Tekist á um útgöngubann á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 16:58 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mælti fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnalögum í dag. vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, mælti í dag fyrir frumvarpi til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið er afrakstur vinnu starfshóps sem skipaðaður var í haust. Tilgangur breytinganna er að skýra ákvæði laga um opinberrar sóttvarnir, í ljósi þeirrar reynslu sem skapast hefur í tengslum við kórónuveirufaraldurinn sem nú gengur yfir heimsbyggðina. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að heilbrigðisráðherra fái heimild til þess að setja á útgöngubann sé talin þörf á því vegna smithættu í samfélaginu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, vakti einmitt athygli á þessari heimild á Alþingi í dag. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.vísir/Vilhelm „Ég velti fyrir mér hvort jafn íþyngjandi og alvarlegt inngrip inn í frelsi fólks og heimild til þess að setja útgöngubann sé ekki betur geymd þar til eftir að við erum komin úr þessum skafli. Vegna þess að það er ýmislegt sem mér finnst að þurfi að skoða,“ sagði Þórhildur Sunna og bætti við að hún teldi að Alþingi og eftirlitsstofnanir þyrftu að hafa meira eftirlitsvald og vera nokkurs konar neyðarhemill. Svandís hvatti þingið til þess að skoða einmitt þennan þátt frumvarpsins afar vel. „Vegna þess að þetta er mjög viðkvæm heimild.“ Hún sagði heimildina aftur á móti nauðsynlega í neyðartilvikum og að starfshópurinn, sem vann að gerð frumvarpsins, hafi talið rétt að kveða á um hana í lögum. Frumvarpið var ekki sett í samráðsgátt stjórnvalda og vakti Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, athygli á því að frumvarpið hefði ekki verið borið undir sóttvarnaráð. Svandís sagðist hafa talið að rétt að koma málinu sem allra fyrst til Alþingis og að ítarlegri umfjöllun ætti eftir að fara fram á vettvangi velferðarnefndar. Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, gerði jafnframt athugasemd við fyrirhugaða heimild heilbrigðisráðherra til að setja útgöngubann og spurði hvort ekki væri réttara að ráðherra þyrfti að leita samþykkis Alþingis til að gera svo. Svandís fór yfir mögulega aðkomu þingsins og benti á að það væri að lokum alltaf í höndum framkvæmdavaldsins að taka ákvarðanir sem þola enga bið, líkt og um mögulega setningu útgöngubanns, á grundvelli þeirra laga sem þingið hefur samþykkt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira