Brynjar ákvað fyrir löngu að hætta að mæta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. nóvember 2020 12:22 Brynjar Níelsson hefur óskað eftir því að fá að hætta í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður og fulltrúi Sjálstæðisflokksins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur ekki mætt á nefndarfundi í rúman mánuð. Hann hefur óskað eftir því að fá að hætta í nefndinni og telur starf hennar vera sjónarspil og pólitískan leik. Brynjar mætti síðast á fund nefndarinnar 19. október samkvæmt fundargerðum. Hefur hann ekki mætt á tíu fundi sem haldnir hafa verið frá þeim tíma. Hann segir fjarveruna eiga sér langan aðdraganda og að hann hafi gert athugasemdir við nefndarstörfin. „Ég hef einfaldlega bara sagt að ég er ekki til í að taka þátt í því sem ég kalla leikþætti og sýndarmennsku í nefndinni,“ segir Brynjar. Dæmin séu fjölmörg. „Ég hef litið á það sem dæmigerða sýndarmennsku þegar þrír nefndarmenn óskuðu eftir því að fá að ræða sérstaklega vanhæfi sjávarútvegsráðherra. Um vanhæfi gilda bara ákveðnar reglur. Þetta hefur ekkert með nefndina að gera.“ Hann nefnir einnig umfjöllun um aðgerðir lögreglu í mótmælum hælisleitenda á Austurvelli í fyrra. „Allt er þetta í mínum huga bara sjónarspil og pólitískir leikir,“ segir Brynjar. Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/Vilhelm Samfylking og Píratar hafa gegnt formennsku í nefndinni á þessu kjörtímabili. Fyrst Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, og síðan Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata. Í sumar tók Jón Þór Ólafsson þingmaður Pírata við formennsku. Brynjar segir þingmenn úr röðum Pírata, Samfylkingar og Viðreisnar í nefndinni stunda það að taka upp málin sem hann kallar sýndarmennsku. Hann telur að skoða þurfi umgjörð nefndarstarfsins. „Það eru alltaf sömu þrír aðilanir í þessu og eru að taka upp mál með þessum hætti. Þetta er mikilvæg nefnd og þegar menn eru farnir að nota hana eingöngu í pólitískum upphlaupum eru þeir bara að eyðileggja hana. Það hefur tekist mjög vel á þessu kjörtímabili. Menn sjá sér einhver tækifæri í þessari nefnd til að koma höggi á pólitíska andstæðinga.“ Kristján Þór Júlíusson þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Brynjar telur málið dæmi um pólitískan sýndarleik.vísir/VIlhelm Hann segist hafa óskað eftir því við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins að fá að hætta í nefndinni. „Og hef raunverulega gert kröfu um það en það hefur ekki borið árangur ennþá. Það er flókið að skipta út nefndarmanni.“ Á síðustu fundum hefur ítrekað verið fjallað um valdheimildir sóttvarnalæknis og heilbrigðisráðherra og hafa ýmsir sérfræðingar verið kallaðir fyrir nefnd. Brynjar hefur verið gagnrýninn á aðgerðir stjórnvalda í opinberi umræðu. Hefurðu ekki viljað taka þátt í því starfi verandi efins um aðgerðirnar? „Nei, þessi afstaða mín hefur ekki neitt með það mál að gera og þessi ákvörðun er tekin löngu áður en það kom upp.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Sjá meira