Arnór leitar að fyrsta Evrópumarkinu frá því á Santiago Bernabéu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 13:01 Arnór Sigurðsson fagnar marki sínu gegn Real Madrid á Santiago Bernabéu fyrir tveimur árum. getty/VI Images Arnór Sigurðsson, leikmaður CSKA Moskvu, hefur ekki skorað í Evrópuleik síðan hann negldi síðasta naglann í kistu Real Madrid fyrir tæpum tveimur árum. Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins. Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira
Íslendingaliðið CSKA Moskva tekur á móti Feyenoord í 4. umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og félagar í CSKA Moskvu hafa ekki farið vel af stað í Evrópudeildinni og eru í neðsta sæti K-riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki. Rússarnir þurfa því nauðsynlega á sigri að halda í kvöld. Arnór skoraði mark CSKA Moskvu í 1-1 jafntefli við Sochi á laugardaginn. CSKA Moskva er með eins stigs forskot á toppi rússnesku úrvalsdeildarinnar. Arnór hefur skorað tvö deildarmörk á tímabilinu en á enn eftir að skora í Evrópudeildinni. Raunar bíður hann eftir sínu fyrsta marki í Evrópukeppni síðan hann skoraði í fræknum 0-3 sigri CSKA Moskvu á Real Madrid á Santiago Bernabéu í Meistaradeild Evrópu 12. desember 2018. Arnór lagði upp fyrsta mark CSKA Moskvu fyrir Fedor Chalov á 37. mínútu og skoraði svo sjálfur þriðja mark rússneska liðsins á 73. mínútu. Hann fékk heiðursskiptingu í uppbótartíma en Hörður Björgvin lék allan leikinn í vörn CSKA Moskvu sem vann báða leikina gegn Real Madrid þetta tímabil, 4-0 samanlagt. Arnór skoraði einnig í 1-2 tapi fyrir Roma í Meistaradeildinni þetta tímabil (2018-19). Honum tókst hins vegar ekki að skora í fimm leikjum í Evrópudeildinni á síðasta tímabili. Skagamaðurinn hefur alls leikið 70 leiki fyrir CSKA Moskvu, skorað þrettán mörk og lagt upp sex. Hann kom til liðsins frá Norrköping í Svíþjóð 2018. CSKA Moskva átti ekki góðu gengi að fagna í Evrópudeildinni á síðasta tímabili og endaði í neðsta sæti H-riðils með fimm stig. x önnur Íslendingalið verða í eldlínunni í Evrópudeildinni í kvöld. Rúnar Alex Rúnarsson gæti fengið tækifæri milli stanganna hjá Arsenal sem sækir Molde heim í B-riðli. Skytturnar eru á toppi riðilsins með níu stig og komnir langleiðina í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. Leikur Molde og Arsenal hefst klukkan 17:55 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Albert Guðmundsson og félagar í AZ Alkmaar fá topplið spænsku úrvalsdeildarinnar, Real Sociedad, í heimsókn í F-riðli. Mikil spenna er í þessum riðli en AZ, Real Sociedad og Napoli eru öll með sex stig. Albert hefur skorað tvö mörk í Evrópudeildinni í vetur. Leikur AZ og Real Sociedad hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá mæta Sverrir Ingi Ingason og félagar í PAOK PSV í Eindhoven í E-riðli klukkan 20:00. PAOK er með fimm stig í 2. sæti riðilsins.
Evrópudeild UEFA Rússneski boltinn Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir Elísabet stýrði Belgum til sigurs KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Íranar fengu enga hjálp frá Infantino og sniðganga HM-dráttinn Damir Muminovic til Grindavíkur Real hafi misst áhugann á slökum Konaté Sjáðu bestu mörkin: Klókur Kanu og eitraður Essien Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Segja þetta ekki sanngjarnt og að þetta yrði bara farsi Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Van Dijk forðaðist fréttamenn eftir leik Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Sjá meira