Yfirdeild MDE kveður upp dóm í Landsréttarmálinu á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 19:16 Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu kveður upp dóm sinn í Landsréttarmálinu á morgun. vísir/epa Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu mun á morgun kveða upp dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða, tíu mánuðum eftir að málflutningur fór fram í Strassbourg. Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma Landsréttar sem fjórir dómarar við réttinn hafa kveðið upp, staðfesti yfirdeild mannréttindadómstólsins dóm hans frá því í fyrra, sem var á þá leið að skipun dómara við Landsrétt hafi falið í sér brot gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista yfir þá sem hæfnisnefnd hafði metið hæfasta. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður Andersen lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 og þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Íslensk stjórnvöld óskuðu í framhaldi af þeim dómi, í maí 2019, eftir því að málið yrði tekið til endurskoðunar á vettvangi yfirdeildarinnar á þeim forsendum að málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Féllst dómurinn á þá beiðni í september í fyrra og fór málflutningur fram fyrir yfirdeildinni í febrúar á þessu ári. Fyrir fram var gert ráð fyrir að niðurstaða yfirdeildar MDE myndi liggja fyrir tólf til átján mánuðum eftir málflutning. Sá dagur rennur upp á morgun, á fullveldisdaginn 1. desember, eða aðeins um tíu mánuðum eftir að málið var flutt í yfirdeild. Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma Landsréttar sem fjórir dómarar við réttinn hafa kveðið upp, staðfesti yfirdeild mannréttindadómstólsins dóm hans frá því í fyrra, sem var á þá leið að skipun dómara við Landsrétt hafi falið í sér brot gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista yfir þá sem hæfnisnefnd hafði metið hæfasta. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður Andersen lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 og þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Íslensk stjórnvöld óskuðu í framhaldi af þeim dómi, í maí 2019, eftir því að málið yrði tekið til endurskoðunar á vettvangi yfirdeildarinnar á þeim forsendum að málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Féllst dómurinn á þá beiðni í september í fyrra og fór málflutningur fram fyrir yfirdeildinni í febrúar á þessu ári. Fyrir fram var gert ráð fyrir að niðurstaða yfirdeildar MDE myndi liggja fyrir tólf til átján mánuðum eftir málflutning. Sá dagur rennur upp á morgun, á fullveldisdaginn 1. desember, eða aðeins um tíu mánuðum eftir að málið var flutt í yfirdeild.
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira