Telur skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa valdið kæruleysi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 18:24 Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að skilaboð sóttvarnayfirvalda fyrir nokkrum vikum hafi mögulega valdið því að fólk hafi byrjað að slaka of mikið á. Hann segir mikilvægt að ekki sé spáð í framtíðina þegar um svo ótúreiknanlegan faraldur sé að ræða. Ekki sé rými fyrir tilslakanir fyrr en á næsta ári. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga þar sem smitum hefur fjölgað nokkuð en faraldurinn virtist vera í rénun þar til á fimmtudag. „Mér finnst þetta svona frekar ískyggilegt. Okkur gengur illa að slökkva á þessu núna og ver en í vor. Fólk á erfiðara með að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda,“ segir Kári. Fyrir um viku sagði Þórólfur að mögulega yrði hægt að gera einhverjar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum í desember. Kári gagnrýnir að yfirvöld spái fyrir um framtíðina. „Þó að sóttvarnayfirvöld hafi staðið sig býsna vel þá finnst mér þeim hafa mistekist að hemja væntingar og jafnvel vakið of miklar væntingar. Eins og þegar þau sögðu fyrir tveimur vikum að nú ætluðu þau að létta á aðgerðum eftir viku. Um leið og þú segir það þá tekur fólk því sem svo að hægt sé að vera kærulausari en áður,“ segir Kári. Hann segir að í þessu tilliti sé hægt að læra af væntingarstjórnun fjármálamarkaða. „Fyrirtæki á markaði mega ekki spá fyrir um framtíðina. Ég tel að í sóttvörnum eigi að gera það sama, þú átt ekki að segja fólki að þú munir kannski létta á aðgerðum eftir einhvern smá tíma. Mér finnst þetta vera mesti veikleikinn í aðgerðum sóttvarnayfirvalda, sem hafa að öðru leyti staðið sig afskaplega vel. Við getum ekki spáð fyrir um hvað gerist næst og við eigum ekki að reyna það. Það á að tala þannig að þetta sér grafalvarlegt og biðja fólk um að halda þetta út,“ segir Kári. Telur núverandi aðgerðir standa til næsta árs Aðspurður um hvort hann sé með ráðleggingar til sóttvarnalæknis vegna næstu tillagna í sóttvörnum svarar Kári: „Það er engin ástæða til að segja Þórólfi fyrir verkum. Hann hefur staðið sig býsna vel hingað til. Mér finnst ólíklegt að núverandi aðgerðum verði aflétt. Það er engin ástæða til að liðka til núna því við erum að horfa á mjög óræða mynd þegar kemur að þessari farsótt. Ég reikna ekki með að fólk fari að breyta til fyrr en í byrjun næsta árs,“ segir Kári. Fram hefur komið að aukning smita nú sé hægt að rekja til eins eða örfárra hópsýkinga. „Það má vel vera að hægt sé að rekja smitin núna til örfárra boða en þau eru komin út í samfélagið. Líkt og þegar þriðja bylgja faraldursins hófst með tveimur hópsmitum í öldurhúsum Reykjavíkur. Um leið og kötturinn er kominn úr sekknum þá hemur þú hann ekki aftur,“ segir Kári. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. 28. nóvember 2020 11:45 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. 21. nóvember 2020 18:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins síðustu daga þar sem smitum hefur fjölgað nokkuð en faraldurinn virtist vera í rénun þar til á fimmtudag. „Mér finnst þetta svona frekar ískyggilegt. Okkur gengur illa að slökkva á þessu núna og ver en í vor. Fólk á erfiðara með að fara að fyrirmælum sóttvarnaryfirvalda,“ segir Kári. Fyrir um viku sagði Þórólfur að mögulega yrði hægt að gera einhverjar tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum í desember. Kári gagnrýnir að yfirvöld spái fyrir um framtíðina. „Þó að sóttvarnayfirvöld hafi staðið sig býsna vel þá finnst mér þeim hafa mistekist að hemja væntingar og jafnvel vakið of miklar væntingar. Eins og þegar þau sögðu fyrir tveimur vikum að nú ætluðu þau að létta á aðgerðum eftir viku. Um leið og þú segir það þá tekur fólk því sem svo að hægt sé að vera kærulausari en áður,“ segir Kári. Hann segir að í þessu tilliti sé hægt að læra af væntingarstjórnun fjármálamarkaða. „Fyrirtæki á markaði mega ekki spá fyrir um framtíðina. Ég tel að í sóttvörnum eigi að gera það sama, þú átt ekki að segja fólki að þú munir kannski létta á aðgerðum eftir einhvern smá tíma. Mér finnst þetta vera mesti veikleikinn í aðgerðum sóttvarnayfirvalda, sem hafa að öðru leyti staðið sig afskaplega vel. Við getum ekki spáð fyrir um hvað gerist næst og við eigum ekki að reyna það. Það á að tala þannig að þetta sér grafalvarlegt og biðja fólk um að halda þetta út,“ segir Kári. Telur núverandi aðgerðir standa til næsta árs Aðspurður um hvort hann sé með ráðleggingar til sóttvarnalæknis vegna næstu tillagna í sóttvörnum svarar Kári: „Það er engin ástæða til að segja Þórólfi fyrir verkum. Hann hefur staðið sig býsna vel hingað til. Mér finnst ólíklegt að núverandi aðgerðum verði aflétt. Það er engin ástæða til að liðka til núna því við erum að horfa á mjög óræða mynd þegar kemur að þessari farsótt. Ég reikna ekki með að fólk fari að breyta til fyrr en í byrjun næsta árs,“ segir Kári. Fram hefur komið að aukning smita nú sé hægt að rekja til eins eða örfárra hópsýkinga. „Það má vel vera að hægt sé að rekja smitin núna til örfárra boða en þau eru komin út í samfélagið. Líkt og þegar þriðja bylgja faraldursins hófst með tveimur hópsmitum í öldurhúsum Reykjavíkur. Um leið og kötturinn er kominn úr sekknum þá hemur þú hann ekki aftur,“ segir Kári.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. 28. nóvember 2020 11:45 „Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51 Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40 Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. 21. nóvember 2020 18:31 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Fleiri fréttir Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Sjá meira
Eitt boð ber tölurnar uppi Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að stóran hluta dreifingar Covid-19 sem greinst hefur að undanförnu megi rekja til eins fjölskylduboðs. Hann segir tölurnar í dag svipaðar og í gær en þó hafi fleiri verið í sóttkví við greiningu. Það gæti verið til marks um línulegan vöxt. 28. nóvember 2020 11:45
„Þetta lítur bara ekki vel út, því miður“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist hafa miklar áhyggjur af stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi í dag. Hún reiknar með að helgin fari í að ákveða hvort einhverjar breytingar verði gerðar á sóttvarnaraðgerðum þann 2. desember. 27. nóvember 2020 13:51
Hefur áhyggjur af veldisvexti og skilar hugsanlega nýjum tillögum til ráðherra Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur miklar áhyggjur af þróun kórónuveirufaraldursins og þeim fjölda sem greinst hefur með veiruna innanlands undanfarna daga. Tuttugu greindust í gær og voru ellefu utan sóttkvíar. Ellefu greindust innanlands í fyrradag og voru átta af þeim ekki í sóttkví. 27. nóvember 2020 11:40
Segir mögulegt að slaka meira á í byrjun desember miðað við núverandi stöðu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins um kórónuveirusmitaða vera í takt við það sem búast mátti við. 21. nóvember 2020 18:31