Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri þurft í sóttkví í þriðju bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. nóvember 2020 08:31 Börn að leik við grunnskóla í Kópavogi en þegar maður er í sóttkví má ekki mæta í skólann. Vísir/Vilhelm Þúsundir barna á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft í sóttkví síðustu mánuði vegna kórónuveirufaraldursins. Þá hafa mörg hundruð börn á sama aldri greinst með veiruna. Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. 106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst. Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag. Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi. Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Um tíu þúsund börn á leik- og grunnskólaaldri hafa þurft að fara í sóttkví í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins. Alls hafa 1.978 börn á aldrinum núll til fimm ára þurft að fara í sóttkví og 7.856 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þetta kemur fram í svari Jóhanns K. Jóhannssonar, samskiptastjóra almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, við fyrirspurn Vísis. 106 börn á aldrinum núll til fimm ára hafa síðan greinst með kórónuveiruna í þriðju bylgjunni og 325 börn á aldrinum sex til fimmtán ára. Þegar þetta er skrifað eru tvö börn yngri en eins árs í einangrun vegna smits, sjö á aldrinum eins til fimm ára, átta á aldrinum sex til tólf ára og sex á aldrinum þrettán til sautján ára. Eitt af því sem stjórnvöld hafa lagt áherslu á í þessari bylgju er að reyna að skerða skólastarf í leik- og grunnskólum sem minnst. Þannig hefur ekki verið gripið til þess ráðs, eins og gert var í fyrstu bylgju faraldursins, að skerða skólastarf með þeim hætti að börn mættu bara nokkra klukkutíma í dag í skólann á hverjum degi eða annan hvern dag. Á móti kemur að fjöldi nemenda og kennara hefur þurft að fara í sóttkví eftir að smit hafa komið upp í hinum ýmsu skólum, bæði á leik- og grunnskólastigi. Nýjasta dæmið er Öldutúnsskóli í Hafnarfirði. Á föstudag var greint frá því að 62 nemendur og fjórtán starfsmenn skólans þyrftu að fara í sóttkví eftir að kórónuveirusmit kom upp í skólanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira