Eiga eftir að ræða hvort orðið verði við ósk Brynjars Kristín Ólafsdóttir og Heimir Már Pétursson skrifa 24. nóvember 2020 14:14 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að þingflokkur Sjálfstæðisflokksins eigi eftir að ræða hvort skipað verði í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í stað Brynjars Níelssonar, þingmanns flokksins, sem óskað hefur eftir að hætta í nefndinni. Ráðherra segir það jafnframt hárrétt að óvenjulegt sé að þingmaður vilji hætta í nefnd af þeim ástæðum sem Brynjar vísar til. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd og teldi starf hennar sjónarspil og pólitískan leik. Hann hefur ekki mætt á fundi nefndarinnar í rúman mánuð og kvað fjarveruna eiga sér langan aðdraganda. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ sagði Brynjar í samtali við fréttastofu í dag. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, var inntur eftir viðbrögðum við málinu eftir ríkisstjórnarfund í dag. Bjarni hló við og kvað hárrétt að það væri óvenjulegt að þingmaður vildi hætta í nefnd af þessum ástæðum. „En hann verður auðvitað að tala fyrir sjálfan sig í því. Við getum hlustað eftir því í þingflokknum hvernig við mönnum nefndir,“ sagði Bjarni. „Mér finnst þetta vera í framhaldi af því að það hefur verið ágreiningur um það hvernig einstaka nefndum hefur verið stýrt og hvaða áherslur eru þar ofan á.“ Gengið upp og ofan Hann benti á að á þingi væri annars vegar stjórnarmeirihluti og hins vegar væri forystu í nefndum þingsins deilt niður eftir þingstyrk. „Það hefur gengið upp að ofan í því, skulum við bara segja.“ Heldurðu að þingflokkurinn láti þetta eftir honum [Brynjari], að skipa einhvern annan í nefndina fyrir hann? „Ja, við eigum eftir að ræða það,“ sagði Bjarni. Brynjar sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann hefði óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni, raunverulega „gert kröfu um það“. Það hefði ekki borið árangur enn þá enda flókið að skipta út nefndarmanni.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira