Ævar Annel gaf sig fram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2020 14:26 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti þessar myndir af Ævari Annel Valgarðssyni þegar lýst var eftir honum föstudaginn 20. nóvember. Lögreglan Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar. Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Ævar Annel hafi gefið sig fram. Hann sé nú í haldi lögreglu og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Rannsókn á ofbeldismáli Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Ævari Annel rannsókn lögreglu á máli tæplega þrítugs karlmanns, lærðs bardagaíþróttamanns, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Meðal gagna í málinu er myndband sem bardagamaðurinn birti af sér ráðast á Ævar Annel. Bardagamaðurinn birti myndband á Facebook-síðu sinni sunnudaginn 15. nóvember þar sem það var sýnilegt í vel á annan sólarhring. Bardagamaðurinn var handtekinn ásamt öðrum manni og færður til skýrslutöku en svo sleppt. Myndbandið var fjarlægt í framhaldi af handtöku bardagamannsins. Tveimur dögum síðar, þriðjudaginn 17. nóvember, var bensínsprengju kastað inn í íbúð í fjölbýlishús við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal og kviknaði í. Bardagamaðurinn mun hafa búið í íbúðinni en enginn var á vettvangi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Hratt gekk að slökkva eldinn. Í gæsluvarðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst svo í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að kvöldi fimmtudagsins 19. nóvember sem stóðu fram á nótt. Ráðist var í húsleitir og tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir. Bardagaíþróttamaðurinn er annar þeirra en fréttastofa þekkir ekki deili á hinum. Sá fyrrnefndi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Móðir Ævars Annels sagði í samtali við Vísi í gær að hún vonaði að Ævar Annel gæfi sig fram. Hún vissi að það væri í lagi með hann en ekki hvar hann héldi sig. Lögreglumál Tengdar fréttir Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. 25. nóvember 2020 12:31 Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Ævar Annel Valgarðsson, tvítugur Reykvíkingur sem lögregla hefur leitað síðan á föstudaginn, er kominn í leitirnar. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að Ævar Annel hafi gefið sig fram. Hann sé nú í haldi lögreglu og ekki verði veittar frekari upplýsingar að svo stöddu. Rannsókn á ofbeldismáli Samkvæmt heimildum fréttastofu tengist leitin að Ævari Annel rannsókn lögreglu á máli tæplega þrítugs karlmanns, lærðs bardagaíþróttamanns, sem úrskurðaður var í tveggja vikna gæsluvarðhald á föstudaginn. Meðal gagna í málinu er myndband sem bardagamaðurinn birti af sér ráðast á Ævar Annel. Bardagamaðurinn birti myndband á Facebook-síðu sinni sunnudaginn 15. nóvember þar sem það var sýnilegt í vel á annan sólarhring. Bardagamaðurinn var handtekinn ásamt öðrum manni og færður til skýrslutöku en svo sleppt. Myndbandið var fjarlægt í framhaldi af handtöku bardagamannsins. Tveimur dögum síðar, þriðjudaginn 17. nóvember, var bensínsprengju kastað inn í íbúð í fjölbýlishús við Friggjarbrunn í Úlfarsárdal og kviknaði í. Bardagamaðurinn mun hafa búið í íbúðinni en enginn var á vettvangi þegar lögreglu og slökkvilið bar að garði. Hratt gekk að slökkva eldinn. Í gæsluvarðhaldi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst svo í nokkuð umfangsmiklar aðgerðir að kvöldi fimmtudagsins 19. nóvember sem stóðu fram á nótt. Ráðist var í húsleitir og tveir karlmenn á þrítugsaldri handteknir. Bardagaíþróttamaðurinn er annar þeirra en fréttastofa þekkir ekki deili á hinum. Sá fyrrnefndi var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Móðir Ævars Annels sagði í samtali við Vísi í gær að hún vonaði að Ævar Annel gæfi sig fram. Hún vissi að það væri í lagi með hann en ekki hvar hann héldi sig.
Lögreglumál Tengdar fréttir Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. 25. nóvember 2020 12:31 Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Sjá meira
Móðir Ævars Annels biðlar til fólks að segja frá Leit lögreglu að Ævari Annel Valgarðssyni, tvítugum Reykvíkingi, hefur engan árangur borið. Hans hefur verið leitað síðan á föstudaginn þegar lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum. 25. nóvember 2020 12:31
Árásarmaðurinn úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Maðurinn sem birti myndband af sér á Facebook þar sem hann gengur í skrokk á öðrum manni hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald. 20. nóvember 2020 23:49