Hótaði að drepa „þriðja manninn“ eftir árásina á leigusalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2020 15:02 Úr dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Leifur Runólfsson, verjandi Þorláks, er lengst til hægri á mynd og fyrir miðju situr Guðjón Marteinsson, héraðsdómari. Vísir/Stína Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. Hann muni þó eftir því að hafa séð ofsjónir og heyrt raddir áður en hann fór upp í íbúð leigusalans með hníf. Lögreglumenn sem komu á vettvang lýsa því að maðurinn hafi verið í andlegu ójafnvægi og sagst ætla að „drepa þriðju manneskjuna“ þennan daginn. Þorlákur Fannar Albertsson var ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst, að því er virðist að tilefnislausu, á leigusala sinn með hnífi í íbúð hennar við Langholtsveg í júní. Krafist er þriggja milljóna króna miskabóta og skaðabóta vegna árásarinnar. Þorlákur Fannar, sem er á 34. aldursári, á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Konan náði að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Þorlákur leigði af henni íbúð í kjallara í húsinu og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Sagðist aðeins hafa beitt hnífnum flötum Aðalmeðferð í málinu hófst í litlum dómsal í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. Þorlákur gaf skýrslu frá fangelsinu að Litla-Hrauni í gegnum fjarfundarbúnað. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp. Þorlákur hafði áður neitað sök við þingfestingu málsins og hélt því til streitu við aðalmeðferðina í dag. Hann kvaðst muna sáralítið eftir atburðarásinni og lýsti því að hann hefði verið í geðrofi umræddan morgun í júní. Þorlákur lýsti þó því litla sem hann sagðist muna við aðalmeðferðina. Hann sagðist muna eftir því að hafa tekið hníf og slegið honum flötum í hönd leigusalans. Hann hefði þá áttað sig á því hvað hann væri að gera, fundist það óþægilegt og hætt. „Ég vildi alls ekki meiða hana, fannst þetta mjög óþægilegt,“ sagði hann. Réttarlæknir sagði þó við aðalmeðferðina að hluti af þeim áverkum sem konan hlaut við árásina kæmi ekki heim og saman við framburð Þorláks um að hann hefði aðeins beitt flötum hluta hnífsins, ekki egginni. Fyrir utan þetta sagðist Þorlákur eiginlega ekkert muna meira, hann hefði verið í geðrofi þennan morguninn. Hann mundi ekki hvaða erindi hann hefði átt í íbúðina og sagðist hvorki hafa reynt að drepa konuna né tilkynnt fyrirætlanir sínar þess efnis. Honum hefði liðið eins og hann væri í geimskipi og séð mikið af ímynduðum táknum úti um allt. Hann hefði svo rankað við sér í fangelsi og hefði verið í nokkurn tíma að átta sig á því hvar hann væri staddur. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/vilhelm Lýsti mikilli iðrun Þá áréttaði hann að hann þekkti konuna varla neitt og mundi ekki hvað hann hefði verið að gera heima hjá sér um morguninn áður en hann fór upp til konunnar. Inntur eftir því af hverju hann hefði farið upp sagðist hann hafa verið í einhverju geðrofi og fengið ofskynjanir; heyrt raddir og séð fólk skríða um í kringum húsið. Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara bar jafnframt undir Þorlák framburð hans í skýrslutöku hjá lögreglu; þar hefði hann sagt að hann hefði heyrt raddir sem hefðu sagst ætla að drepa hann. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir því en sagðist þó ráma í að raddirnar hefðu talað illa til hans og ætlað að gera honum illt. Þorlákur kvaðst þó iðrast mjög mikið og sagði að sér þætti þetta mjög leiðinlegt. Hann hefði ekkert átt sökótt við konuna og skildi raunar ekkert í þessu. Hann hefði átt við langvarandi andleg veikindi að stríða og ekki löngu fyrir árásina verið nauðungarvistaður á geðdeild. Maðurinn kvaðst nú vera í lyfjameðferð við veikindum sínum, sem gengi vel og slokknað hefði á ranghugmyndunum. Hótaði að drepa „þriðja manninn“ Lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang á Langholtsvegi umræddan morgun í júní sagði fyrir dómi að hann hefði heyrt hávaða í kjallara hússins og að Þorlákur hefði komið þar fram með hnífinn. Hann hefði verið í „mjög skrýtnu ástandi“ og sagt að lögregla þyrfti að fara; annars myndi hann „drepa þriðju manneskjuna í dag“. Þá hefði honum verið tíðrætt um tvö börn og sagt að einhverjir væru á eftir honum. Eftir að sérsveitarmenn yfirbuguðu Þorlák með táragasi og svokallaðri boltabyssu hafi hann verið settur í handjárn. Annar lögreglumaður lýsti ástandi Þorláks á svipaðan máta; hann hefði hótað að drepa þriðja manninn þennan dag, verið æstur og ör. Þá hefði fyrst verið grunur um að hann væri með einhvern í íbúðinni hjá sér og hefði hótað að drepa hann en svo reyndist ekki vera. Amfetamínneysla líklega orsök geðrofsins Geðlæknir sem framkvæmdi geðrannsókn á Þorláki í júlí gaf einnig skýrslu við aðalmeðferðina í dag. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og fyrir lægi að hann hefði notað fíkniefni um langt skeið, kókaín og amfetamín. Amfetamín hefði til að mynda mælst mjög mikið í blóði hans nokkrum klukkutímum eftir árásina. Læknirinn mat það svo að Þorlákur hefði verið í geðrofi, sem væri að öllum líkindum framkallað af fíkniefnaneyslu. Þá passaði minnisleysið sem Þorlákur bar fyrir sig vel við slíkt geðrofsástand. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið „stjórnlítinn“ í ástandinu en taldi ekki að hann hefði skipulagt að ráðast á konuna. Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Talin hætta á áframhaldandi brotastarfsemi mannsins Karlmaður á fertugsaldri sem veitti konu áverka með hníf á heimili hennar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 16. júní 2020 15:19 Réðst á leigusala sinn að tilefnislausu Alvarleg líkamsárás sem gerð var í gærmorgun í Reykjavík var tilefnislaus áras af hendi nágranna, sem jafnframt var leigjandi þolandans, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. júní 2020 11:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Karlmaður sem ákærður er fyrir að hafa ráðist á leigusala sinn í júní síðastliðnum ber því fyrir sig að hafa verið í geðrofi morguninn sem árásin var framin og muni því varla neitt af atburðarásinni. Hann muni þó eftir því að hafa séð ofsjónir og heyrt raddir áður en hann fór upp í íbúð leigusalans með hníf. Lögreglumenn sem komu á vettvang lýsa því að maðurinn hafi verið í andlegu ójafnvægi og sagst ætla að „drepa þriðju manneskjuna“ þennan daginn. Þorlákur Fannar Albertsson var ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst, að því er virðist að tilefnislausu, á leigusala sinn með hnífi í íbúð hennar við Langholtsveg í júní. Krafist er þriggja milljóna króna miskabóta og skaðabóta vegna árásarinnar. Þorlákur Fannar, sem er á 34. aldursári, á að baki þónokkurn brotaferil og meðal annars fengið átta og sex mánaða fangelsisdóma. Flestir hafa tengst fíkniefnamálum auk þess sem hann hefur verið dæmdur fyrir líkamsárásir. Konan náði að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Þorlákur leigði af henni íbúð í kjallara í húsinu og hafði aðeins verið þar í um tvær vikur áður en árásin var gerð. Sagðist aðeins hafa beitt hnífnum flötum Aðalmeðferð í málinu hófst í litlum dómsal í kjallara Héraðsdóms Reykjavíkur í morgun. Þorlákur gaf skýrslu frá fangelsinu að Litla-Hrauni í gegnum fjarfundarbúnað. Hann hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því málið kom upp. Þorlákur hafði áður neitað sök við þingfestingu málsins og hélt því til streitu við aðalmeðferðina í dag. Hann kvaðst muna sáralítið eftir atburðarásinni og lýsti því að hann hefði verið í geðrofi umræddan morgun í júní. Þorlákur lýsti þó því litla sem hann sagðist muna við aðalmeðferðina. Hann sagðist muna eftir því að hafa tekið hníf og slegið honum flötum í hönd leigusalans. Hann hefði þá áttað sig á því hvað hann væri að gera, fundist það óþægilegt og hætt. „Ég vildi alls ekki meiða hana, fannst þetta mjög óþægilegt,“ sagði hann. Réttarlæknir sagði þó við aðalmeðferðina að hluti af þeim áverkum sem konan hlaut við árásina kæmi ekki heim og saman við framburð Þorláks um að hann hefði aðeins beitt flötum hluta hnífsins, ekki egginni. Fyrir utan þetta sagðist Þorlákur eiginlega ekkert muna meira, hann hefði verið í geðrofi þennan morguninn. Hann mundi ekki hvaða erindi hann hefði átt í íbúðina og sagðist hvorki hafa reynt að drepa konuna né tilkynnt fyrirætlanir sínar þess efnis. Honum hefði liðið eins og hann væri í geimskipi og séð mikið af ímynduðum táknum úti um allt. Hann hefði svo rankað við sér í fangelsi og hefði verið í nokkurn tíma að átta sig á því hvar hann væri staddur. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/vilhelm Lýsti mikilli iðrun Þá áréttaði hann að hann þekkti konuna varla neitt og mundi ekki hvað hann hefði verið að gera heima hjá sér um morguninn áður en hann fór upp til konunnar. Inntur eftir því af hverju hann hefði farið upp sagðist hann hafa verið í einhverju geðrofi og fengið ofskynjanir; heyrt raddir og séð fólk skríða um í kringum húsið. Anna Barbara Andradóttir saksóknari hjá Embætti héraðssaksóknara bar jafnframt undir Þorlák framburð hans í skýrslutöku hjá lögreglu; þar hefði hann sagt að hann hefði heyrt raddir sem hefðu sagst ætla að drepa hann. Hann kvaðst ekki muna nákvæmlega eftir því en sagðist þó ráma í að raddirnar hefðu talað illa til hans og ætlað að gera honum illt. Þorlákur kvaðst þó iðrast mjög mikið og sagði að sér þætti þetta mjög leiðinlegt. Hann hefði ekkert átt sökótt við konuna og skildi raunar ekkert í þessu. Hann hefði átt við langvarandi andleg veikindi að stríða og ekki löngu fyrir árásina verið nauðungarvistaður á geðdeild. Maðurinn kvaðst nú vera í lyfjameðferð við veikindum sínum, sem gengi vel og slokknað hefði á ranghugmyndunum. Hótaði að drepa „þriðja manninn“ Lögreglumaður sem kom fyrstur á vettvang á Langholtsvegi umræddan morgun í júní sagði fyrir dómi að hann hefði heyrt hávaða í kjallara hússins og að Þorlákur hefði komið þar fram með hnífinn. Hann hefði verið í „mjög skrýtnu ástandi“ og sagt að lögregla þyrfti að fara; annars myndi hann „drepa þriðju manneskjuna í dag“. Þá hefði honum verið tíðrætt um tvö börn og sagt að einhverjir væru á eftir honum. Eftir að sérsveitarmenn yfirbuguðu Þorlák með táragasi og svokallaðri boltabyssu hafi hann verið settur í handjárn. Annar lögreglumaður lýsti ástandi Þorláks á svipaðan máta; hann hefði hótað að drepa þriðja manninn þennan dag, verið æstur og ör. Þá hefði fyrst verið grunur um að hann væri með einhvern í íbúðinni hjá sér og hefði hótað að drepa hann en svo reyndist ekki vera. Amfetamínneysla líklega orsök geðrofsins Geðlæknir sem framkvæmdi geðrannsókn á Þorláki í júlí gaf einnig skýrslu við aðalmeðferðina í dag. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið haldinn miklum ranghugmyndum og fyrir lægi að hann hefði notað fíkniefni um langt skeið, kókaín og amfetamín. Amfetamín hefði til að mynda mælst mjög mikið í blóði hans nokkrum klukkutímum eftir árásina. Læknirinn mat það svo að Þorlákur hefði verið í geðrofi, sem væri að öllum líkindum framkallað af fíkniefnaneyslu. Þá passaði minnisleysið sem Þorlákur bar fyrir sig vel við slíkt geðrofsástand. Læknirinn sagði Þorlák hafa verið „stjórnlítinn“ í ástandinu en taldi ekki að hann hefði skipulagt að ráðast á konuna.
Dómsmál Reykjavík Ráðist á leigusala á Langholtsvegi Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Talin hætta á áframhaldandi brotastarfsemi mannsins Karlmaður á fertugsaldri sem veitti konu áverka með hníf á heimili hennar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 16. júní 2020 15:19 Réðst á leigusala sinn að tilefnislausu Alvarleg líkamsárás sem gerð var í gærmorgun í Reykjavík var tilefnislaus áras af hendi nágranna, sem jafnframt var leigjandi þolandans, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. júní 2020 11:52 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30
Talin hætta á áframhaldandi brotastarfsemi mannsins Karlmaður á fertugsaldri sem veitti konu áverka með hníf á heimili hennar í gær hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. 16. júní 2020 15:19
Réðst á leigusala sinn að tilefnislausu Alvarleg líkamsárás sem gerð var í gærmorgun í Reykjavík var tilefnislaus áras af hendi nágranna, sem jafnframt var leigjandi þolandans, samkvæmt heimildum fréttastofu. 16. júní 2020 11:52