„Alltof mörg“ héldu gleðskapnum gangandi á hótelinu eftir lokun Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2020 18:53 Fólkið hélt áfram gleðskapnum eftir að barinn lokaði, að sögn yfirlögregluþjóns. Mynd er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/getty Allt að þrjátíu gestir voru samankomnir í einu rými á hóteli á Suðurlandi um helgina þegar lögreglu bar þar að garði við eftirlit. Hótelið hefur verið kært fyrir brot á sóttvarnalögum. Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Tilkynnt var um málið í vikuyfirliti lögreglu á Suðurlandi í dag. Þar segir að gestir hótelsins hafi komið sér fyrir í sal hótelsins, „að sögn með „eigin veitingar“,“ og hólfun og fjöldatakmarkanir hafi reynst „vera með þeim hætti að ekki yrði við unað.“ „Þetta var þannig að hótelið var búið að loka barnum og vildi meina að þetta væri þá einkasamkvæmi. En það er nú ekki svo einfalt,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, í samtali við Vísi. „Það voru alltof margir í rýminu og fjarlægðarmörk ekki virt og slíkt.“ Hann segist ekki með nákvæma tölu á því hversu margir hafi verið samankomnir í salnum en að þar hafi líklega verið milli 20 til 30 manns, allt Íslendingar. Hann vill ekki gefa upp hvar á Suðurlandi hótelið er staðsett. Margir reyni því miður á „léttu túlkunina“ „Við höfum aðeins verið að fá fregnir af því að hótel bjóði upp á jólahlaðborð þar sem eru að koma vinnustaðir og þá verið að hólfaskipta eitthvað niður. Sem betur fer er þetta oftast í góðu lagi en í einhverjum tilfellum er fólk að teygja sig aðeins út fyrir reglur. Þó að skipt sé niður í hólf liggja klósettin kannski saman og sami inngangur notaður. En það er bara ekki nóg,“ segir Sveinn. Málin séu sem betur fer ekki mörg en eitt og eitt komi inn á borð lögreglu. „Við reynum að hafa öflugt eftirlit. Það er það sem virðist skipta máli. Því miður eru margir sem vilja reyna að fara léttu túlkunina, finna „götin“ í reglunum. En meiningin er að túlka allt mjög þröngt þannig að við vinnum á þessu, ekki finna hvar eru glpppur og göt og hanga á því.“ Mál hótelsins um helgina er nú á borði ákærusviðs lögreglu á Suðurlandi. Sveinn segir að þar verði tekin ákvörðun um framhaldið; til að mynda hvort sektað verði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Samkomubann á Íslandi Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira