Jóhann Berg sá sjötti sem nær hundrað leikjum í ensku úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2020 23:00 Jóhann Berg í leik gegn Arsenal á síðasta ári. Visionhaus/Getty Images Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley er liðið lagði Crystal Palace að velli 1-0 á heimavelli sínum, Turf Moor, í kvöld. Var það hans 100. deildarleikur fyrir félagið en hann gekk í raðir Burnley sumarið 2016. Þar áður hafði hann leikið með Charlton Athletic í ensku B-deildinni. Jóhann Berg hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin misseri. Hann virðist þó vera kominn á gott ról nú og var í byrjunarliði Burnley í kvöld. Eftir vistaskiptin sumarið 2016 þá tók það Jóhann nokkra leiki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði félagsins. Kom hann inn af bekknum gegn Swansea City, Liverpool og Chelsea áður en hann var í byrjunarliði gegn Hull City. Þann 26. september 2016 lék Jóhann sinn fyrsta leik frá upphafi til enda í ensku úrvalsdeildinni. Þá vann Burnley 2-0 sigur á Watford. Hans fyrsta mark sem og fyrsta stoðsendingin kom í 3-2 sigri á Crystal Palace þann 5. nóvember sama ár. 100 | Johann Berg Gudmundsson makes his 100th Premier League appearance tonight. pic.twitter.com/h89yOCRArK— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 23, 2020 Leikurinn gegn Palace í kvöld var svo 100. leikur Jóhanns í deild þeirra bestu á Englandi. Þar með er hann sjötti Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hermann Hreiðarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson eru hinir Íslendingarnir sem hafa náð þeim áfanga. Alls hefur Jóhann Berg skorað sjö mörk og lagt upp 17 í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley er liðið lagði Crystal Palace að velli 1-0 á heimavelli sínum, Turf Moor, í kvöld. Var það hans 100. deildarleikur fyrir félagið en hann gekk í raðir Burnley sumarið 2016. Þar áður hafði hann leikið með Charlton Athletic í ensku B-deildinni. Jóhann Berg hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin misseri. Hann virðist þó vera kominn á gott ról nú og var í byrjunarliði Burnley í kvöld. Eftir vistaskiptin sumarið 2016 þá tók það Jóhann nokkra leiki að vinna sér inn sæti í byrjunarliði félagsins. Kom hann inn af bekknum gegn Swansea City, Liverpool og Chelsea áður en hann var í byrjunarliði gegn Hull City. Þann 26. september 2016 lék Jóhann sinn fyrsta leik frá upphafi til enda í ensku úrvalsdeildinni. Þá vann Burnley 2-0 sigur á Watford. Hans fyrsta mark sem og fyrsta stoðsendingin kom í 3-2 sigri á Crystal Palace þann 5. nóvember sama ár. 100 | Johann Berg Gudmundsson makes his 100th Premier League appearance tonight. pic.twitter.com/h89yOCRArK— Burnley FC (@BurnleyOfficial) November 23, 2020 Leikurinn gegn Palace í kvöld var svo 100. leikur Jóhanns í deild þeirra bestu á Englandi. Þar með er hann sjötti Íslendingurinn sem nær þeim áfanga. Hermann Hreiðarsson, Gylfi Þór Sigurðsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson eru hinir Íslendingarnir sem hafa náð þeim áfanga. Alls hefur Jóhann Berg skorað sjö mörk og lagt upp 17 í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira