Vill starfandi verkalýðsforingja á þing Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 20:00 Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands. vísir/Arnar Halldórsson Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Koma þarf starfandi verkalýðsforingjum inn á þing að mati formanns framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Flokkurinn hyggst bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu kosningum. Samkvæmt síðustu könnun MMR mælist Sósíalistaflokkurinn með fjögurra prósenta fylgi, eða rétt meira en Flokkur fólksins. Flokkurinn hefur sveiflast í kringum fimm prósenta þröskuldinn síðasta árið. „Ég reikna með því að um leið og við sýnum okkar andlit, ekki bara fólkið sem er í framboði heldur einnig erindi okkar inn á þing, að þá býst ég við að þetta fylgi muni tvöfaldast og síðan muni það í kosningabaráttunni tvöfaldast enn aftur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Miðað við núverandi stöðu er stefnan því sett á allt að sextán prósenta fylgi og hyggst flokkurinn bjóða fram í öllum kjördæmum. Orðrómur hefur verið um mögulegt framboð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, en hún var á lista flokksins í síðustu borgarstjórnarkosningum. Hún vildi ekki tjá sig um málið í samtali við fréttastofu en að sögn Gunnars verður gengið frá framboðslistum í vor. Hann vill sjá verkalýðsforrystuna á þingi. „Ég held að það væri miklu betra fyrir þingið að hafa þar fólk sem er fulltrúar almannasamtaka, verkalýðshreyfingarinnar, öryrkjabandalagsins og fleiri og eru þá málsvarar þess þar. Eins og var áður,“ segir Gunnar Smári. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er einn stofnenda Sósíalistaflokksins og var á lista fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.vísir/vilhelm „Eiginlega alla síðustu öld var það talinn vera styrkur fyrir þingið að hafa tengsl út í grasrótarsamtök almennings. Það er bara á liðnum áratugum sem sú hugmynd kemur að við eigum bara að hafa þar fólk sem er á eigin vegum og hrekja verkalýðshreyfinguna í að hún eigi ekki að hafa vit á neinu nema bara samningum um kaup og kjör.“ Starfandi formenn geti vikið til hliðar ef upp koma hagsmunaárekstrar. „Það er fáránlegt að taka svona ríka hagsmuni og svona mikilvæga hagsmunabaráttu og einangra hana af því viðkomandi gætu lent í einhverjum hagsmunaárekstrum,“ segir Gunnar. Hann segir þó erfitt fyrir nýjar hreyfingar að etja kappi við þingflokkana í kosningabaráttu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu skipta þeir með sér um 730 milljóna króna framlögum úr ríkissjóði á næsta ári. „Þetta er náttúrulega ótrúleg skekkja í lýðræðisbaráttunni, að þeir sem hafa komist þar inn og náð einhverjum sess, að þeir geti gengið inn í ríkissjóð og fjármagnað sjálfan sig.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira