Mótmælendur kveiktu í þinghúsinu í Gvatemala Kjartan Kjartansson skrifar 22. nóvember 2020 08:43 Mótmælandi hendir mynd af fyrrverandi þingforseta Gvatemala á eld sem logar í hluta þinghúss landsins í gær. AP/Oliver De Ros Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn. Gvatemala Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Hundruð mótmælenda brutust inn í þinghús Gvatemala og lögðu eld að því. Reiði mótmælenda beinist að Alejando Giammattei forseta og þingmönnum sem samþykktu umdeild fjárlög sem skáru framlög til mennta- og heilbrigðismála við nögl. AP-fréttastofan segir að um 10.000 manns hafi komið saman til að mótmæla spillingu og fjárlögunum fyrir utan Þjóðarhöllina, eitt þekktasta kennileita Gvatemala-borgar í gær. Mótmælendurnir saka stjórn landsins um að lauma fjárlögunum í gegn á meðan þjóðin glímdi við tvo fellibylji og kórónuveirufaraldurinn. „Mér finnst að það sé verið að stela framtíðinni frá okkur. Við sjáum engar breytingar, þetta getur ekki haldið svona áfram,“ sagði Mauricio Ramírez, tvítugur háskólanemi, sem tók þátt í mótmælunum. Fjárlögin ollu meðal annars hneykslan margra þar sem þingmenn samþykktu að skera niður framlög til fórnarlamba kórónuveirufaraldursins og mannréttindastofnana á sama tíma og þeir skömmtuðu sér matarpeninga. Hluti um þúsund mótmælenda fyrir utan þinghúsið í borginni brutust inn og kveiktu í hluta byggingarinnar. Lögreglumenn skutu táragasi á mótmælendurna og eru tugir manna sagðir hafa særst. AP segir umfang skemmdanna á þinghúsinu ekki ljóst ennþá. Eldurinn virðist aðallega hafa brunnið í skrifstofurými en ekki þingsalnum sjálfum. Giammattei fordæmdi mótmælendurna á Twitter í gærkvöldi. „Hverjum þeim sem er sannað að hafi tekið þátt í glæpum verður refsað með fullum krafti laganna,“ sagði forsetinn.
Gvatemala Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira