Opnaðist fyrir sköpunargáfuna eftir sáran missi Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. nóvember 2020 14:00 Að semja og flytja tónlist segir Karítas vera það besta sem hún hún geri. Mynd - Matthew Eisman „Ég skrifaði undir og ég er ennþá í dag að átta mig á því að það hafi bara gerst,“ segir Karítas Óðinsdóttir tónlistarkona í samtali við Vísi. Karítas er ein af þeim ungu og hæfileikaríku söngkonum sem vert er að fylgjast vel með. Hún er 28 ára gömul, fædd og uppalin í Borgarfirði og hefur tónlist verið stór hluti af hennar lífi frá unga aldri. Í sumar skrifaði hún undir dreifingarsamning við Sony Music og kom annað lagið af væntanlegri breiðskífu út fyrir helgina. Lagið, That Girl That You Want, segir Karítas snúast um það ferli að reyna að brjótast úr þeim vana að sækjast í það sem er slæmt fyrir mann. Textinn segir sig svolítið sjálfur og mér finnst pínu gaman hvað lagið byrjar á mikilli kaldhæðni. En það er draumkennt, píanó drifið og tilfinningarnar í laginu eru tregi og óöryggi svo er vonarglæta þarna undir lokin. Á næstu dögum er ég svo að fara í tökur á myndbandi við lagið sem kemur vonandi út sem fyrst. Annað lag breiðskífunnar heitir That Girl You Want og kom það út á streymisveitum fyrir helgina. Mynd - Birta Rán Árið 2019 gaf Karítas út fimm laga sólóplötu sem ber nafnið Songs For Crying og hlaut sú plata góðar viðtökur. „Ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég var aðeins fjögurra ára í Suzuki skólanum. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að læra á fleiri hljóðfæri og syngja líka. Fyrir um það bil sex árum síðan bað ég vin minn um að kenna mér að „dj-a“ og áður en ég vissi af þá var ég farin að spila á skemmtistöðum í bænum um hverja helgi.“ Besta ákvörðun sem ég hef tekið Ásamt því að starfa sem plötusnúður er Karítas einnig hluti af Reykjavíkurdætrum. „Þura Stína hafði samband við mig rétt fyrir Bretlandstúr sem þær voru að fara í og spurði hvort að ég vildi ekki prufa að vera með og mæta á æfingu. Hún var þá plötusnúður hljómsveitarinnar en var farin að færa sig meira í framlínuna að rappa og syngja.“ Ég ákvað að mæta og þær létu mér líða strax eins og partur af hópnum. Að slást í lið með þeim er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það jafnast ekkert á við það að standa á sviði með átta öðrum sterkum kvenmönnum að rappa fyrir framan fullan sal af fólki, úti um allan heim. Karítas sér ekki eftir þeirri ákvörðun að ganga til liðs við Reykjavíkurdætur. Hún segist ekkert jafnast á við það að vera standa með þeim á sviði, rappa og syngja fyrir framan allan heiminn. Mynd - Sunna Ben „Ég vildi bíða og finna þegar rétti tíminn kæmi og vera þá komin á þann stað þar sem ég gæti sett tilfinningarnar mínar í rétt tónlistarlegt form. Í ferlinu kynntist ég frábæru fólki sem að hjálpaði mér að komast þangað sem ég er núna og er ótrúlega þakklát fyrir þau.“ Listamenn að skapa miklu meira en áður Þrátt fyrir að Karítas viðurkenni að það sé ekki búið að vera auðvelt að vera tónlistarmaður nú á tímum Covid-faraldurs, segir hún þó að vel sé hægt að sjá jákvæðu hliðarnar. „Ég hef sjálf haft miklu meiri tíma til að leggja upp plan fyrir næsta ár og vinna mig út frá því. Þó að það séu ekki tónleikar eða dj-gigg þá er alltaf hægt að nota tímann til þess að semja, undirbúa útgáfur og vinna í fleiru tónlistartengdu.“ Ég sé líka að það er mikið af nýju og fersku tónlistarfólki að koma fram á sjónarsviðið núna, alveg mun fleiri en vanalega. Það getur verið jákvæða hliðin á þessu, fólk er að skapa miklu meira heldur en það gerði þegar það var alltaf í þessu daglega amstri. Aðeins fjögurra ára gömul byrjaði Karítas að læra á fiðlu og seinna meir byrjaði hún að syngja og læra á fleiri hljóðfæri. Mynd - Birta Rán Hélt að hún gæti ekki samið lög Karítas segist hafa sjálf byrjað að semja lög rétt upp úr tvítugu og semur hún sjálf bæði laglínur og texta. Hún segir innblásturinn koma frá persónulegri reynslu, skammdeginu og fólkinu í kringum sig. „Ég var búin að koma þeirri flugu í höfuðið á mér að ég einfaldlega gæti ekki samið sjálf. Svo upplifði ég mjög sáran missi og það var eins og eitthvað hafi opnast hjá mér. Að semja er það besta sem ég veit og hefur hjálpað mér í gegnum margt.“ Fyrsta breiðskífa Karítas er væntanleg í byrjun árs 2021 en hægt er að styrkja útgáfuna á Karoline Fund. Mynd - Berglaug Stefnuna segir Karítas vera að gefa út sína fyrstu breiðskífu í byrjun árs 2021. Hún segir draum sinn vera að geta unnið í tónlist og lifað af henni og vonast hún til þess að geta spilað á hátíðum erlendis. „Ég er núna að vinna að minni fyrstu breiðskífu sem kemur vonandi út í byrjun næsta árs og eru þeir Edvard Oliversson og Einar Már Harðarson að framleiða hana og hljóðblanda. Þeir eru frábærir og ég er mjög heppin að hafa þá mér við hlið í gegnum þetta ferli.“ Til að fjármagna útgáfuna er Karítas með söfnun inn á Karolina Fund þar sem áhugasamir geta styrkt útáfuna með þeirri fjárhæð sem þeir kjósa. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Karítas hér. Tónlist Menning Tengdar fréttir Atli fær Grammy-tilnefningu Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. 27. nóvember 2020 12:31 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51 Daníel Hjálmtýsson með sína fyrstu þröngskífu Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gefur út sína fyrstu þröngskífu (EP) þann 20. nóvember næstkomandi. 20. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Í sumar skrifaði hún undir dreifingarsamning við Sony Music og kom annað lagið af væntanlegri breiðskífu út fyrir helgina. Lagið, That Girl That You Want, segir Karítas snúast um það ferli að reyna að brjótast úr þeim vana að sækjast í það sem er slæmt fyrir mann. Textinn segir sig svolítið sjálfur og mér finnst pínu gaman hvað lagið byrjar á mikilli kaldhæðni. En það er draumkennt, píanó drifið og tilfinningarnar í laginu eru tregi og óöryggi svo er vonarglæta þarna undir lokin. Á næstu dögum er ég svo að fara í tökur á myndbandi við lagið sem kemur vonandi út sem fyrst. Annað lag breiðskífunnar heitir That Girl You Want og kom það út á streymisveitum fyrir helgina. Mynd - Birta Rán Árið 2019 gaf Karítas út fimm laga sólóplötu sem ber nafnið Songs For Crying og hlaut sú plata góðar viðtökur. „Ég byrjaði að læra á fiðlu þegar ég var aðeins fjögurra ára í Suzuki skólanum. Svo þegar ég varð eldri þá fór ég að læra á fleiri hljóðfæri og syngja líka. Fyrir um það bil sex árum síðan bað ég vin minn um að kenna mér að „dj-a“ og áður en ég vissi af þá var ég farin að spila á skemmtistöðum í bænum um hverja helgi.“ Besta ákvörðun sem ég hef tekið Ásamt því að starfa sem plötusnúður er Karítas einnig hluti af Reykjavíkurdætrum. „Þura Stína hafði samband við mig rétt fyrir Bretlandstúr sem þær voru að fara í og spurði hvort að ég vildi ekki prufa að vera með og mæta á æfingu. Hún var þá plötusnúður hljómsveitarinnar en var farin að færa sig meira í framlínuna að rappa og syngja.“ Ég ákvað að mæta og þær létu mér líða strax eins og partur af hópnum. Að slást í lið með þeim er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Það jafnast ekkert á við það að standa á sviði með átta öðrum sterkum kvenmönnum að rappa fyrir framan fullan sal af fólki, úti um allan heim. Karítas sér ekki eftir þeirri ákvörðun að ganga til liðs við Reykjavíkurdætur. Hún segist ekkert jafnast á við það að vera standa með þeim á sviði, rappa og syngja fyrir framan allan heiminn. Mynd - Sunna Ben „Ég vildi bíða og finna þegar rétti tíminn kæmi og vera þá komin á þann stað þar sem ég gæti sett tilfinningarnar mínar í rétt tónlistarlegt form. Í ferlinu kynntist ég frábæru fólki sem að hjálpaði mér að komast þangað sem ég er núna og er ótrúlega þakklát fyrir þau.“ Listamenn að skapa miklu meira en áður Þrátt fyrir að Karítas viðurkenni að það sé ekki búið að vera auðvelt að vera tónlistarmaður nú á tímum Covid-faraldurs, segir hún þó að vel sé hægt að sjá jákvæðu hliðarnar. „Ég hef sjálf haft miklu meiri tíma til að leggja upp plan fyrir næsta ár og vinna mig út frá því. Þó að það séu ekki tónleikar eða dj-gigg þá er alltaf hægt að nota tímann til þess að semja, undirbúa útgáfur og vinna í fleiru tónlistartengdu.“ Ég sé líka að það er mikið af nýju og fersku tónlistarfólki að koma fram á sjónarsviðið núna, alveg mun fleiri en vanalega. Það getur verið jákvæða hliðin á þessu, fólk er að skapa miklu meira heldur en það gerði þegar það var alltaf í þessu daglega amstri. Aðeins fjögurra ára gömul byrjaði Karítas að læra á fiðlu og seinna meir byrjaði hún að syngja og læra á fleiri hljóðfæri. Mynd - Birta Rán Hélt að hún gæti ekki samið lög Karítas segist hafa sjálf byrjað að semja lög rétt upp úr tvítugu og semur hún sjálf bæði laglínur og texta. Hún segir innblásturinn koma frá persónulegri reynslu, skammdeginu og fólkinu í kringum sig. „Ég var búin að koma þeirri flugu í höfuðið á mér að ég einfaldlega gæti ekki samið sjálf. Svo upplifði ég mjög sáran missi og það var eins og eitthvað hafi opnast hjá mér. Að semja er það besta sem ég veit og hefur hjálpað mér í gegnum margt.“ Fyrsta breiðskífa Karítas er væntanleg í byrjun árs 2021 en hægt er að styrkja útgáfuna á Karoline Fund. Mynd - Berglaug Stefnuna segir Karítas vera að gefa út sína fyrstu breiðskífu í byrjun árs 2021. Hún segir draum sinn vera að geta unnið í tónlist og lifað af henni og vonast hún til þess að geta spilað á hátíðum erlendis. „Ég er núna að vinna að minni fyrstu breiðskífu sem kemur vonandi út í byrjun næsta árs og eru þeir Edvard Oliversson og Einar Már Harðarson að framleiða hana og hljóðblanda. Þeir eru frábærir og ég er mjög heppin að hafa þá mér við hlið í gegnum þetta ferli.“ Til að fjármagna útgáfuna er Karítas með söfnun inn á Karolina Fund þar sem áhugasamir geta styrkt útáfuna með þeirri fjárhæð sem þeir kjósa. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Karítas hér.
Tónlist Menning Tengdar fréttir Atli fær Grammy-tilnefningu Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. 27. nóvember 2020 12:31 Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51 Daníel Hjálmtýsson með sína fyrstu þröngskífu Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gefur út sína fyrstu þröngskífu (EP) þann 20. nóvember næstkomandi. 20. nóvember 2020 20:01 Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sjá meira
Atli fær Grammy-tilnefningu Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. 27. nóvember 2020 12:31
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51
Daníel Hjálmtýsson með sína fyrstu þröngskífu Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gefur út sína fyrstu þröngskífu (EP) þann 20. nóvember næstkomandi. 20. nóvember 2020 20:01