Landsliðsþjálfarinn braut bein í hendinni þegar hann lamdi í nuddbekk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 07:31 Jón Þór Hauksson er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu í gær. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn „Ég hafði góða tilfinningu fyrir þessum leik“ Sport Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Handbolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Bikarævintýri Fram heldur áfram Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45
Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20
Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18
Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn