Afleiðingar af klámáhorfi í nánum samböndum hjá ungu fólki Sigurbjörg Harðardóttir skrifar 27. nóvember 2020 08:00 Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Það virðist vera að klámáhorf ungmenna sé alltaf að aukast og sé að verða að talsverðu vandamáli. Rannsóknir sýna að þeim fjölgar sem horfa á klám, aldurinn færist neðar og efnið verður grófara og grófara. Rannsóknir hafa sýnt að meðalaldur íslenskra ungmenna þegar þau sjá klám í fyrsta sinn er 11,7 ár. Því má telja líklegt að þetta sé fyrsta kynlífs“fræðslan“ sem það barn er að fá. Og ef við hugsum okkur að svo sé og skoðum að hverjum flest klámefni er sniðið og hvað það sýnir, þá er því oftast beint að markhópnum gagnkynhneigðir karlmenn og myndefnið sýnir lang oftast gróft kynlíf þar sem karl hefur vald yfir konu og skilaboðin segja að allar konur vilji kynlíf, hvar og hvenær sem er og að það eigi alltaf að vera á forsendum karlmannsins. Svona skilboð til ungra og óþroskaðra barna sem eru á miklum mótunarárum geta ekki verið til góðs. Afleiðingarnar geta í raun ekki orðið aðrar en að ungmenni a viðkvæmum mótunarárum fái ranga mynd af kynlífi, mynd sem byggir á að kynlíf innihaldi alla jafna ofbeldi og valdníðslu. Reynsla ráðgjafa hjá Aflinu- samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi sýnir að þessar afleiðingar virðist eiga við rök að styðjast. Ungar konur upplifa allt of oft að hafa verið í sambandi þar sem kærastinn leit á þær sem sína eign og vildi að þær stunduðu kynlíf á hans forsendum. Þær upplifa mikið ofbeldi, niðurlægingu og kúgun. Algengt er að þær átti sig ekki á því að um ofbeldi sé að ræða fyrr en þær eru komnar út úr sambandinu. Afleiðingarnar eru oft langvarandi vandi, lágt sjálfsmat, sjálfsvirðingin lítil og sjálfsmyndin brotin því þarna er grunnurinn lagður að hugmyndum um hvernig fullorðnir einstaklingar byggja upp sambönd. Það virðist sem hugmynd margra sé að í nánu sambandi sé ekki um að ræða kynbundið ofbeldi þar sem um kærasta sé að ræða og að hann megi gera það sem hann vilji. Kærastinn er einnig ekki endilega meðvitaður um að hann sé að beita ofbeldi þar sem hann telur að það sem hann sé að gera sé eðlilegt kynlíf og það er kannski ekki svo skrýtið ef við gefum okkur að frá 12 ára aldri sé nánast eina kynlífs“fræðslan“ sem hann hefur fengið í gegnum klámáhorf. Hvað er til ráða? Við verðum að bregðast við þessum vanda með einhverjum hætti, en hvað er til ráða? Í mínum huga er vel ígrunduð kynfræðsla í grunnskólum sem byrjar snemma sem og opin umræða það sem þarf til. Í dag erum við svo heppin að ungt fólk heldur úti ýmsum instagram síðum, t.d. og Fávitar og Karlmennska þar sem ungt fólk fær tækifæri til að tala opinskátt um sambönd og kynlíf og þeim svarað af hreinskilni og virðingu. Þetta er gríðarlega mikilvægt og gott starf sem þetta flotta fólk sinnir. En við foreldrar þurfum líka að axla ábyrgð í þessum málum og mikilvægur þáttur í því er að kenna snemma virðingu fyrir öðrum, byggja snemma upp traust samband við börnin okkar og ræða við þau um sambönd og kynlíf með opnum huga þegar þau hafa þroska til. Einnig er mikilvægt að vera meðvituð um hvað börnin okkar eru að gera á netinu og taka spjallið við þau um kynlíf ef við sjáum að þau eru að horfa á klám. Þar er t.d. hægt að taka umræðuna um hvað sé eðlilegt kynlíf og hvað ekki. Verum ábyrg, hjálpum unglingunum okkar að vera meðvituð um hvað sé rétt og rangt í nánum samböndum. Við sem samfélag höfum fullt um það að segja. Höfundur er verkefnastjóri og ráðgjafi hjá Aflinu samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi á Norðurlandi. Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Greinin er hluti af sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi. Átakið er alþjóðlegt og var fyrst haldið árið 1991. Markmið þess er að knýja á um afnám alls kynbundins ofbeldis í heiminum.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun