Segir framtíð landsins hafa gleymst í faraldrinum Birgir Olgeirsson skrifar 25. nóvember 2020 20:31 Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum, og Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Vísir/Arnar Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Miklar áhyggjur eru af brottfalli ungmenna á meðan íþróttastarf er bannað vegna sóttvarna. Framkvæmdastjóri Gerplu segir ungmenni landsins úti í kuldann í þessum faraldri. Börn á leik- og grunnskólaaldri fengu að æfa íþróttir á ný í síðustu viku. Ungmenni á menntaskólaaldri voru ekki svo heppin. Íþróttafélögin óttast varanlegan skaða á þessum aldurshópi. Í Gerplu eru um 2000 iðkendur og eru þar uppi áhyggjur af brottfalli og þunglyndi þeirra sem eru 16 ára og eldri. „Einhvern veginn finnst mér of langt gengið gagnvart þessari kynslóð. Þau eru algjörlega týnd alls staðar. Þau fá ekki að fara í skóla og þau fá ekki að fara í íþróttir og þau mega ekki hittast. Mér finnst þau algjörlega úti í kuldanum. Þetta er viðkvæmur aldur, þetta er framtíð landsins. Ég held að afleiðingarnar af þessu eigi ekki eftir að koma að fullu í ljós fyrr en seinna meir,“ segir Olga Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Gerplu. Afrekshópur Gerplu er aðeins toppurinn á ísjakanum í starfi félagsins. „Við erum með stóran hóp sem er hér út af félagslega þættinum. Hópfimleikar eru hópíþrótt. Þetta er framhald af skólanum þar sem þau hittast. Félagslegi hlutinn af þessu er mjög stór. Við erum að tala um alla okkar iðkendur sextán ára og eldri sem eru í hópfimleikum, áhaldafimleikum, parkour og fimleikar fyrir fatlaða. Þetta eru allt einstaklingar sem eru einangraðir heima hjá sér.“ Það tekur mánuð að vinna upp hverja viku sem ekki má æfa. Þau óttast mjög um efnilega kynslóð. Vel væri hægt að skipuleggja æfingar innan sóttvarnaaðgerða þar sem passað yrði upp á hreinlæti, fjarlægðarmörk og blöndun hópa. „Mín tilfinning er að stelpurnar í mínu liði sem eru á menntaskólaaldri séu í mjög viðkvæmum hópi varðandi brottfall. Þetta er gífurlega mikilvæg kynslóð sem mun verða mjög sterk í íþróttinni ef við höldum henni inni,“ segir Valgerður Sigfinnsdóttir, Evrópumeistari í hópfimleikum. Víða sé æft í löndunum í kring. „Og þetta eru keppinautarnir. Manni finnst maður ekki vera á sama grunni og þau, sem er eitthvað sem er erfitt að horfa upp á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fimleikar Samkomubann á Íslandi Íþróttir barna Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent „Ég er sátt“ Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira