Óskar þess að stuðningur við Covid-bataferlið væri meiri: „Það er ekkert grín að takast á við svona einn“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2020 21:52 Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor Háskóla Íslands og prófessor í sálfræði. Vísir/Vilhelm Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor við Háskóla Íslands, hefur glímt við mikil eftirköst eftir að hafa veikst af Covid-19 fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Hún segir mikla þörf á því að fólki sem glímir við veikindin sé veitt aðhalds og þjónusta í bataferlinu. „Ég fór í 20 mín göngutúr í síðustu viku sem sendi mig í rúmið í einn og hálfan sólarhring. Líkamleg og hugræn áreynsla eykur einkennin – suma daga er of mikið að leggja kapal, leysa krossgátu eða flokka sokka – hvað þá að svara skilaboðum eða lesa blöðin – þá hellist svimi, höfuðverkur og hiti yfir mig,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á Facebook í gær. Steinunn veiktist alvarlega af Covid-19 í september og var hún veik í heilan mánuð. Eftir að hún komst yfir flensu, lungnabólgu og aðra sýkingu hafi hún verið úrskurðuð læknuð af Covid-19 og komst á bataveg. „Stuttu síðar tók batinn hins vegar u-beygju og ég varð mikið veik aftur og hef verið að berjast við það síðustu sex til sjö vikur,“ skrifar hún. Batinn hægur og lítill stuðningur Hún segir batann hafa verið hægan. Eftir að hún var úrskurðuð læknuð af Covid hafi tekið við eins og hálfs mánaða langt ferli þar sem hún var nærri rúmliggjandi vegna eftirkasta og segist hún óska þess að eftirfylgnin hefði verið betri. „Það er svo lítill stuðningur við bataferlið. Þetta eru náttúrulega hræðileg veikindi en þetta er líka eins og mörg önnur veikindi að þetta tekur svo ofboðslega langan tíma, en svo bara kemur það,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Maður þarf hjálp við það því flest okkar lenda sem betur fer ekki í svona alvarlegum veikindum og maður þarf bara hjálp við að takast á við þetta. Ég vildi að það væri auðveldara fyrir fólk að fá þannig hjálp,“ segir hún. O hvað e g vona innilega að þetta se si ðasta færslan mi n um COVID19 veikindi og að allar færslur he ðan i fra ...Posted by Steinunn Gestsdottir on Saturday, November 21, 2020 Ekkert grín að takast á við Covid Hún telur að bjóða þyrfti upp á bæði læknisfræðilega- og sálræna hjálp fyrir þá sem eru í bataferli eftir Covid. Það geti tekið gríðarlega á. „Ég held það þurfi bæði læknisfræðilega- og sálræna hjálp. Það þarf meiri eftirfylgni, það er svo frábær þjónusta á meðan maður er veikur og ég gæti bara ekki lofað hana nóg. Ég gat alltaf hringt í lækni, meira að segja á nóttunni og ég var látin koma inn ef þeim leist ekki á stöðuna. En síðan eftir að maður var útskrifaður var maður svolítið á eigin vegum.“ „Það er ekkert grín að takast á við svona einn og það þyrfti að vera auðveldara að geta talað við lækna sem virkilega hafa kynnt sér og sett sig inn í Covid-veikindin en líka sálfræðinga og aðra sem þekkja áhrif langvarandi veikinda,“ segir Steinunn. „Sendið þeim kettlingavídeó og nammi“ Hún skrifar í Facebook-færslunni að undanfarna tíu daga hafi henni farið mikið fram. Hún sé á fótum stóran hluta dagsins, geti farið í stutta göngu eða á kaffihús og sinnt heimilinu aðeins. „Mesti munurinn er þó sá að flesta daga er ég einkennalaus a.m.k. hluta dagsins og það er SVO MIKILL LÉTTIR eftir tvo og hálfan mánuð af vanlíðan af ýmsu tagi,“ skrifar hún. Batinn sé þó hægur. „Að horfa á málningu þorna er æsispennandi jaðarsport fyrir adrenalín-fíkla miðað við þetta,“ skrifar hún. „Þetta hefur verið mikið áfall. Það er áfall að verða hættulega veik og það er annað eins áfall að missa skyndilega heilsuna og batinn sé svo hægur að maður hreinlega óttast að þetta sé viðvarandi ástand. Þetta er risaverkefni að fá í fangið. Svo ef þið þekkið fólk sem er veikt af Covid19 – bara sendið þeim kettlingavídeó og nammi – það er u.þ.b. það eina sem maður hefur andlegt þrek fyrir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. 18. nóvember 2020 09:30 70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19 þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. 15. nóvember 2020 23:34 Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Steinunn Gestsdóttir, aðstoðarrektor við Háskóla Íslands, hefur glímt við mikil eftirköst eftir að hafa veikst af Covid-19 fyrir um tveimur og hálfum mánuði. Hún segir mikla þörf á því að fólki sem glímir við veikindin sé veitt aðhalds og þjónusta í bataferlinu. „Ég fór í 20 mín göngutúr í síðustu viku sem sendi mig í rúmið í einn og hálfan sólarhring. Líkamleg og hugræn áreynsla eykur einkennin – suma daga er of mikið að leggja kapal, leysa krossgátu eða flokka sokka – hvað þá að svara skilaboðum eða lesa blöðin – þá hellist svimi, höfuðverkur og hiti yfir mig,“ skrifar Steinunn í færslu sem hún birti á Facebook í gær. Steinunn veiktist alvarlega af Covid-19 í september og var hún veik í heilan mánuð. Eftir að hún komst yfir flensu, lungnabólgu og aðra sýkingu hafi hún verið úrskurðuð læknuð af Covid-19 og komst á bataveg. „Stuttu síðar tók batinn hins vegar u-beygju og ég varð mikið veik aftur og hef verið að berjast við það síðustu sex til sjö vikur,“ skrifar hún. Batinn hægur og lítill stuðningur Hún segir batann hafa verið hægan. Eftir að hún var úrskurðuð læknuð af Covid hafi tekið við eins og hálfs mánaða langt ferli þar sem hún var nærri rúmliggjandi vegna eftirkasta og segist hún óska þess að eftirfylgnin hefði verið betri. „Það er svo lítill stuðningur við bataferlið. Þetta eru náttúrulega hræðileg veikindi en þetta er líka eins og mörg önnur veikindi að þetta tekur svo ofboðslega langan tíma, en svo bara kemur það,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. „Maður þarf hjálp við það því flest okkar lenda sem betur fer ekki í svona alvarlegum veikindum og maður þarf bara hjálp við að takast á við þetta. Ég vildi að það væri auðveldara fyrir fólk að fá þannig hjálp,“ segir hún. O hvað e g vona innilega að þetta se si ðasta færslan mi n um COVID19 veikindi og að allar færslur he ðan i fra ...Posted by Steinunn Gestsdottir on Saturday, November 21, 2020 Ekkert grín að takast á við Covid Hún telur að bjóða þyrfti upp á bæði læknisfræðilega- og sálræna hjálp fyrir þá sem eru í bataferli eftir Covid. Það geti tekið gríðarlega á. „Ég held það þurfi bæði læknisfræðilega- og sálræna hjálp. Það þarf meiri eftirfylgni, það er svo frábær þjónusta á meðan maður er veikur og ég gæti bara ekki lofað hana nóg. Ég gat alltaf hringt í lækni, meira að segja á nóttunni og ég var látin koma inn ef þeim leist ekki á stöðuna. En síðan eftir að maður var útskrifaður var maður svolítið á eigin vegum.“ „Það er ekkert grín að takast á við svona einn og það þyrfti að vera auðveldara að geta talað við lækna sem virkilega hafa kynnt sér og sett sig inn í Covid-veikindin en líka sálfræðinga og aðra sem þekkja áhrif langvarandi veikinda,“ segir Steinunn. „Sendið þeim kettlingavídeó og nammi“ Hún skrifar í Facebook-færslunni að undanfarna tíu daga hafi henni farið mikið fram. Hún sé á fótum stóran hluta dagsins, geti farið í stutta göngu eða á kaffihús og sinnt heimilinu aðeins. „Mesti munurinn er þó sá að flesta daga er ég einkennalaus a.m.k. hluta dagsins og það er SVO MIKILL LÉTTIR eftir tvo og hálfan mánuð af vanlíðan af ýmsu tagi,“ skrifar hún. Batinn sé þó hægur. „Að horfa á málningu þorna er æsispennandi jaðarsport fyrir adrenalín-fíkla miðað við þetta,“ skrifar hún. „Þetta hefur verið mikið áfall. Það er áfall að verða hættulega veik og það er annað eins áfall að missa skyndilega heilsuna og batinn sé svo hægur að maður hreinlega óttast að þetta sé viðvarandi ástand. Þetta er risaverkefni að fá í fangið. Svo ef þið þekkið fólk sem er veikt af Covid19 – bara sendið þeim kettlingavídeó og nammi – það er u.þ.b. það eina sem maður hefur andlegt þrek fyrir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. 18. nóvember 2020 09:30 70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19 þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. 15. nóvember 2020 23:34 Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17 Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Sjá meira
Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19 Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni. 18. nóvember 2020 09:30
70% fólks með „langvarandi Covid“ greinist með virknirýrnun líffæra Bráðabirgðaniðurstöður breskrar rannsóknar benda til þess að næstum 70% áður heilbrigðra einstaklinga sem glíma við langvarandi eftirköst vegna Covid-19 þjáist af einhvers konar rýrnun á virkni eins eða fleiri líffæra. 15. nóvember 2020 23:34
Spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að grínast Líftölfræðingur við Háskóla Íslands spyr hvort heilbrigðisráðherra sé að gera að gamni með fullyrðingum um venjulegra líf þegar búið verði að bólusetja viðkvæmustu hópana og framlínufólk. 18. nóvember 2020 01:17