Birkir hóf leik á varamannabekknum en kom inná á 63.mínútu þegar staðan í leiknum var jöfn.
Birkir hafði aðeins verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur þegar hann fékk að líta gula spjaldið. Tveimur mínútum síðar fékk Birkir svo aftur gult spjald og þar með rautt.
Gestunum í Frosinone tókst að nýta sér liðsmuninn og skora sigurmarkið. Lokatölur 1-2 fyrir Frosinone.
Á sama tíma sat Óttar Magnús Karlsson allan tímann á varamannabekk Venezia þegar liðið vann 2-1 sigur á Ascoli.