Gerir Ajax usla í fyrstu heimsókn sinni á Anfield í 54 ár? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. desember 2020 10:30 Daley Blind og Roberto Firmino með augun á boltanum í fyrri leik Ajax og Liverpool í D-riðli Meistaradeildar Evrópu. getty/Dean Mouhtaropoulos Liverpool tekur á móti Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu klukkan 20:00 í kvöld. Með sigri tryggja Englandsmeistararnir sér sæti í sextán-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hollenskur sigur sprengir riðilinn í loft upp. Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Eftir fjórar umferðir er Liverpool á toppi D-riðils með níu stig, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta. Midtjylland rekur lestina án stiga. Ajax er á undan Atalanta vegna fleiri marka á útivelli í fyrri leik liðanna sem endaði með 2-2 jafntefli. Á sama tíma og Liverpool og Ajax mætast í kvöld tekur Atalanta á móti Midtjylland. Þótt Liverpool og Ajax séu tvö af stærstu liðum Evrópuboltans er þetta aðeins fjórði leikur liðanna frá upphafi. Þau mættust í sextán liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða tímabilið 1966-67. Ajax vann fyrri leikinn í Amsterdam, 5-1. Johan Cruyff skoraði eitt marka Ajax. Seinni leikurinn á Anfield endaði svo með 2-2 jafntefli. Cruyff skoraði bæði mörk Ajax og Roger Hunt, nýbakaður heimsmeistari með enska landsliðinu, bæði mörk Liverpool. Leikurinn fór fram 14. desember 1966. Leikur Liverpool og Ajax í kvöld verður því fyrsti leikur liðanna á Anfield í 54 ár. Liverpool vann 0-1 sigur á Ajax í fyrri leik liðanna í D-riðli Meistaradeildarinnar 21. október. Sjálfsmark argentínska varnarmannsins Nicolás Tagliafico tryggði Rauða hernum stigin þrjú. Síðast þegar Ajax mætti ensku liði á Englandi voru átta mörk skoruð. Það var í eftirminnilegu 4-4 jafntefli Ajax og Chelsea á Stamford Brigde í fyrra. Ajax komst í 1-4 en missti svo tvo menn af velli og leikinn niður í jafntefli. Ajax hefur alls 29 sinnum mætt enskum liðum í Evrópukeppnum. Hollendingarnir hafa unnið níu leiki, gert átta jafntefli og tapað tólf leikjum. Liverpool gerði 1-1 jafntefli við Brighton í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Tvö mörk voru dæmd af Englandsmeisturunum í leiknum og þeir fengu á sig tvær vítaspyrnur. Á meðan vann Ajax 0-5 útisigur á Emmen í hollensku úrvalsdeildinni. Davy Klaassen, Zakaria Labyad, Lassina Traoré, Jurgen Ekkelenkamp og Quincy Promes skoruðu mörk Ajax sem er með 27 stig á toppi hollensku deildarinnar, tveimur stigum á undan Vitesse Arnheim. Ajax hefur gengið flest í haginn á þessu tímabili og aðeins tapað tveimur leikjum; gegn Liverpool og Groningen í hollensku deildinni. Ajax hefur unnið síðustu sex leiki sína í öllum keppnum og skorað samtals 22 mörk í þeim. Leikur Liverpool og Ajax hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Í beinni: Chelsea - Man. Utd. | Chelsea-menn í harðri Evrópubaráttu Íslenskt mark, sjálfsmark og rautt spjald Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Aron á að hjálpa leikmönnum að hugsa ekki um ströndina Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Svona var blaðamannafundur Arnars Aron Einar með en enginn Gylfi Þróttur mætir bikarmeisturunum Áhorfandi hljóp inn á og réðist á fyrrverandi leikmann Vals Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Ronaldo langtekjuhæsti íþróttamaður heims Fjórtán slösuðust þegar ekið var á áhorfendur Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn