Vill starfandi verkalýðsforingja á þing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 20:00 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Arnar Halldórsson Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira