Landsliðsþjálfarinn braut bein í hendinni þegar hann lamdi í nuddbekk Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. nóvember 2020 07:31 Jón Þór Hauksson er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu. vísir/vilhelm Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta er kominn í gips eftir að hafa brotið bein í hendinni í leiknum gegn Slóvakíu í gær. Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, braut bein í hendinni í leik Íslands og Slóvakíu í undankeppni EM í gær. Ísland vann 1-3 sigur eftir að hafa verið undir í hálfleik. Gera þurfti hlé á leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar rafmagnið fór af vellinum. Liðin fóru því aftur inn til búningsherbergja og þar brotnaði Jón Þór. „Eftir stoppið í rafmagnsleysinu vorum við að stappa stálinu í hvert annað og ég lem í nuddbekk með krepptum hnefa. Ég hitti þar utan á hnefann og braut beinið sem er efst uppi í litla puttanum. Það er smávægilegt og ég verð klár á þriðjudaginn,“ sagði Jón Þór við Fótbolta.net í gær. Hann var þá búinn að fá niðurstöðu úr myndatöku og á leiðinni í gips. Jón Þór segir að hann hafi ekki verið reiður þegar hann lamdi nuddbekkinn með þeim afleiðingum að beinið brotnaði. „Nei, þetta var ekki í reiðiskasti heldur var þetta eldmóður. Við vorum að byrja seinni hálfleikinn vel og ég var meira að leggja áherslu á að við héldum þeim krafti og orku sem við settum í byrjunina á seinni hálfleik og héldum því áfram,“ sagði Jón Þór og bætti við að hann ætlaði ekki að gera þetta að vana. „Ég sagði við stelpurnar eftir leikinn að ég ætlaði ekki að fara að brjóta bein í hvert skipti sem þyrfti að koma til baka en ef það var þetta sem þurfti þá var ég hæstánægður með það og fórna mér glaður í það. Nei nei, þetta er bara óheppilegt og kemur ekki fyrir aftur.“ Ísland mætir Ungverjalandi á þriðjudaginn í lokaleik sínum í undankeppninni. Sigur fleytir íslenska liðinu væntanlega beint inn á EM en í versta falli fer það í umspil.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45 Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20 Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18 Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26 Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Sjá meira
Jón Þór: Fyrri hálfleikurinn var ekki boðlegur Þjálfari íslenska landsliðsins tók stigunum þremur í kvöld fegins hendi þrátt fyrir óboðlegan fyrri hálfleik af hálfu íslenska liðsins. 26. nóvember 2020 20:45
Sara Björk: Erum einu skrefi nær markmiðinu okkar Ísland vann góðan 3-1 sigur á Slóvakíu ytra í undankeppni EM 2022 í kvöld eftir að vera 1-0 undir í hálfleik. Landsliðsfyrirliðinn var ósátt með frammistöðu liðsins í fyrri hálfleik. 26. nóvember 2020 20:20
Rafmagnslaust í Slóvakíu og leikur Íslands stöðvaður tímabundið Leikur Íslands og Slóvakíu ytra var stöðvaður tímabundið í upphafi síðari hálfleiks þar sem rafmagn vallarins sem leikið er á gaf sig. Leikurinn er farinn af stað að nýju og leiðir Slóvakía enn 1-0. 26. nóvember 2020 18:18
Stelpurnar á áætlun eftir sigur í Slóvakíu Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta á enn möguleika á að tryggja sér sæti á EM 2021 (2022), sem fer fram á Engalndi, eftir 3-1 sigur á Slóvakíu á útivelli í dag. Fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði tvö mörk og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt. 26. nóvember 2020 19:26