Hafís við Síberíu mánuði á eftir áætlun eftir mikla sumarhita Kjartan Kjartansson skrifar 25. nóvember 2020 09:00 Ísjaki í Laptev-hafi norður af Síberíu. Íslaust var þar fram í blálok október. Það hefur ekki gerst áður frá því að gervihnettir byrjuðu að mæla útbreiðslu hafíss á 8. áratug síðustu aldar. Vísir/Getty Aldrei áður hefur Norður-Íshafið við strendur Síberíu lagt eins seint og í haust frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir meira en fjörutíu árum. Íslenskur veðurfræðingur rekur ísleysið til mikilla sumarhita og bráðnunar íss við Síberíu í sumar. Laptev-haf norðan við Síberíu var íslaust fram í blálok október, um mánuði lengur inn í haustið en í vanalegu árferði. Það lagði ekki endanlega fyrr en um miðjan nóvember. Hafsvæðinu hefur í gegnum tíðina verið líkt við hafísverksmiðju þar sem ís myndast við strendur Laptev-hafs og rekur vestur undan vindi. Ísleysið kemur í kjölfar óvanalegra hlýinda í bæði vestan- og austanverðri Síberíu í sumar og síðasta vetur. Hitinn náði tæpum 38°C í borginni Verkhoyansk í fyrsta skipti frá því að veðurmælingar hófust. Hafís bráðnaði óvenjusnemma síðasta vor vegna hlýindanna sem gerði sjónum kleift að drekka í sig meiri varma. Snævi þakinn hafís endurvarpar nær öllu sólarljósi sem fellur á hann og kælir þannig yfirborð jarðar. Hafið undir ísnum er eitt dekksta náttúrulega efni sem til er og gleypir við orku sólargeislanna. Sjávarhiti í Laptev-hafi var þannig um fimm gráðum yfir meðaltali á tímabili. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir ísleysið í haust ekki óeðlilegt miðað við hlýindin, hversu snemma hafísinn hvarf í sumar og hvað sólin náði að hita yfirborð sjávar mikið upp. „Það var varmi til staðar sem hafið þurfti að gefa frá sér áður en það gat lagt,“ segir Einar við Vísi. After a record-breaking melt season, #Arctic sea ice is now covering nearly all of the Laptev Sea ahead of the coming winter. Data from @NSIDC. pic.twitter.com/CTDyxdEo6C— Zack Labe (@ZLabe) November 15, 2020 Meira eins og stöðuvatn en eiginlegt íshaf Einar segir fróðlegt að sjá hvaða áhrif ísleysið í lok hausts og byrjun vetrar í ár hefur á þykkt hafíssins við lok vetrar og hversu hratt hann bráðnar næsta sumar. Svonefndur fjölær hafís, eldri og þykkari ís sem sumarvarminn nær ekki að bræða, hefur átt undir högg að sækja með hnattrænni hlýnun af völdum manna sem er talin eiga sér stað um tvöfalt hraðar á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni. Fjölæri hafísinn á norðurskautinu hefur dregist saman um tæpan helming á undanförnum fjörutíu árum samkvæmt tölum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna (NSIDC). Á grundvelli þess hafa vísindamenn lengi spáð því að Norður-Íshafið verði íslaust yfir sumarmánuðina á næstu árum. Undanfarin ár segir Einar að fjölæri hafísinn hafi að mestu leyti verið norður af Grænlandi vestur að kanadísku eyjunum þar sem ís er allra jafna þykkari og meira af fjölvetrungi. Ís á norsku og rússnesku hafsvæði hafi aftur á móti bráðnað nær allur að sumri. „Þetta líkist meira orðið hvernig stöðuvötn haga sér heldur en eiginlegt íshaf,“ segir hann. Áður fyrr hafi jakar íss verið eftir og vakir á milli en nú séu heilu og hálfu hafsvæðin íslaus. Einar bendir á að þessi þróun sé ekki línuleg og komið geti vetur þar sem ís hættir að hörfa og eykst jafnvel að umfangi næsta áratuginn þó að til lengri tíma verði sífellt minna af gömlum og þykkum hafís. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hafísinn skroppið saman um fjörutíufalda stærð Íslands Breytingarnar á norðurskautinu með hnattrænni hlýnun hafa verið stórstígar undanfarin ár og áratugi. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, vakti athygli á því í Facebook-færslu á dögunum að útbreiðsla hafíss í september séu nú um fjórum milljón ferkílómetrum minni en hún var seint á síðustu öld. Það erum fjörutíufalt flatarmál Íslands. Ísinn er ekki aðeins minni að flatarmáli heldur hefur þykkt hans einnig rýrnað. Þannig hefur rúmmál hafíssins á norðurskautinu minnkað um 3.000 rúmkílómetra á áratug sem er sambærilegt við rúmmál Vatnajökuls samkvæmt útreikningum Halldórs. Ný rannsókn bendir til þess að það sé ekki aðeins hlýnun lofthjúpsins sem stuðlar að hopi hafíssins á norðurskautinu heldur einnig innstreymi hlýs sjávar suður úr Atlantshafinu eftir árið 2001. Talið er að veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem flytur hlýjan og saltan sjó norður á bóginn, flytji nú meiri varma norður í haf en áður og sé ábyrg fyrir stórum hluta þeirra loftslagsbreytinga sem hafa sést í norðurhöfum frá því seint á 10. áratug síðustu aldar. Vanalega sekkur hlýi sjórinn þegar hann kemur á norðurskautið vegna þess að hann er saltari og þéttari en sá kaldi. Hafís nær þannig að myndast ofan á kaldari yfirborðssjónum. Nú nær hafstraumurinn hins vegar að verma efsta lag sjávarins og tefja ísmyndun og hraða á bráðnun. „Nú gengur á ísinn bæði ofan frá vegna hlýnunar andrúmsloftsins og neðan frá með hlýnandi sjó. Þetta er sannarlega tvöfalt álag,“ skrifaði Mark Serreze, forstöðumaður NSIDC, í grein í haust. Lágmarksútbreiðsla hafíssins í lok sumars í ár var sú önnur minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust seint á áttunda áratug síðustu aldar. Undanfarin fjórtán ár eru þau fjórtán ár með minnsta lágmarksútbreiðslu íssins í mælingasögunni. Norðurslóðir Loftslagsmál Rússland Hamfarahlýnun Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira
Aldrei áður hefur Norður-Íshafið við strendur Síberíu lagt eins seint og í haust frá því að gervihnattamælingar hófust fyrir meira en fjörutíu árum. Íslenskur veðurfræðingur rekur ísleysið til mikilla sumarhita og bráðnunar íss við Síberíu í sumar. Laptev-haf norðan við Síberíu var íslaust fram í blálok október, um mánuði lengur inn í haustið en í vanalegu árferði. Það lagði ekki endanlega fyrr en um miðjan nóvember. Hafsvæðinu hefur í gegnum tíðina verið líkt við hafísverksmiðju þar sem ís myndast við strendur Laptev-hafs og rekur vestur undan vindi. Ísleysið kemur í kjölfar óvanalegra hlýinda í bæði vestan- og austanverðri Síberíu í sumar og síðasta vetur. Hitinn náði tæpum 38°C í borginni Verkhoyansk í fyrsta skipti frá því að veðurmælingar hófust. Hafís bráðnaði óvenjusnemma síðasta vor vegna hlýindanna sem gerði sjónum kleift að drekka í sig meiri varma. Snævi þakinn hafís endurvarpar nær öllu sólarljósi sem fellur á hann og kælir þannig yfirborð jarðar. Hafið undir ísnum er eitt dekksta náttúrulega efni sem til er og gleypir við orku sólargeislanna. Sjávarhiti í Laptev-hafi var þannig um fimm gráðum yfir meðaltali á tímabili. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, segir ísleysið í haust ekki óeðlilegt miðað við hlýindin, hversu snemma hafísinn hvarf í sumar og hvað sólin náði að hita yfirborð sjávar mikið upp. „Það var varmi til staðar sem hafið þurfti að gefa frá sér áður en það gat lagt,“ segir Einar við Vísi. After a record-breaking melt season, #Arctic sea ice is now covering nearly all of the Laptev Sea ahead of the coming winter. Data from @NSIDC. pic.twitter.com/CTDyxdEo6C— Zack Labe (@ZLabe) November 15, 2020 Meira eins og stöðuvatn en eiginlegt íshaf Einar segir fróðlegt að sjá hvaða áhrif ísleysið í lok hausts og byrjun vetrar í ár hefur á þykkt hafíssins við lok vetrar og hversu hratt hann bráðnar næsta sumar. Svonefndur fjölær hafís, eldri og þykkari ís sem sumarvarminn nær ekki að bræða, hefur átt undir högg að sækja með hnattrænni hlýnun af völdum manna sem er talin eiga sér stað um tvöfalt hraðar á norðurskautinu en annars staðar á jörðinni. Fjölæri hafísinn á norðurskautinu hefur dregist saman um tæpan helming á undanförnum fjörutíu árum samkvæmt tölum Snjó- og ísgagnamiðstöðvar Bandaríkjanna (NSIDC). Á grundvelli þess hafa vísindamenn lengi spáð því að Norður-Íshafið verði íslaust yfir sumarmánuðina á næstu árum. Undanfarin ár segir Einar að fjölæri hafísinn hafi að mestu leyti verið norður af Grænlandi vestur að kanadísku eyjunum þar sem ís er allra jafna þykkari og meira af fjölvetrungi. Ís á norsku og rússnesku hafsvæði hafi aftur á móti bráðnað nær allur að sumri. „Þetta líkist meira orðið hvernig stöðuvötn haga sér heldur en eiginlegt íshaf,“ segir hann. Áður fyrr hafi jakar íss verið eftir og vakir á milli en nú séu heilu og hálfu hafsvæðin íslaus. Einar bendir á að þessi þróun sé ekki línuleg og komið geti vetur þar sem ís hættir að hörfa og eykst jafnvel að umfangi næsta áratuginn þó að til lengri tíma verði sífellt minna af gömlum og þykkum hafís. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur. Hafísinn skroppið saman um fjörutíufalda stærð Íslands Breytingarnar á norðurskautinu með hnattrænni hlýnun hafa verið stórstígar undanfarin ár og áratugi. Halldór Björnsson, loftslagsfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, vakti athygli á því í Facebook-færslu á dögunum að útbreiðsla hafíss í september séu nú um fjórum milljón ferkílómetrum minni en hún var seint á síðustu öld. Það erum fjörutíufalt flatarmál Íslands. Ísinn er ekki aðeins minni að flatarmáli heldur hefur þykkt hans einnig rýrnað. Þannig hefur rúmmál hafíssins á norðurskautinu minnkað um 3.000 rúmkílómetra á áratug sem er sambærilegt við rúmmál Vatnajökuls samkvæmt útreikningum Halldórs. Ný rannsókn bendir til þess að það sé ekki aðeins hlýnun lofthjúpsins sem stuðlar að hopi hafíssins á norðurskautinu heldur einnig innstreymi hlýs sjávar suður úr Atlantshafinu eftir árið 2001. Talið er að veltihringrás Atlantshafsins (AMOC), sem flytur hlýjan og saltan sjó norður á bóginn, flytji nú meiri varma norður í haf en áður og sé ábyrg fyrir stórum hluta þeirra loftslagsbreytinga sem hafa sést í norðurhöfum frá því seint á 10. áratug síðustu aldar. Vanalega sekkur hlýi sjórinn þegar hann kemur á norðurskautið vegna þess að hann er saltari og þéttari en sá kaldi. Hafís nær þannig að myndast ofan á kaldari yfirborðssjónum. Nú nær hafstraumurinn hins vegar að verma efsta lag sjávarins og tefja ísmyndun og hraða á bráðnun. „Nú gengur á ísinn bæði ofan frá vegna hlýnunar andrúmsloftsins og neðan frá með hlýnandi sjó. Þetta er sannarlega tvöfalt álag,“ skrifaði Mark Serreze, forstöðumaður NSIDC, í grein í haust. Lágmarksútbreiðsla hafíssins í lok sumars í ár var sú önnur minnsta frá því að gervihnattamælingar hófust seint á áttunda áratug síðustu aldar. Undanfarin fjórtán ár eru þau fjórtán ár með minnsta lágmarksútbreiðslu íssins í mælingasögunni.
Norðurslóðir Loftslagsmál Rússland Hamfarahlýnun Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Fleiri fréttir Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjá meira