Íhuga að kalla hermenn heim frá Sómalíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2020 14:22 Bandarískur hermaður stendur vörð að nóttu til í Sómalíu. AP/Christopher Ruano Bandaríkjamenn íhuga að kalla alla rúmlega 700 hermenn sína frá Sómalíu. Sérfræðingar óttast að mikil óreiða gæti fylgt slíkri ákvörðun. Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins. Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ráðamenn í Bandaríkjunum íhuga nú að kalla nokkur hundruð hermenn ríkisins í Sómalíu heim. Sérfræðingar óttast að nú sé ekki rétti tíminn til þess þar sem Sómalía muni mögulega ganga í gegnum flókna tíma á næstu vikum og mánuðum þar sem kosningabarátta fyrir bæði þing- og forsetakosningar er að hefjast. Þá féll útsendari leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, og fyrrverandi sérsveitarmaður í átökum við vígamenn í Sómalíu á dögunum. New York Times segir óljóst hvort útsendarinn hafi fallið í árás á vígamenn eða í árás vígamanna. Rúmlega 700 bandarískir hermenn eru í Sómalíu og þar taka þeir þátt í aðgerðum gegn vígahópum og hryðjuverkasamtökum og þjálfa heimamenn. Innan veggja varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna er verið að skoða að kalla þá heim áður en Donald Trump lætur af embætti forseta þann 20. janúar. Afríkubandalagið er sömuleiðis byrjað að kalla einhverja af um 19 þúsund hermönnum sínum frá Sómalíu en sérfræðingar efast verulega um að Sómalar hafi burði til að halda einir aftur af öllum þeim sem ógna friði og öryggi í landinu. Auk stríðsherra eru vígamenn al-Shabab, sem tengist al-Qaeda, og Íslamska ríkisins með viðveru í Sómalíu. ISIS-liðar eru taldir tiltölulega fáir en Sameinuðu þjóðirnar áætla, samkvæmt AP fréttaveitunni, að um fimm til tíu þúsund vígamenn tilheyri al-Shabab, sem hafa framið ýmis ódæði á undanförnum árum. Talið er að vígamenn al-Shabab í Sómalíu séu á bilinu fimm til tíu þúsund.AP/Abdi Warsameh Ekki sammála um ógn al-Shabab Sérfræðingar eru ekki einróma um hættuna sem stafar af al-Shabab. Einhverjir telja að samtökin muni aldrei teygja anga sína út fyrir austurhluta Afríku en aðrir óttast að sé ekki staðið í hárinu á þeim gætu þeir orðið álíka umsvifamiklir og Íslamska ríkið og al-Qaeda. New York Times segir frá því að meðlimir samtakanna hafi verið handteknir í Filippseyjum, þar sem þeir voru að læra flug, og vitað sé að einhverjir þeirra hafi reynt að koma höndum yfir flugskeyti sem hönnuð eru til að skjóta niður flugvélar. Aukini umsvif samtakanna hafa leitt til samhliða aukningar umsvifa Bandaríkjanna á svæðinu. Meðal annars felast mikil fjölgun drónaárása í þeirri aukningu. Verði bandarískir hermenn kallaði frá Sómalíu myndi þeim árásum þó ekki vera hætt þar sem þær eru gerðar frá herstöðvum Bandaríkjanna í Kenýa og Djíbútí. Hermenn yrðu ekki kallaðir þaðan samkvæmt þeim vangaveltum sem eru uppi vestanhafs um þessar mundir. Segja brotthvarf koma niður á öryggi Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við segja að brottför Bandaríkjamanna frá Sómalíu myndi koma verulega niður á öryggi þar. Meðal annars er vísað til þess að öryggissveitir landsins hafi batnað til muna á undanförnum árum en þó sé mikil vinna eftir þar. AP vísar þar að auki í skýrslu frá varnarmálaráðuneytinu þar sem fram kemur að áætlun Bandaríkjanna um að gera öryggissveitir Sómalíu sjálfbærar á næsta ári, sé töluvert á eftir áætlun. Sveitirnar séu ekki tilbúnar og geti ekki staðið í hárinu á vígamönnum al-Shabab. Jafnvel með aðstoð Afríkubandalagsins.
Bandaríkin Sómalía Tengdar fréttir Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18 Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Sjá meira
Ellefu manns féllu í árás í Mogadishu Sómalískir hermenn bundu í gærkvöldi enda á umsátur í Mogadishu þar sem vígamenn höfðu tekið stjórn á hóteli. 17. ágúst 2020 08:18
Ráðist á bandaríska herstöð í Kenía Einn bandarískur hermaður og tveir borgaralegir starfsmenn létust í árás á herstöð í Kenía. Tveir til viðbótar særðust í árásinni. 5. janúar 2020 23:15