera í íbúðinni í Bríetartúni þegar lögregla kom á staðinn. Þá tók Þorlákur fram að hann teldi sig aldrei myndu berja þennan félaga sinn eða svipta hann frelsi, þeir hefðu verið kunningjar síðan í æsku. Bar upp einkennilegar ásakanir Meintur brotaþoli, félagi Þorláks, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hann staðfesti að þeir hefðu þekkst lengi fyrir árásina og lýsti því að hann hefði ákveðið að mæla sér mót við Þorlák umrætt kvöld í apríl eftir að misskilningur kom upp meðal sameiginlegra vina þeirra. Þeir Þorlákur hefðu farið og borðað saman hamborgara og fengið sér einn bjór. Sá síðarnefndi hefði að því búnu viljað fara heim að sækja eitthvað. Þeir hefðu þá farið í íbúðina að Bríetartúni en félaginn lýsti því að Þorlákur hefði verið í mikilli geðshræringu. Íbúðin hefði verið „í klessu“, honum hefði ekki liðið vel þar inni og viljað fara strax. Þá hefði Þorlákur hins vegar byrjað að bera upp á hann tengsl við fólk sem hann kannaðist ekki við, saka hann um einkennilega hluti og sagt hann hafa leitt sig í gildru. Bundinn á höndum og fótum Um klukkan hálf tvö um nóttina, nokkrum klukkutímum eftir að þeir komu í íbúðina, hefði ofbeldið svo byrjað. Áður hefði Þorlákur látið hann skipta um föt og tekið af honum símann. Félaginn lýsti því að Þorlákur hefði upp úr þurru spurt: „Höfuðið eða höndina?“, náð í kúbein og lamið hann í höndina með því svo hann fingurbrotnaði. Að því búnu hefði hann bundið hann á höndum og fótum og haldið áfram að bera upp á hann ýmsar sakir. Á einhverjum tímapunkti hefði Þorlákur hótað að hann ætlaði að klippa fingurna af félaganum og hella sýru í augun á honum. Þá lýsti félaginn frekara ofbeldi af hálfu Þorláks sem gengið hefði með hléum þangað til síðdegis daginn eftir. Að endingu náði bróðir félagans sambandi við Þorlák og hringdi í kjölfarið á lögreglu. Fékk hálfgert taugaáfall nóttina eftir Félaginn sagði að tvær lögreglukonur hefðu þá komið á vettvang, „á hárréttum tíma“. Hann teldi þær hafa bjargað lífi sínu en hann sagðist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð. Þorlákur var handtekinn á vettvangi en félaginn færður á spítala. Hann lýsti því að hann hefði svo fengið hálfgert taugaáfall nóttina eftir. Hann hefði legið grátandi í margar vikur eftir þetta og ekki getað verið einn, óttast mikið um öryggi sitt og eigi raunar enn erfitt með að vera einn, sérstaklega utandyra eftir myrkur. Hann kvaðst hafa sótt áfallastreitumeðferð og þurft frekari sálfræðiaðstoð. Hann hefði ekki getað sinnt vinnu af fullri getu í kjölfar árásarinnar, átt erfitt með að sofa og dreymt illa. Þorlákur á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira
Aðalmeðferð í báðum málum gegn manninum, Þorláki Fannari Albertssyni, fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag í síðustu viku. Honum er annars vegar gefið að sök að hafa gert tilraun til manndráps með því að hafa ráðist á leigusala sinn með hnífi í íbúð hennar við Langholtsveg í júní. Hann neitar sök í málinu og sagðist við aðalmeðferðina varla muna neitt eftir atburðarásinni vegna geðrofsástands. Ítarlegan vitnisburð leigusalans af upplifun sinni má nálgast hér fyrir neðan. Sagðist aldrei myndu ráðast á félaga sinn Þorlákur neitaði einnig sök í hinu málinu gegn honum og kvaðst ekki muna eftir neinu. Honum er gefið að sök að hafa veist að félaga sínum með ofbeldi og svipt hann frelsi í allt að 17 klukkustundir í íbúð í Bríetartúni í apríl, um tveimur mánuðum fyrir árásina á leigusalann. Árásin var hrottaleg eins og henni er lýst í ákæru og voru einstakir liðir hennar bornir undir Þorlák við aðalmeðferðina. Honum er gefið að sök að hafa kýlt félagann hnefahöggi, lamið hann í fingur með kúbeini, bundið hendur hans og fætur með dragböndum og lamið hann með kúbeininu. Nokkrum klukkustundum síðar hafi hann svo losað manninn og kýlt hann, bundið fætur hans aftur, lamið aftur ítrekað með kúbeini og hótað frekari líkamsmeiðingum. Félaginn hlaut fingurbrot, mar og aðra áverka víðsvegar um líkamann við árásina. Þorlákur kvaðst ekki muna eftir neinu af þessu sem hér er lýst og sagðist hafa verið í geðrofi. Hann mundi ekki eftir því að hafa hitt manninn umrætt kvöldið. Þá hefði hann ekki reynt að rifja atburðarásina umrætt kvöld sérstaklega upp og kvaðst ekki vita hvað hann hefði verið að gera í íbúðinni í Bríetartúni þegar lögregla kom á staðinn. Þá tók Þorlákur fram að hann teldi sig aldrei myndu berja þennan félaga sinn eða svipta hann frelsi, þeir hefðu verið kunningjar síðan í æsku. Bar upp einkennilegar ásakanir Meintur brotaþoli, félagi Þorláks, gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hann staðfesti að þeir hefðu þekkst lengi fyrir árásina og lýsti því að hann hefði ákveðið að mæla sér mót við Þorlák umrætt kvöld í apríl eftir að misskilningur kom upp meðal sameiginlegra vina þeirra. Þeir Þorlákur hefðu farið og borðað saman hamborgara og fengið sér einn bjór. Sá síðarnefndi hefði að því búnu viljað fara heim að sækja eitthvað. Þeir hefðu þá farið í íbúðina að Bríetartúni en félaginn lýsti því að Þorlákur hefði verið í mikilli geðshræringu. Íbúðin hefði verið „í klessu“, honum hefði ekki liðið vel þar inni og viljað fara strax. Þá hefði Þorlákur hins vegar byrjað að bera upp á hann tengsl við fólk sem hann kannaðist ekki við, saka hann um einkennilega hluti og sagt hann hafa leitt sig í gildru. Bundinn á höndum og fótum Um klukkan hálf tvö um nóttina, nokkrum klukkutímum eftir að þeir komu í íbúðina, hefði ofbeldið svo byrjað. Áður hefði Þorlákur látið hann skipta um föt og tekið af honum símann. Félaginn lýsti því að Þorlákur hefði upp úr þurru spurt: „Höfuðið eða höndina?“, náð í kúbein og lamið hann í höndina með því svo hann fingurbrotnaði. Að því búnu hefði hann bundið hann á höndum og fótum og haldið áfram að bera upp á hann ýmsar sakir. Á einhverjum tímapunkti hefði Þorlákur hótað að hann ætlaði að klippa fingurna af félaganum og hella sýru í augun á honum. Þá lýsti félaginn frekara ofbeldi af hálfu Þorláks sem gengið hefði með hléum þangað til síðdegis daginn eftir. Að endingu náði bróðir félagans sambandi við Þorlák og hringdi í kjölfarið á lögreglu. Fékk hálfgert taugaáfall nóttina eftir Félaginn sagði að tvær lögreglukonur hefðu þá komið á vettvang, „á hárréttum tíma“. Hann teldi þær hafa bjargað lífi sínu en hann sagðist hafa óttast um líf sitt á meðan árásinni stóð. Þorlákur var handtekinn á vettvangi en félaginn færður á spítala. Hann lýsti því að hann hefði svo fengið hálfgert taugaáfall nóttina eftir. Hann hefði legið grátandi í margar vikur eftir þetta og ekki getað verið einn, óttast mikið um öryggi sitt og eigi raunar enn erfitt með að vera einn, sérstaklega utandyra eftir myrkur. Hann kvaðst hafa sótt áfallastreitumeðferð og þurft frekari sálfræðiaðstoð. Hann hefði ekki getað sinnt vinnu af fullri getu í kjölfar árásarinnar, átt erfitt með að sofa og dreymt illa. Þorlákur á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir.
Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Mest lesið „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Fleiri fréttir Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Sjá meira