Hversdagsleikinn, ömurlega veðrið og þunglyndið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 15:31 Frá tökum á myndbandinu. Mynd/Þórsteinn Sigurðsson Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið. Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira
Nú þegar vetur skellur á hér á norðurhveli jarðar gefur Jón Þór Birgisson, betur þekttur sem Jónsi, út nýtt myndband fyrir lagið Sumarið sem aldrei kom af nýju plötu sinni Shiver, sem kom nýlega út á vegum Krunk útgáfunnar. Myndbandinu er leikstýrt af Frosta Jóni Runólfssyni og lýsir Jónsi tilurð þess svona. „Ég bað Frosta vin minn um að gera myndband um Ísland, en ekki með fallegu náttúrunni og umhverfinu. Meira svona svipmyndir af hversdagsleikanum, ömurlega veðrinu og þunglyndinu. Ég man þegar ég hringdi heim einn sumardaginn og talaði við systur mína. Hún var að kvarta yfir veðrinu, að það væri bara stanslaus rigning og kuldi. Það var vor og síðan haust og sumarið kom aldrei. Íslendingar lifa fyrir sólarglætuna og birtuna og þegar það gerist ekki þá er það virkilega erfitt. Þetta er erfiður staður að vera á en líka besti staðurinn,“ segir Jónsi og heldur áfram. Jónsi og félagar í Sigur Rós á tónleikum í Laugardalshöllinni.fréttablaðið/valli „Þessir öfgar á milli ljós og myrkurs og allt þar á milli. Þetta myndband er líka tileinkað minningu Ólafs Kristjánssonar (veðurmannsins) sem kemur fyrir í því en hann lést stuttu síðar. Hvíl í friði.“ Shiver inniheldur 11 ný lög, þar á meðal Salt Licorice þar sem poppstjarnan Robyn syngur með honum, Exhale og Cannibal, sem hann gerði í samstarfi við Liz Fraser úr hljómsveitinni Cocteau Twins. Jónsi hefur frá upphafi ferils síns skapað sér nafn með mikilfenglegum tónsmíðum sem kafa djúpt ofan í mannlega vitund og kanna samband okkar við náttúruna. Með Sigur Rós tókst honum að umbreyta harðneskjulegu landslagi Íslands yfir í tónlist sem er bæði tær, lífræn og ósnortin af nútímanum, þó svo að hún lifi þar góðu lífi. Upptökustjórn Cook er á hinum enda litrófsins, hljóðheimur hans getur verið vélrænn, stundum harkalegur og afar tilraunakenndur. Samstarf þeirra gæti því komið einhverjum á óvart, en afraksturinn er fallegur og dáleiðandi rödd Jónsa ferðast á nýjar og ókunnugar slóðir í Shiver. Hér að neðan má sjá myndbandið.
Tónlist Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Fleiri fréttir Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Sjá meira