Yfirdeild MDE kveður upp dóm í Landsréttarmálinu á morgun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 19:16 Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu kveður upp dóm sinn í Landsréttarmálinu á morgun. vísir/epa Yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu mun á morgun kveða upp dóm sinn í Landsréttarmálinu svokallaða, tíu mánuðum eftir að málflutningur fór fram í Strassbourg. Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma Landsréttar sem fjórir dómarar við réttinn hafa kveðið upp, staðfesti yfirdeild mannréttindadómstólsins dóm hans frá því í fyrra, sem var á þá leið að skipun dómara við Landsrétt hafi falið í sér brot gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista yfir þá sem hæfnisnefnd hafði metið hæfasta. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður Andersen lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 og þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Íslensk stjórnvöld óskuðu í framhaldi af þeim dómi, í maí 2019, eftir því að málið yrði tekið til endurskoðunar á vettvangi yfirdeildarinnar á þeim forsendum að málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Féllst dómurinn á þá beiðni í september í fyrra og fór málflutningur fram fyrir yfirdeildinni í febrúar á þessu ári. Fyrir fram var gert ráð fyrir að niðurstaða yfirdeildar MDE myndi liggja fyrir tólf til átján mánuðum eftir málflutning. Sá dagur rennur upp á morgun, á fullveldisdaginn 1. desember, eða aðeins um tíu mánuðum eftir að málið var flutt í yfirdeild. Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira
Óvissa er sögð ríkja um afdrif fleiri en þrjú hundruð dóma Landsréttar sem fjórir dómarar við réttinn hafa kveðið upp, staðfesti yfirdeild mannréttindadómstólsins dóm hans frá því í fyrra, sem var á þá leið að skipun dómara við Landsrétt hafi falið í sér brot gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði þá skipað fjóra dómara við réttinn sem ekki voru á lista yfir þá sem hæfnisnefnd hafði metið hæfasta. Alþingi samþykkti tillögu Sigríðar um skipan dómaranna í júní árið 2017. Við afgreiðslu málsins á Alþingi voru greidd atkvæði um listann í heild, listann yfir alla þá dómara sem Sigríður Andersen lagði til að yrðu skipaðir við réttinn, en ekki um hvern og einn fyrir sig. Dómur Mannréttindadómstólsins leiddi á endanum til afsagnar Sigríðar sem ráðherra. Dómararnir fjórir tóku þátt í störfum nýja dómstigsins frá skipun þeirra 1. janúar árið 2018 og þar til dómur Mannréttindadómstólsins féll 13. mars í fyrra. Íslensk stjórnvöld óskuðu í framhaldi af þeim dómi, í maí 2019, eftir því að málið yrði tekið til endurskoðunar á vettvangi yfirdeildarinnar á þeim forsendum að málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Féllst dómurinn á þá beiðni í september í fyrra og fór málflutningur fram fyrir yfirdeildinni í febrúar á þessu ári. Fyrir fram var gert ráð fyrir að niðurstaða yfirdeildar MDE myndi liggja fyrir tólf til átján mánuðum eftir málflutning. Sá dagur rennur upp á morgun, á fullveldisdaginn 1. desember, eða aðeins um tíu mánuðum eftir að málið var flutt í yfirdeild.
Landsréttarmálið Dómstólar Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Sjá meira